Nú á síðustu árum hefur einhver tekið upp á því að lengja skólaárið. Af hverju? Jú af því að einhverjir útlendingar byrja í ágúst og enda seint í júní. En til hvers að lengja skólaárið hér á íslandi? Viljum við alltaf vera eins? Auðvita, Íraksstríðið er eitt dæmi um það þegar við vorum að reyna að falla inn í hópinn. Ég hef talsverðar grunsemdir um það að meiri hluti landsmanna hafi verið eithvað á móti eða mikið á móti íraksstríðinu.

Lenging skólaársins er tilgangslaus. Af hverju? Jú út af því að það er ekki til nóg af námsefni sem dugar út skólaárið. T.d. í íslenskunni, svo að ég tek dæmi frá mínum skóla, þá erum við búin með sagnorð sem er ætluð 9. bekk (er í 8.). Við höfum ekki farið í bókmenntir í einhvern tíma og heldur ekki stafsetningu. Í ensku erum við að vera búin með bókina og ég veit um stelpu í öðrum skóla sem er búin með allar samfélagsfræðibækurnar(vá langt orð…) sem eru þrjár, sem eiga að duga allt árið. Námsefni á borð við stærðfræði mun sennilega aldrei skorta…

Af hverju er ekki gert nýtt kerfi sem byggist á því að skólaárið miðast við það hvað hver skóli heldur að hann verði lengi að fara yfir námsefni sem skóladóteríið segir að skólinn þurfi að gera. Það verður að vera eitthvað lágmark á dagafjölda og líka hámark. Þessir þemadagar eru tilgangslausir og leiðinlegir, þegar maður er búin að gera þá svona 3 á ári í 8 ár eða eitthvað.

Þetta vetrarfrí svokallaða er bara asnalegt. Tveir dagar þarna og þrír dagar þarna. Hvað er málið? Í danmerku þá er vetrarfrí vetrarfrí þar sem fólk fer t.d. á skíði í Noregi reyndar. Þá er þetta heil vika, samfelld, ekki svona að það byrjar á fimmtudegi og endar á miðvikudegi eða eitthvað þannig. Bara plain 5 dagar frí og 4 auka (helgin)

Það er líka verið að fella niður fyrrverandi hátíðsdaga á borð við 1. desember. Ég veit nú varla hvað gerðist 1. desember, þó man ég að það var eitthvað merkilegt og það væri gaman að fá frí á þessum degi því að sumum hefðum verður að halda, þó að þær eru “óþarfi” fyrir merka menn.

Hvernig væri að samrýna skólaárið og námsefni, það er óþolandi að vera endalaust í einhverjum þemadögum. Það eina sem maður gerir síðustu vikuna í skólanum er að vakna og fara í skólann og gera ekki neitt á meðan. Það er allt í lagi að brjóta upp starf skólans en þá kannski í einhverjum menningarlegum tilgangi, ekki þó að fara á eitthvað

Í Danmerku, þar sem ég bjó var bara gerð ein alsherja þemavika þar sem skólanum var breytt í einskonar bæ. Þar var banki, kertaverksmiðja, kaffihús, skartgripaverslun, nammigerð og margt annað. Annað skipti þá voru til nokkrir hópar um hin ýmis lönd og átti að gera stórt verkefni í tengsli við landið og elda mat með. Það er miklu skemmtilegra að hafa svona tengda þemadaga þar sem allur skólinn tekur þátt í nokkrum stórum verkefnum en það að hafa svona einn bekk sem þekkjast út og inn með eitt verkefni eða horfa á spólu, sem er orðin úrelt.

Ég ætla nú ekki að hafa fleiri orð um þetta…

Fantasia