Ég bjó í Danmerku í tvö ár. Þegar ég kom til Íslands aftur þurfti ég að bíða í tvö ár áður en ég byrjaði að fá að læra dönsku og þá varð ég fyrir miklum vonbrigðum. Ég var ekki að læra neitt og ég er ekki að læra neitt og ég mun ekki læra neitt. Námsefnið sem er nú í dönsku er til þess að kenna dönsku og hentar því engan veginn fyrir þá sem kunna dönsku fyrir.

Svona til að byrja með þá fór ég oft á bókasafnið og var ég að lesa dönsku blöð, vandamálið er að þau eru ekki það mörg svo að ég kláraði þau á einhverjum tíma. Ég fór að reyna að vera í tíma en því miður er það einfaldlega það leiðinlegasta sem hægt er að gera í heiminum. Ímyndið ykkur að vera í 1. bekkjar tímum í stærðfræði og þið mættuð ekki segja svörin því að hinir áttu að læra af þessu.

Í bekknum mínum er hálf normaður og svo strákur sem bjó í svíþjóð. Þau fá frí í dönsku tímum og í staðinn fara aþu einu sinni í viku í tíma þar sem þau fá námsefni sem hentar þeim.

Af hverju er þetta ekki gert við þessa “dönsku” krakka?

Er þetta ekki eiginlega brot á jafnrétti til náms?

Þetta er mjög flókið. Maður nennir ekki að fylgjast með í tíma eða læra undir próf eða fá 10ur. Það þarf að búa til námsefni fyrir krakka sem búið hafa í danmerku. Það er jafnvel hægt að fá námefni frá skólunum í danmerku sem er ætlast til að maður sé með í dönsku í 7. bekk(6.) eða 8. bekk (7.). Ég hef máltilfinningu og ég get talað dönsku. Í danmerku lærði ég um en og et oglýsingarorð og eitthvað í sagnorðum. Það þýðir ekki að ég geti skrifað öllorðin rétt því að ég hef engan grunn í danskri stafsetningu. Ég get lesið og skilið samfelldan texta. En fæ ég að lesa upp í dönsku tímum? Nei. Ég fæ ekki að lesa á dönsku nema kennarinn neyðist til þess. Ég er orðin mjög léileg að tala dönsku og skrifa á dönsku samfelldan texta. Af hverju reyna skólarnir ekki að fá námsefni handa þessum krökkum, ekki einhver hefti sem eru ætum 9. bekk eða 10. bekk, heldur almennilegt námsefni, sérstaklega búið til fyrir krakka sem búið hafa í danmerku, því að við erum ekki að læra mikið á þessum heftum. Við erum bara að halda einu og einu orði við, það er ekki það sama og að halda heilu tungumáli við.

Fantasia