Ég hef oft velt því fyrir mér hvað gerir karlmenn girnilega í augum kvenna, hvað er það sem skilur kvennagullið frá einfaranum. Sjálfstraust, gullhamrar, ákveðni eða er það líkaminn sem ræður öllu á endanum?
Hárlaus líkami sem endurspeglar smástrákinn sem konur vilja passa uppá, og svo loðnir karlmenn sem hafa löngum verið ímynd töffarans.
Margir af kynþokkafyllstu karlmönnum heims eru loðnir og vel það.
Baldwin bræðurnir, Stephen Dorff, Harrison Ford, Ed Harris,
Chris Issak, Jon Bon Jovi (reyndar búin að losa sig við loðnuna),
Sean Connery og allir James Bond leikararnir, ok sumir af þessum kannski
ekki beint kyntröll en ég fann þetta bara á netinu.
Er það loðinn bringa sem kveikir í konum eða öfugt, er þetta bara úrelt
fyrirbæri sem engin kona vill í dag ?
Sjálfur er ég loðinn á bringu og er þess vegna að velta mér uppúr þessu.
Mér finnst þetta allt í lagi en er einhleypur og pæli oft í því þegar ég
er að spá í stelpu hvort þetta verði mér til falls eða mun hún fíla þetta?