Nei, ég er ekki að tala um hagkerfi. Ég er þokkalega sáttur við það efnahagslega umhverfi
sem ríkir á Íslandi. Ég er heldur ekki að tala tölvukerfi. Flestir hérna nota Windows, margir
Linux eða Unix, og einhverjir nota MacOS. Ekki vil ég breyta því neitt.

Ég er að tala um heimilisföng. Göturnar heita allar einhverjum nöfnum og eru húsin númer-
uð eftir þeim. Allar þessar götur, öll þessi númer. Maður man aldrei neitt af þessu. Ef ég á
að geta komist eitthvert í ókunnugum bæ eða í stórri borg, þá þarf ég muna helling af götu-
nöfnum, einhver númer í heilum tölum og jafnvel litinn á húsinu sem ég vil finna. Endalaust
vesen.

Við ættum því að leggja niður þetta kerfi og byrja að nota heimilisföng í pólhnitum í staðinn.
Pólhnit bjóða nefnilega upp á svo miklu miklu meira en núverandi kerfi. Leyf mér að útskýra.

1. Landinu verður skipt upp í svæði. Það ætti ekki að vera mikið mál enda er landið nú þegar
skipt í ágætis svæði. Reykjavíkurborg yrði skipt upp í nokkur svæði, svona eins og er á kort-
unum í símaskránni. Heimabærinn minn, Akureyri, væri eitt svæði.

2. Hvert svæði hefði sinn miðpunkt. Á Akureyri væri hentugt að velja Ráðhústorgið sem mið-
punktinn. Á miðborgarsvæði Reykjavíkur væri Ráðhúsið hentugur miðpunktur.

3. Út frá miðpunktinum fengju öll hús sín pólhnit, sín heimilisföng. Lengdin væri mæld í
sentímetrum og allir útreikningar yrðu miðaðir við ný kort sem búin væru til fyrir hvert svæði
og öll í sömu hlutföllum.

Nú ætla ég að taka dæmi um hvernig þetta myndi virka. Tvö fyrir Reykjavík en fleiri fyrir
Akureyri. Pólhnitin mun ég setja fram á forminu r_x þar sem r er lengdin og x er hornið í rad-
íönum. Hnitin eru reiknuð út frá kortunum í símaskránni.

Miðborg Reykjavíkur.
Miðpunktur: Ráðhúsið.

Aðalbygging Háskóla Íslands: 4,8_4Pí/3
Hallgrímskirkja: 5,8_-Pí/6

Akureyri.
Miðpunktur: Ráðhústorg.

Akureyrarkirkja: 2_Pí
Fjórðungssjúkrahúsið: 5,5_173Pí/180
Sundlaugin: 3_23Pí/30
Lögreglustöðin: 3_23Pí/90
Háskólinn á Akureyri: 8,5_5Pí/12
Glerárkirkja: 12,4_11Pí/30
Eimsskipsbryggjan: 4_-17Pí/45

Þar hafið þið það. Ef við myndum byrja að nýta okkur möguleika pólhnitakerfisins myndi allt
ganga mikið betur. Engin götunöfn, aðeins pólhnit. Ekkert vesen, aðeins eilíf sæla.

Heimilisföng í pólhnitum!