Fermingar eiga að vera manndómsvígsla og/eða játning á kristinni trú. En þetta snýst ekki um það lengur. Nú til dags snýst þetta um gjafir(eins og flestir vita).
Hvaða 13 og 14 ára barn myndi segja nei við því að fá “massa mikinn pening maður” og “gekt góðar græjur maður”, þrátt fyrir að það trúi ekki guð. Mjög fá. En það hefur komið fram lausn fyrir þau sem eru ekki tilbúin að játa trú sína á Guði almáttugumTM, og það er borgaraleg ferming.
Því það er einfaldlega fáránlegt að börn skuli ekki fá fermingargjafir vegna þess að þau neita að meðtaka heilaþvott Þjóðkirkjunnar, á meðan börn fermast samt þrátt fyrir að trúa ekki á Guð. En auðvitað eru líka börn sem láta bara alls ekki ferma sig sem mér finnst hið besta mál.

En staðreyndin er sú að flestir krakkar í 8 bekk hafa hvorki þroska né hafa þau byggt upp nægilega mikla rökhugsun til þess að ákveða það hvort þau trúi því að Guð sé til og hvort Biblían segi sannleikann.

Ég fermdist fyrir tveimur árum og ein ástæðan var gjafirnar og önnur að ég trúði því að það væru miklar líkur á því að Guð væri til. En á þessum tveimur árum hef ég gert mér grein fyrir því að það eru engin rök fyrir því að Guð sé til og séð fáránleikann í því að Kristin trú sé eitthvað réttari heldur en önnur trúarbrögð(einnig set ég Biblíuna í sama bókmenntaflokk og Harry Potter og Hringadróttinssögu).

Þess vegna finnst mér að það eigi að hækka fermingaraldurinn um a.m.k. tvö ár, því þá fyrst er fólk tilbúið að taka þessa mikilvægu ákvörðun, án þess að láta hópþrýstinginn í samfélaginu hafa of mikil áhrif á sig.

Og það eru einfaldlega engin rök fyrir því að láta ferma börn svo ung(nema auðvitað að þá græðir kirkjan ekki eins mikið á þessu því að öllum líkindum munu færri láta ferma sig og ekki heldur vesalings verslunarkeðjurnar sem eru farnar að eigna sér ferminguna).

Einnig ætti fermingarfræðslan líka að snúast um rökin gegn Guði, því að það verður nú að vera sanngjörn umfjöllun um Guð, er það ekki?

En ef það er einhver sem er að lesa þetta og vill halda fermingaraldrinum óbreyttum skal hann endilega tjá sína skoðun og rökstyðja hana…