Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Impregilo (10 álit)

í Deiglan fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Hérna er samantekt um hið ágæta fyrirtæki Impregilo, af vef Rafiðnaðarsambandsins: Í Fréttablaðinu þ. 8. jan. 2005 er leiðari eftir Guðmund Magnússon þar sem ma kemur fram að verkalýðshreyfingin hafi ekki getað sett fram rök fyrir sínu máli og Impregilo eigi að njóta vafans. Guðmundur hefur oft sett fram einkennilegar skoðanir um stéttarfélög sem bera glögglega merki óvildar hans í garð þeirra. En lítum aðeins yfir feril þessara framkvæmda og rifjum upp nokkur helstu ágreiningsatriðin a)...

Photokina í Þýskalandi, smá yfirlit (7 álit)

í Ljósmyndun fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Nú stendur yfir fagsýning ljósmyndaframleiðenda (hræðilegt orð, en hvað annað á að kalla þetta?) í Köln í Þýskalandi. Þessi sýning er haldin annað hvert ár og þarna er bókstaflega allt sem tengist ljósmyndum í boði. Myndavélar af öllum stærðum og verðum, prentarar, hugbúnaður, pappír og fleira. Þarna eru líka kynntar nýjungar, og fólki gefinn kostur á að fikta í nýjustu græjum. Ég ætla ekki að fara út í að lista allar litlu stafrænu myndavélarnar, þær voru þarna í bílförmum. En skoðum hvað...

8MP innrásin er hafin. (11 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Nú er nýlokið hinni árlegu Photo Marketing Association Annual Show í Las vegas. Eiginlega verð ég að segja að eitt stóð upp úr. Vélar með 8 Megapixela í upplausn, og yfirleitt með öllum mögulegum og ómögulegum fídusum. Sony, Nikon, Canon, Olympus og Minolta voru allir með sínar 8MP súper-vélar. Ég veit eiginlega ekki hvað á að kalla svona græjur, þær eru eiginlega óflokkanlegar. Allar vélarnar hafa vandaðar linsur (Canon L, Zeiss, ED gler og fleira) með langar (5-7x zoom) og bjartar (f2-2.4)...

Nýjustu græjur (8 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Í gær kynnti Nikon nýjustu digital SLR vélina, Nikon D2H, sem er arftaki D1H. Þetta er vél sniðinn fyrir blaðamenn og þá sem þurfa hraða, eins og blaðamenn og íþróttaljósmyndara. En hvað er svo í þessari vél? Lítum á gripinn: * Nýr 4.1MP ljósnemi, þróaður af Nikon, LBCAST, Lateral Buried Charge Accumulator and Sensing Transistor Array (Whoa!) * 8 rammar á sekúndu, allt að 40 skot í JPEG, 25 í RAW. * 37ms shutter lag. (Svipað og Nikon F5) * Nýtt autofocus kerfi, “Multi-Cam 2000”. * Möguleiki...

Bensínlausi dagurinn (8 álit)

í Deiglan fyrir 17 árum, 9 mánuðum
“Við Íslendingar eigum nú að vera svo hugaðir og kjarkaðir og fífldjarfir en svo þegar kemur að stóru stundunum látum við jakkafatamenn á glansskóm rúlla yfir okkur og glotta framan í okkur í kvöldfréttunum - þeir eru of uppteknir við laxveiðar til að geta svarað spurningum fréttamanna. Stöndum nú saman og höfum 1. ágúst næstkomandi bensínlausan - þ.e, enginn verslar bensín!!! Fáið lánaðan sláttuvéla brúsann hjá nágrannanum ef tankurinn er galtómur! 1. ágúst 2003 - Dagurinn sem íslenska...

Fáðu meiri breidd í stafrænar myndir. (6 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Flestir sem hafa tekið myndir á stafrænar vélar lenda oft í því að myndirnar þeirra hafa því sem næst hvítan himinn eða svarta skugga, og oft verður ljósmyndarinn að velja hvort smáatriði sjáist í björtum eða dökkum hlutum. Hér ætla ég að lýsa mjög einfaldri aðferð (fyrir letingja eins og mig) til að fá meiri “dynamic range” í stafrænu myndirnar þínar. Margir nota “bracketing” þ.e. taka fleiri en eina mynd og undir- og yfirlýsa þær, og blanda þeim síðan saman í Photoshop með layer mask eða...

Netviðtöl við ljósmyndara. (12 álit)

í Ljósmyndun fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Hér er ein hugmynd til að lífga upp á þetta áhugamál. Ég þarf að fá smá input áður en ég set þetta í gang. Hugmyndin er þessi: Ég er að spá í að hóa í nokkra þekkta íslenska ljósmyndara í gegn um tölvupóst, ég veit ekki hverja eða hversu marga, en er að vona að ná amk 3-5. Síðan sendið þið inn spurningar, ég safna þeim saman, og sendi þeim í pósti. Þeir myndu síðan svara spurningum við tækifæri. (Gefum þeim nú amk viku) og síðan myndi ég pósta spurningum og svörum hérna sem grein. Þannig að...

Fyrsta nýja kerfið í 16 ár. (5 álit)

í Ljósmyndun fyrir 18 árum, 2 mánuðum
<p>Olympus forsýndi um helgina á PMA fyrsta nýja SLR kerfið sem komið hefur fram síðan Canon kynnti EOS kerfið árið 1987. Hannað frá grunni sem stafrænt kerfi, með staðlaða stærð á myndflögu og linsum, þá gæti þetta haft töluverð áhrif á hvernig þróun á stafrænum myndavélum verður í framtíðinni. Fyrir 2 árum hætti Olympus framleiðslu á OM kerfinu, sem hafði þó dugað óbreytt í 30 ár, eða lengur en nokkuð annað kerfi. Og nú vitum við ástæðuna, Olympus, ásamt Kodak voru með ákveðnar hugmyndir...

Er Magnús að fara með satt mál? (14 álit)

í Deiglan fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég var að lesa frekar þunnildalegt en samt ágætis <a href="http://www.visir.is/ifx/?MIval=visir_vidtal“>vi ðtal við Magnús Kjartansson á visir.is</a>. Þar er spurt: ”Hvað með þá sem nota tóma geisladiska til að geyma tölvugögn?“ Magnús svarar: ”Þegar reglugerð var sett um gjald af tölvudiskum, setti IHM fram þá kröfu að yrði gjaldið lækkað frá því sem heilmild var fyrir í höfundalögum yrði ekki farið út í það að endurgreiða til þeirra aðila sem notuðu diskana til að varðveita önnur gögn, eða...

Af hverju hef ég áhuga á EVE? (21 álit)

í Eve og Dust fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég er líklega með þeim eldri hérna, en fyrir 16 árum komst ég með puttana í leik sem hét <a href="http://www.frontier.co.uk/games/elite/“>Elite</ a>. Þegar fyrstu fréttir fóru að berast af þessum ”fyrsta alvöru íslenska tölvuleiknum“, þá sagði einn liðsmanna CCP að þeir hefðu fengið innblásturinn fyrir EVE frá Elite. Og satt að segja er margt líkt með þessum leikjum, þótt langt sé á milli þeirra. Báðir gerast í ókönnuðum geim. Í báðum þarftu að verða þér úti um fjármagn til að uppfæra...

Ef LotR væri Íslenskt fornrit (19 álit)

í Tolkien fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Hringa-Fróða Saga Saruman hét maður er kallaður var hinn hvíti. Hann bjó í Ísarngerði í Róhan. Hann var mikill höfðingi og þótti vitur mjög. Gandalfur var sömu ættar, og var kallaður hinn grái. Nú víkur sögunni norður í Hérað. Hobbiti er nefndur Bilbó. Hann var af Bagga-ætt. Hann bjó í Bagga-botni. Hann átti fósturson er Fróði hét. Það var einu hverju sinni er Bilbó hélt drykkju mikla til að fagna ellefutugu og eins vetra aldri sínium að hann mælti: “Nú mun ég hverfa héðan vinir og félagar,...

Að koma hugmynd í framkvæmd... (3 álit)

í Kvikmyndagerð fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Ég er með hugmynd að documentary, verkefni sem tæki 2 ár í tökum, auk eftirvinnslu. Hvernig væri best að koma sér af stað? Ég held reyndar að ég sé orðinn örlítið of seinn, en hugmyndin er góð (IMHO), og líklega væri auðvelt að fá stuðning stórs fyrirtækis. Á maður að punga út 300.000 fyrir einnu Canon XL og byrja sjálfur, eða reyna að fá kvikmyndatökumann og hljóðmann með í lið með sér? Hvernig bera þessir menn sig að sem búa til heimildarmyndir “á staðnum”, sem taka ár eða lengur í töku?...

Hvað er ég að gera rangt? (22 álit)

í Deiglan fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Sælinú fólk. Ég er að missa vitið, búinn að vera atvinnulaus í nokkra mánuði og leiðindi og blankheit eru að gera mig vitlausan. Af hverju fæ ég ekki vinnu? Ég sæki um allt sem ég sé, bögga fólk í fyrirtækjum og atvinnumiðlunum. Ég er kerfisfræðingur (tölvunörd) með góða reynslu og meðmæli en ekkert gengur. Ég hef skrifað forrit eins og verðbréfaleik, verðbréfamiðlun, einn fyrsta B2B vef (Smá buzzword) á Íslandi. Ég var lánaður til Tal þegar það byrjaði með öllum sínum vandamálum. Ég hef...

27.000.000 króna kassabíll? (12 álit)

í Bílar fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ef þú myndir klessukeyra <a href="http://www.morgan-motor.co.uk/“>Morgan sportbíl</a> yrðirðu líklega að fara bæði á verkstæði og til trésmiðs. Kannski ekki trésmið, en þú yrðir að finna verkstæði sem kynni laga bíla byggða úr aski. Morgan bílarnir eru ansi sérstakir svo ekki sé meira sagt. Morgan 4/4 módelið hefur t.d. verið framleitt svo til óbreytt frá 1936, og þeir eru með svo sterkan stíl að Morgan er eini bifreiðaframleiðandinn í heiminum sem eru með einkaleyfi á hönnuninni. Er hægt að...

Útvarp á netinu? (18 álit)

í Netið fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Nú spyr ég ykkur spekingana: Hvað þarf ég til að opna netútvarp? Ég er ekki að spyrja um tæknilega hlutann, er með hann á hreinu. Ég vil bara vita um eyðublaðahlutann. Hvaða leyfi þarf ég og við hverja þarf ég að tala. Það sem ég hef fundið: Lög og reglugerðir sem snerta einkareknar útvarpsstöðvar:<br> <i>Reglugerð nr. 50 2002 um útvarpsstarfsemi:<br> Reglugerð þessi tekur ekki til dreifingar útvarpsefnis á netinu.</i><br> Ok, ekkert til að hafa áhyggjur af þarna. <i>Lög nr 53 17. maí 2000 -...

Hver á Ríkið? (4 álit)

í Stjórnmál fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Nú vil ég ekki fara út í heimsspekilegar umræður, heldur aðeins skoða hvernig Íslenska ríkið hefur hegðað sér gagn vart þeim sem það á að þjóna, svo það sé á hreinu. Fyrir nokkrum árum, þegar alvöru veitingastaðir voru að ryðja sér til rúms (Holtið & Grillið t.d.) þá þótti það afskaplega fínt að þjóna. Það var í raun svo fínt, að fólk fékk á tilfinninguna að það væri að trufla hina stórfenglegu þjóna ef það dirfðist að biðja um áfyllingu á vatnið, þvílíkt var snobbið. Stundum finnst mér eins...

Klassík: Canon T90 (7 álit)

í Ljósmyndun fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Eftir skrif mín um <a href="http://www.hugi.is/ljosmyndun/greinar.php?grein_id=33338“>Olympus OM-1</a> hvöttu margir til að skrifaðar yrðu fleiri greinar um svona klassískar vélar, og nú ætla ég loksins að láta verða að því. Árið 1986 kom Canon með myndavél á markað sem átti eftir að hafa meiri áhrif á hönnum 35mm SLR (og fleiri gerðir) en nokkur önnur vél fyrr og síðar. Þetta var Canon T90, móðir SLR myndavéla eins og við þekkjum þær í dag. Í staðinn fyrir að snúa tökkum fyrir hverja...

Smá Photokina yfirferð (0 álit)

í Ljósmyndun fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Þá er Photokina lokið og ég vildi bara taka saman svona það helsta sem fór fram þar þessa daga. Að mínu áliti þá var þrennt sem stóð upp úr: 1. Kodak DCS Pro 14n, 14MP full frame SLR myndavél. 2. Canon EOS-1Ds, 11MP full frame SLR myndavél. 3. Sigma SD9, fyrsta Foveon myndavélin. Ég held að Kodak hafi stolið senunni með Pro 14n vélinni. Allir voru búnir að afskrifa Kodak þetta árið. Aðal umræðan var um hvað Canon, Nikon, Sigma og Olympus myndu sýna. 14n vélin er með full frame (36 x 24mm)...

Photokina 25 - 30 september - Gróusögur (6 álit)

í Ljósmyndun fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Svona til að skapa smá líf hérna þá vildi ég minna á að ein stærsta ljósmyndagræjusýning heims er á næsta leiti. Photokina í Köln verður haldin þann 25-30 þessa mánaðar. Ég hef safnað saman nokkrum sögum héðan og þaðan af netinu: 1. Olympus/Kodak. * Digital SLR kerfi. (Oft nefnd Olydak) Þetta er líklega það sem beðið er eftir með mestri óþreyju. Minni CCD en 35mm (APS stærð?) og minni/léttari og (vonandi) ódýrari linsur. * Ný E-30 vél * Ný 10x zoom vél 2. Canon * Pro dual CCD eða fullsize...

Hugbúnaðarfyrirtæki með metnað? (14 álit)

í Forritun fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Hvernig er það, eru menn enn skíthræddir við að þróa nýjar hugmyndir hérna? Það var töluverð gróska fyrir 2 árum síðan en nú er flest farið á hausinn, því miður. Ýmislegt er að gerjast út í heimi, farsímar og lófatölvur eru að renna saman, sjáið t.d. Ericson P800 og Nokia 7650, báðir komnir með alvöru stýrikerfi (Symbian) og hægt að forrita út og suður. Framleiðendur lófatölva eru líka að nálgast símana, nú er hægt að fá PalmOS tölvur með GSM/GPRS tengingu. Þannig að þessar ‘deildir’ munu að...

Shuttle skókassar... (18 álit)

í Vélbúnaður fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Loksins eru komnar x86 tölvur sem mig langar í. Ég er orðinn svo þreyttur á leiðinlega ryksugukassanum mínum. (Hvenær skyldi maður fá kassa sem hægt er að opna án þess að skilja eftir blóð út um allt?). <a href="http://shuttleonline.com/“>Shuttle</a> framleiðir tölvur sem eru á stærð við skókassa. Þessar vélar eru ótrúlegar; Þær nota standard íhluti, ekkert fancy eins og Apple notar. Þær koma með öllu á móðurborðinu: Netkort, hljóðkort, USB, Firewire go skjákort. Nýlega fór Shuttle að bjóða...

Harður árekstur við Hlemm (27. s.m.) (20 álit)

í Deiglan fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég var að rifja upp þessa frétt í umræðum um refsingar og skyld efni. Fyrir þá sem eru með gullfiskaminni, þá var þarna um að ræða mann sem var í kappakstri á Audi TT á stað þar sem fótgangandi vegfarendur eru fjölmennir og hámarkshraði er mjög takmarkaður (40-50?). Þessi mannvitsbrekka missir stjórn á tryllitækinu og smassar 2 bíla, enda greinilega á góðu stími, og eiginlega ótrúlegt að hann skyldi ekki drepa neinn. Nú spyr ég, hver verður refsingin? 100.000 í sekt og próflaus í 6 mán,...

Skífan, MP3, afritun á CD og fleira... (34 álit)

í Deiglan fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Það er að bera í bakkafullann lækin að fara að tala um MP3 og þessháttar. Sérstaklega hérna á hugi.is. Skífan hefur sagt afriturum stríð á hendur, ég hef nú ekki athugað það sjálfur, en hef heyrt að þeir séu farnir að læsa tónlistargeisladiskum. (Eins og það dugi eitthvað). Hefur einhver keypt CD nýlega í Skífunni og prófað að spila í tölvu? Hvað um það, ég held að málið sé að fólk er orðið þreytt á að láta útgefendur tónlistar fara illa með sig (svo ég noti kurteist orðalag). 2.400 fyrir...

Andriki.is Ósjálfstæðismenn eru alls staðar (12 álit)

í Stjórnmál fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ég hef nú gaman að því að lesa það sem áhugamenn um pólitík skrifa á Netið. Hvar værum við án þess. Ég hef reglulega lesið andriki.is, þótt mér finnist þeir stundum óttalega barnalegir og bláeygðir. Í dag tók hinns vegar steininn úr. Greinilegt er að Davíð er orðinn einhvers konar allsherjar spámaður og orð hanns eru lög. <br> <i>“…En þrátt fyrir að þessum útlendingum þyki gaman í leikfimi þá liggur ekki annað fyrir en að þeir séu besta fólk og að því leyti eru þeir alveg eins og flest annað...

Sci-fi myndir og Ekki-Sci-fi myndir. (28 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Athugið að það er mikið af eldsneyti (Flame baits) hérna, og stór hluti af þessari grein eru mínar eigin skoðanir. :)<br> Kveikjan að þessari grein var sýning S2 á <a href="http://us.imdb.com/Title?0084787“>The Thing</a>, mynd sem eldist bara nokkuð vel. Það er lítið um lausa enda í þeirri mynd, mér dettur amk ekkert í hug sem mælir á móti hugmyndinni í myndinni. Og ég man hvað ég var skíthræddur þegar ég sá þessa mynd fyrst. Orðin algjör klassík.<br> Ég er svolítill áhugamaður um science...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok