Þá er Photokina lokið og ég vildi bara taka saman svona það helsta sem fór fram þar þessa daga.
Að mínu áliti þá var þrennt sem stóð upp úr:
1. Kodak DCS Pro 14n, 14MP full frame SLR myndavél.
2. Canon EOS-1Ds, 11MP full frame SLR myndavél.
3. Sigma SD9, fyrsta Foveon myndavélin.
Ég held að Kodak hafi stolið senunni með Pro 14n vélinni. Allir voru búnir að afskrifa Kodak þetta árið. Aðal umræðan var um hvað Canon, Nikon, Sigma og Olympus myndu sýna. 14n vélin er með full frame (36 x 24mm) 4536 x 3024 punkta CMOS sensor, og má segja að Kodak hafi ýtt við stóru bræðrum, Canon og Nikon með þessu óvæntu útspili. Enn eigum við þó eftir að sjá myndir úr þessari græju, en ég held að nú orðið þurfum við ekki að hafa áhyggjur af svoleiðis.
Canon sýndi uppfærða 1D vél, eru komnir með full frame (4064 x 2704 punktar) vél eins og Kodak, þannig að nú ættu þessar rándýru breiðlinsur að nýtast til fulls.
Sigma vélin náði kannski ekki Kodak og Canon í upplausn eða stærð skynjara, en hún bætti það upp í gæðum. Ég veit ekki með ykkur, en myndirnar sem Phil á dpreview.com tók með þessari vél, eru einfaldlega það besta sem ég hef séð. Skerpa og litir eru með einsdæmum, og jafnvel enn merkilegri þar sem þetta er fyrstu kynslóðar sensor.
Olympus olli vonbrigðum, allir voru búnir að gera sér vonir um að þeir yrðu amk. með frumgerð að nýju 4/3 kerfinu sem þeir eru búnir að vera að þróa í samvinnu við Kodak undanfarna 18 mánuði (eða lengur). Það eina sem fólk fékk að sjá var hugmyndamódel. Þó verður að segja þeim til varnar að þeir hafa aldrei sagt að þeir yrðu með tilbúna myndavél á Photokina. Þó verð ég að segja að hugmyndin er góð; Loksins gæti komið kerfi þar sem allar myndavélar geta notað allar linsur, þetta gætu orðið mestu áhrifin af þessu samstarfi Olympus og Kodak.
Kannski við sjáum eitthvað frá Olympus og Nikon á PMA í febrúar.
Svo eru það “smærri” en þó (IMHO) athyglisverðar fréttir:
Sony sýndi uppfærða 707 (717) auk fjölda smærri myndavéla.
Panasonic var með athyglisverða vél, 12x zoom með hristivörn, líklega undir $600.
Olympus sýndi 5MP vél í C-X000Z línunni, C-5050Z.
Lexar sýndi hraðvirkari minniskort og tækni.
Kodak var með bak fyrir medium format vélar. (4096 x 4096) á “aðeins” $11.000
Sinar sýndi 22MP (!) bak fyrir medium format vélar sem notar Kodak 4080 x 5440 punkta sensor og er 38.8 x 50.0 mm, líklega einn sá stærsti í dag.
Þetta er nú svona það helsta, ég hef ábyggilega gleymt einhverju en mæli með að þið kíkið á dpreview.com, dcresource.com og imaging-resource.com fyrir frekari upplýsingar.
J.