Fáðu meiri breidd í stafrænar myndir. Flestir sem hafa tekið myndir á stafrænar vélar lenda oft í því að myndirnar þeirra hafa því sem næst hvítan himinn eða svarta skugga, og oft verður ljósmyndarinn að velja hvort smáatriði sjáist í björtum eða dökkum hlutum.
Hér ætla ég að lýsa mjög einfaldri aðferð (fyrir letingja eins og mig) til að fá meiri “dynamic range” í stafrænu myndirnar þínar.
Margir nota “bracketing” þ.e. taka fleiri en eina mynd og undir- og yfirlýsa þær, og blanda þeim síðan saman í Photoshop með layer mask eða með annari handavinnu. Til er önnur aðverð og ég varð alveg hissa á hversu einföld og áhrifarík hún er. Myndin hérna til hliðar sýnir nokkurn vegin hvernig þetta er gert. Hún er tekin um sólarlag á Vesturlandsvegi fyrir 2 vikum síðan. Engin leið var að fá bæði grænt grasið og gullinn himininn saman á mynd, annað hvort varð grasið svart eða himininn hvítur, sem hann var svo sannarlega ekki.
En þetta er aðferðin í nokkrum skrefum:
1. Hlaðið báðar myndirnar í Photoshop
2. Afritið dekkri myndina og pastið yfir þá ljósu
3. Veljið Layer 1 og bætið Layer Mask á hann. (Hvíti hringurinn inn í gráum ferningi á Layers panel)
4. Veljið Background Layer, Veljið Select All, og afritið í klippiborð.
5. Haldið inni ALT/Option og smellið á hvíta ferninging í Layer 1. Myndin ætti núna að vera öll hvít
6. Nú skulið þið afrita myndina úr klippiborðinu á maskann, þá ættuð þið að hafa svarthvíta mynd.
7. Nú veljið þið Filter->Blur->Gaussian Blur og stillið Radius á 40 depla.
8. Smellið á Background Layer og myndin er tilbúin.
Svo má kannski skella smá Curves á Background til að fá fram dekkstu hlutana.
Þess má geta að myndirnar voru teknar á 1/50 og 1/125 sek. á F5.0, þannig að það munar rúmlega 1 ljósopi á þeim.