Nýjustu græjur Í gær kynnti Nikon nýjustu digital SLR vélina, Nikon D2H, sem er arftaki D1H.
Þetta er vél sniðinn fyrir blaðamenn og þá sem þurfa hraða, eins og blaðamenn og íþróttaljósmyndara.
En hvað er svo í þessari vél? Lítum á gripinn:
* Nýr 4.1MP ljósnemi, þróaður af Nikon, LBCAST, Lateral Buried Charge Accumulator and Sensing Transistor Array (Whoa!)
* 8 rammar á sekúndu, allt að 40 skot í JPEG, 25 í RAW.
* 37ms shutter lag. (Svipað og Nikon F5)
* Nýtt autofocus kerfi, “Multi-Cam 2000”.
* Möguleiki á þráðlausu 802.11b neti fyrir myndageymslu.
* Þrefalt kerfi fyrir White Balance.
* 2.5 tommu LCD, einn sá stærsti á DSLR.
* Nýtt batterískerfi, sýnir stöðu batterís með 5% nákvæmni.
Þetta er svona það helsta, en þarna hefur Nikon aðeins bætt stöðu sína gagnvart Canon 1D.
Og hvað á þetta svo að kosta? $3500 hafa verið nefndir en ekkert hefur verið staðfest af Nikon. Fáanleg í haust.
Í leiðinni kynnti Nikon nýjar linsur, 2 DX (Fyrir digital) og eina Full frame:
* 10.5mm f2.8G ED DX
* 17-55mm f2.8G IF-ED DX
Á öllum Nikon DSLR vélum samsvarar þessi linsa 25.5-82.5mm linsu, og er hún greinilega miðuð við þarfir fréttaljósmyndara (og okkur hinna, sem hafa bara efni á 1 linsu til að byrja með :))
* 200-400mm f4G-IF VR
Nikon er greinilega búnir að viðurkenna að hristivörn er komin til að vera, eftir að hafa verið skákað af Canon árum saman.

Nú spyr ég ykkur hugverja, viljið þið fá fleiri græjufréttir og/eða almennar fréttir úr ljósmyndaheiminum? Ég hef hingað til verið frekar hikandi að senda svona inn, hef viljað halda umræðunni á ljósmyndaplani frekar en falla í gryfju græjufíknarinnar. (Sem ég hef snert af :) )