27.000.000 króna kassabíll? Ef þú myndir klessukeyra <a href="http://www.morgan-motor.co.uk/“>Morgan sportbíl</a> yrðirðu líklega að fara bæði á verkstæði og til trésmiðs. Kannski ekki trésmið, en þú yrðir að finna verkstæði sem kynni laga bíla byggða úr aski.
Morgan bílarnir eru ansi sérstakir svo ekki sé meira sagt. Morgan 4/4 módelið hefur t.d. verið framleitt svo til óbreytt frá 1936, og þeir eru með svo sterkan stíl að Morgan er eini bifreiðaframleiðandinn í heiminum sem eru með einkaleyfi á hönnuninni. Er hægt að komast nær fullkomnun en það?
Morgan framleiðir bara 3 gerðir af bílum: Hinn klassíski 4/4, sem kostar um 27 milljónir, Plus 8 með V8 vél, sem gerði Morgan fræga (frægari?), Og <a href=”http://www.bmwworld.com/models/vintage/morgan_ae ro_8.htm“>Aero 8</a>, sem er einfaldlega uppfært útlit frá öðrum áratugnum en hannaður upphaflega sem kappakstursbíll.
Morgan er allur handsmíðaður (Hvað annað?) og tekur um 18 daga að framleiða hvern bíl, og eru framleiddir um 12 á viku. Láttu þér ekki detta í hug að þú labbir inn í verksmiðjuna og kaupir bíl af sölugólfi, ónei. Þegar þú pantar bíl þá er biðtími (Bjuggust þið við öðru?), allt að þrjú ár, en Morgan gerir biðtímann ánægjulegan fyrir viðsktiptavini. Þú getur valið um allt, úr 34.000 litum og svipað fyrir inréttinguna. Bíllinn er merktur þér á meðan hann er í framleiðslu, og þú færð að fylgjast með þegar þinn bíll verður til. Enda kannski allt í lagi að gera smá kröfur þegar keypt er leikfang fyrir þessa upphæð.
Og þrátt fyrir útlit frá öðrum áratugnum, þá eru þessir bílar engar hestakerrur. Aero 8, sem var upphaflega hannaður 1998 sem kappakstursbíll. En eftir að hafa ekið honum í tvö ár í kappakstri, ákváðu Morgan að setja bílinn í sölu. Margir aðdáendur Morgan fengu létt áfall, enda þótti helgispjöll að hreyfa við útilitinu frá hinum klassíska 4/4.
En þegar Aero 8 var kynntur í Geneva árið 2000, var hreinlega slegist um bílinn, og ársframleiðsla á 300 bílum var seld á nokkrum dögum, þannig að Morgan getur verið óhrætt við framtíðina. Og við erum heldur ekki að tala um neinn kellíngarbíl, þrátt fyrir saklaust útlit eru þetta alvöru sportbílar. Aero 8 er með 4.4 lítra V8 vél frá BMW sem kemur þessum litla bíl í 100 á undir 5 sekúndum og hámarkshraða upp á 260Km.
Ef þú ert heppinn geturðu kannski fengið Plus 4 árgerð 1966 á 20 milljónir, þannig að þessi bíll er örugglega fasteign á hjólum.
Þess ber að geta, að Morgan framleiddi á tímabili hinn sérstaka <a href=”http://smogthis.net/rogers/index.htm">Trike 4</a>, sem var 3hjóla bíll, knúinn af mótorhjólavél.
Kveðjur,
J.