Ég var að rifja upp þessa frétt í umræðum um refsingar og skyld efni. Fyrir þá sem eru með gullfiskaminni, þá var þarna um að ræða mann sem var í kappakstri á Audi TT á stað þar sem fótgangandi vegfarendur eru fjölmennir og hámarkshraði er mjög takmarkaður (40-50?).
Þessi mannvitsbrekka missir stjórn á tryllitækinu og smassar 2 bíla, enda greinilega á góðu stími, og eiginlega ótrúlegt að hann skyldi ekki drepa neinn.
Nú spyr ég, hver verður refsingin? 100.000 í sekt og próflaus í 6 mán, giska ég, en ég vona ekki. Svona menn á að sekta sem duglega, og taka af prófið í 5 ár, því að þar svíður þeim mest. Svo vona ég sannarlega að tryggingarfélag viðkomandi krefjist endurgjalds fyrir Audinn, auk hinna bílanna fyrir svona akstur. Svona fólk á að skikka til að taka strætó næstu árin.
J.