Klassík: Canon T90 Eftir skrif mín um <a href="http://www.hugi.is/ljosmyndun/greinar.php?grein_id=33338“>Olympus OM-1</a> hvöttu margir til að skrifaðar yrðu fleiri greinar um svona klassískar vélar, og nú ætla ég loksins að láta verða að því.
Árið 1986 kom Canon með myndavél á markað sem átti eftir að hafa meiri áhrif á hönnum 35mm SLR (og fleiri gerðir) en nokkur önnur vél fyrr og síðar. Þetta var Canon T90, móðir SLR myndavéla eins og við þekkjum þær í dag. Í staðinn fyrir að snúa tökkum fyrir hverja stillingu, notaði Canon það sem hægt er að kalla ýta+velja, þ.e. þú ýtir á takka og snýrð svo hjóli til að velja stillingu fyrir þann takka.
T90 var hönnuð af þjóðverjanum <a href=”http://www.colani.ch/">Luigi Colani</a>, sem er þekktur fyrir “organíska” hönnun. En þessi vél var ekkert plastleikfang, í Japan var hún kölluð “The Tank” og stóð hún F-1 fyllilega á fæti í hörku.
T90 eiginlega gjald þess að vera ein síðasta vélin frá Canon sem notaði eldra FD linsufestinguna, áður en Canon skipti yfir í EF/EOS kerfið. Canon hafði áður hannað fleiri vélar í T-línunni, T50 1983 og T70 1984. Þessar vélar voru hefðbundnari í útliti og virkni en T90.
Líftími T90 var því aðeins um 10 ár, með því styðsta fyrir topp vél í bransanum, en margt úr T90 sést í EOS kerfinu, sérstaklega EOS-3 og EOS-1 (N,V).
T90 hafði líka margt sem Canon hafði ekki áður gert, eins og TTL flass, átta modes og 4.5fps mótor sem þó þurfti bara 4 AA rafhlöður.
Í fyrstu þótti T90 ekki merkilegur pappír, menn voru íhaldssamir og vildu halda sig við gömlu takkana og hjólin. T90 var samt topp vél, í sama flokki og F-1 og AE-1. Einnig voru dagar handvirks fókusar taldir, því aðeins ári síðar setti Minolta SLR markaðinn á annann endan með Maxxum 7000.
Autofocusbyltingin fékk Canon til að gjörbylta allri SLR línunni og hanna nýtt kerfi frá grunni, sem við þekkjum í dag sem EOS.
J.