Nú spyr ég ykkur spekingana: Hvað þarf ég til að opna netútvarp? Ég er ekki að spyrja um tæknilega hlutann, er með hann á hreinu. Ég vil bara vita um eyðublaðahlutann. Hvaða leyfi þarf ég og við hverja þarf ég að tala. Það sem ég hef fundið:
Lög og reglugerðir sem snerta einkareknar útvarpsstöðvar:<br>
<i>Reglugerð nr. 50 2002 um útvarpsstarfsemi:<br>
Reglugerð þessi tekur ekki til dreifingar útvarpsefnis á netinu.</i><br>
Ok, ekkert til að hafa áhyggjur af þarna.
<i>Lög nr 53 17. maí 2000 - Útvarpslög:<br>
Með útvarpi, hljóðvarpi eða sjónvarpi, er átt við hvers konar útsendingu dagskrárefnis innan íslenskrar lögsögu sem ætluð er almenningi til beinnar móttöku og dreift er með rafsegulöldum</i>. <br>
Hmm… rafsegulöldum, tæknilega er Internetið byggt á rafsegulöldum, ef við köfum nógu djúpt, þó það sé stafrænt.<br>
Þarf ég að sækja um til útvarpsréttarnefndar til að setja í gang eigin netútvarpsstöð? Get ég notað efni sem ég hef borgað fyrir sjálfur? Þarf ég að kaupa sérstaka \“ætlað-fyrir-útvarp-eingöngu\” tónlistardiska?
Þarf ég að greiða til STEF? (Hvernig spyr ég?)<br>
Spurning hvort þessi grein ætti frekar heima á Stjórnmálum?
J.