Skífan, MP3,  afritun á CD og fleira... Það er að bera í bakkafullann lækin að fara að tala um MP3 og þessháttar. Sérstaklega hérna á hugi.is.
Skífan hefur sagt afriturum stríð á hendur, ég hef nú ekki athugað það sjálfur, en hef heyrt að þeir séu farnir að læsa tónlistargeisladiskum. (Eins og það dugi eitthvað). Hefur einhver keypt CD nýlega í Skífunni og prófað að spila í tölvu? Hvað um það, ég held að málið sé að fólk er orðið þreytt á að láta útgefendur tónlistar fara illa með sig (svo ég noti kurteist orðalag). 2.400 fyrir einn CD með kannski 30 mínútum af tónlist, þar af 2-3 góð lög. Þetta er um 80 kall á mínútu. (Ef öll lögin eru góð) Síðan er þetta endurútgefið á einhverju Pottþétt rusli. Ætti ég ekki að fá afslátt ef ég á lagið fyrir á CD? Svo eru þeir hissa að fólk noti öll ráð til að eignast tónlist með öðrum aðferðum. Einn geisladiskur kostar <b>jafn mikið og DVD diskur</b> með mynd og tónlist í dag. Hvernig stendur á þessu? Tökum dæmi:
Mulan CD Soundtrack: 2.399 kr.
Mulan DVD: 2.599 kr.
Ég spyr: Er tónlistin úr myndinni virkilega virði 90% af verðinu? Fór fólk í bíó til að hlusta á öll þessi frábæru Disney lög? Eða leigir fólk myndina svo börnin geti sungið með þessum lögum?
Svar óskast.
Ég hef keypt mér 2 geisladiska síðastliðið ár, ruslið sem er selt á þessu fáránlega verði þarna hjá þessari mafíu er alveg óborganlegt. Getur verið að minnkandi sala á geisladiskum sé vegna okurs á rusli? Er danska einokunarverslunin endurfædd?
Ef þið kaupið CD í skífunni og getið ekki spilað hann í tölvunni, þá skilið honum og segið hann gallaðan, og ekki taka inneignarnótu gilda, heimtið fulla endurgreiðslu.
Með pirringi og kveðjum,
J.