8MP innrásin er hafin. Nú er nýlokið hinni árlegu Photo Marketing Association Annual Show í Las vegas. Eiginlega verð ég að segja að eitt stóð upp úr. Vélar með 8 Megapixela í upplausn, og yfirleitt með öllum mögulegum og ómögulegum fídusum. Sony, Nikon, Canon, Olympus og Minolta voru allir með sínar 8MP súper-vélar. Ég veit eiginlega ekki hvað á að kalla svona græjur, þær eru eiginlega óflokkanlegar.
Allar vélarnar hafa vandaðar linsur (Canon L, Zeiss, ED gler og fleira) með langar (5-7x zoom) og bjartar (f2-2.4) linsur. Allar bjóða upp á eitthvað smá extra, Canon með L gler, sú eina sem þeir framleiða, Minolta með AS (Anti-Shake) hristivörn ofl. En skoðum þetta nánar:
<b>Sony DSC-F828:</b>
Linsa: Carl Zeiss Vario-Sonnar T* 7,1-51mm f2-2.8. (jöfn 28-200mm). T* stendur fyrir sérstaka fjölhúðun, allar betri linsur Zeiss hafa hana.
Myndflaga: Sony RGBE, 3264 x 2448.
Hús: Málmblanda.
<b>Olympus C-8080 Wide Zoom:</b>
Linsa: Olympus ED-High Resolution 7,1-35,6mm f2.4-3.5 (28-140mm) Styðsta linsan af öllum þessum vélum.
Myndflaga: Óþekktur framleiðandi, 3264 x 2448.
Hús: Málmblanda, greinileg áhrif frá Olympus E-1.
<b>Canon PowerShot Pro1:</b>
Linsa: Canon L USM 7,2-50,8mm f2,4-3,5 (28-200mm) Eina myndavélin fyrir utan SLR sem notar L/USM linsu. (AFAIK)
Myndflaga: Canon(?) RGB 3264 x 2448.
Hús: Málmblanda.
<b>Nikon CoolPix 8700:</b>
Linsa: Nikkor ED 8,9-71,2mm f2,8-4.2 (35-280mm)
Myndflaga: Sony(?) 3264 x 2448.
Hús: Málmblanda.
<b>Konica Minolta A2:</b>
Linsa: Minolta GT APO 7,2-50,8mm f2,8-3,5 (28-200mm) (Sama hönnun og Canon notar?)
Myndflaga: Óþekktur framleiðandi, 3264 x 2448.
Hús: Málmblanda.
Innbyggð hristivörn.

Ef ég ætti að velja mér vél, þá myndi ég líklega skella mér á Minolta A2, hristivörnin gerir vélina að virkilega góðum kaupum. Canon Pro1 væri líklega í öðru sæti, ég er ekki alveg að fatta Canon, að setja L linsu á þessa vél og sleppa hristivörninni, þeir settu hristivörn á S1, sem kostar þó helmingi minna. (!)
Helsti veikleiki þessara véla er líklega noise (truflanir), því hver punktur er aðeins um 2.7 µm (1/1000 úr mm) og fær því afar lítið ljós. Ég held persónulega að menn eru að gera aðeins of mikið úr þessum truflunum. Fyrir það fyrsta, þá skoðar enginn 8MP mynd á skjá, það verður alltaf að minnka hana, og í öðru lagi, þá verða truflanirnar næstum ósýnilegar við prentun þegar litirnir blandast saman. (Fer þó eftir myndavélum og prenturum).
Mér sýnist þessar vélar gætu hentað mjög vel sem backup fyrir blaðaljósmyndara. Þær eru litlar og léttar, með öflugum linsum og geta notað sömu flöss og SLR vélarnar.
Kannski þarna sé komin hin nýja kynslóð “rangefinder” vélanna. Geta allt sem stóri bróðir (SLR) getur, en eru samt minni, léttari og meðfærilegri. Þannig að stóra fréttin er kannski ekki 8MP, hedlur einfaldlega þróaðri vélar. Eða hvað haldið þið?
Ég bíð spenntur eftir umsögnum.