Ég var að lesa frekar þunnildalegt en samt ágætis <a href="http://www.visir.is/ifx/?MIval=visir_vidtal“>vi ðtal við Magnús Kjartansson á visir.is</a>.
Þar er spurt:
”Hvað með þá sem nota tóma geisladiska til að geyma tölvugögn?“
Magnús svarar:
”Þegar reglugerð var sett um gjald af tölvudiskum, setti IHM fram þá kröfu að yrði gjaldið lækkað frá því sem heilmild var fyrir í höfundalögum yrði ekki farið út í það að endurgreiða til þeirra aðila sem notuðu diskana til að varðveita önnur gögn, eða notuðu þá í öðrum tilgangi.“
Ok, hvar er þessi krafa sett fram? Ég man aldrei eftir neinu að IHM (Móðurfélag STEF) hafi sett fram svona kröfu af fyrra bragði. Ég man ekki betur en Magnús og aðrir hafi varið gjaldið með kjafti og klóm.
Síðan segir Magnús:
”Hávaði og bægslagangur tölvumanna og netverja varð hugsanlega til þess að málin þróuðust til verri vegar en upp var haldið með í byrjun“
Hávaði og bægslagangur? Ef þetta er ekki dæmi um hroka og fyrirlitningu þá veit ég ekki hvað. Ef einhver er með hávaða og bægslagang þá er það STEF. STEF sem neitar að semja um gjald, heldur bara rukkar skv. e-m ímynduðum taxta sem engin fær að sjá.
Svo hverfa þessi gjöld, og vinsælustu tónlistarmennirnir sjá varla nokkuð.
Einn spyr:
”Hefur þú orðið var við að sala á íslenskri tónlist hafi fari minnkandi í kjölfar tölvutækninnar og dreifingu tónlistar á netinu?Hefur þú orðið var við að sala á íslenskri tónlist hafi fari minnkandi í kjölfar tölvutækninnar og dreifingu tónlistar á netinu?“
Magnús svarar:
”Þessari spurningu er erfitt að svara vegna þess að það vantar upplýsingar um hvernig salan væri ef þessi tækni hefði ekki orðið til“
Þetta er náttúrulega ekkert nema skætingur, hroki (aftur) og útúrsnúingur. Magnús veit mjög vel að sala á geisladiskum hefur slegið öll met, og þá sérstaklega meðal þeirrar kynslóðar sem er mjög vel að sér í net- og tölvumálum.
Síðar segir Magnús í sama svari:
”Það er ekkert eðlilegra en að þeir sem eiga þá vöru sem um er að ræða hér að ofan verji hendur sínar. Það þarf að gera þrátt fyrir að yfir mann sé hellt úr skálum misþroskaðra einstaklinga. Það verður alltaf fyrir hendi. Slíkt fólk ræðst jafnvel á lögregluna, lækna, slökkviliðsmenn og sjúkraflutningafólk, jafnvel á meðan að það þarf á aðstoð þeirra aðila að halda."
HVAÐ ER ÞETTA? Er Magnús að segja að þeir sem eru móti á STEF-skattinum og finnst hann óréttlátur, séu einhverskonar geðsjúkir glæpamenn? Er ekki allt í lagi heima hjá manninum? Ég er bara ekki alveg að sjá hvernig þetta tengist umræðunni yfirhöfuð.
Ég man vel eftir skrifum Dr. Gunna um hvernig honum gekk að rukka fyrir hið geysivinsæla Prumpulag. Þar sem hann fékk einhvern 20-30.000 kall eftir mikið nöldur og nagg.
Skv. lögum þá má ég taka 3 afrit af efni sem ég hef keypt. Af hverju eru geisladiskar ekki bara hækkaðir um 51 krónu, og þessum gjöldum af geisladiskum, tölvum, geislaskrifurm og ég veit ekki hverju bara sleppt? Alveg merkilegt hvernig svona samtök geta komist upp með svona rökleysu, ég hefði ekki fengið mikið fyrir svona í hagfræðiprófi í menntaskóla!
Ég gef skít í STEF og það pakk. Frekar sendi ég tónlistarmanni 100 kall í pósti (Það er það sem talsmaður STEF sagði að tónlistarmaðurinn fær af hverjum disk) en að versla disk aftur á Íslandi. Svona hrokalið getur étið það sem úti frýs.
J.