Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Sælgæti og konfekt (0 álit)

í Matargerð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Fyrir þá sem vilja prófa að gera sælgæti/konfekt sjálfir prófið þessar! Rjómakaramellur 125 g sykur 1½ dl rjómi 15 g smjör 25 g hunang 25 g hakkaðar möndlur Setjið sykurinn, rjómann, smjörið, hunangið og möndlurnar í þykkbotna pott. Hitið blönduna þar til hún er orðið 122°C heit. Takið pottinn af hitanum og látið blönduna kólna örlítið. Hellið síðan í ferkantað form og skerið niður í hæfilega stóra bita. Karamellunum er hægt að pakka inn í sellófan eða dýfa í súkkulaði sem búið er að bræða...

Þrír góðir kjúklingaréttir (0 álit)

í Matargerð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég mæli með þeim öllum, en munið, farið alltaf varlega þegar um kjúkling er að ræða, látið hann snerta sem minnst og eldið hann vel! Hvítlaukskjúklingur fyrir fjóra 1 stór kjúklingur, ca. 1 kg 2-3 msk smjör eða smjörlíki 2 laukar, saxaðir 2 hvítlauksgeirar, saxaðir salt og pipar 1 tsk taragon ½ tsk timjan 1-1½ tsk sinnep ½ dl kryddað edik 1 dl vatn 3 dl rjómi Skolið kjúklinginn í köldu vatni og þerrið. Höggvið í hæfilega stóra bita og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Hitið þykkbotna...

Skjaldbökur (6 álit)

í Gæludýr fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég hef fengið nokkur skilaboð þar sem fólk er að spurja um skjaldbökur, núna er ég með auglýsingu hérna og býst við svörum, en mig langaði aðeins að segja frá því hversu erfitt það er að sjá um skjaldbökur. Mínar eru Red eared sliders, þær verða ekkert svakalega stórar á endanum, en alveg nógu stórar (man ekki töluna). Maður þarf helst að vera með mjög stórt búr, 300 l minnst, með dælu, því ef vatnið verður of skítugt geta bæði þær orðið veikar, sem og aðrir á heimilinu, t.d. salmonellu. Þær...

Five minute mysteries (0 álit)

í Bækur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Five minute mysteries er bók eftir Kenneth J. Weber. Þegar ég sá hana fyrst leyst mér svakalega vel á hana, eitthvað til að dunda sér yfir, svo las ég hana, ekki alveg alla þó, heldur gafst upp vegna fáránleika flestra ráðgátnanna. Í einni þurfti maður t.d. að vita annsi margt um býflugur til að geta leyst gátuna, í annarri vita nákvæma hluti um flugvélamódel og í enn annarri var það veðurfar einhversstaðar í Bandaríkjunum á sérstökum tíma, aðrar gátur voru hinsvegar ágætar, passlega...

Pour Lamour De Marie Salat eða María og Margrét (0 álit)

í Bækur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég rakst á þessa bók fyrir um það bil mánuði á bókasafninu og fyrir forvitni ákvað ég að taka hana. Bókin er byggð á sjö póstkortum sem Regine Deforges höfundur hennar, fann á skransölu. Þessi póstkort sem voru frá árunum 1903 og 1904 voru öll stíluð á Marie Salat og augljóst að verið var að tala um ástarsamband á milli þessarar Marie og annarrar konu, Margaret eða Margo. Úr þessum póstkortum skrifaði hún þessa yndislegu bók, bókin er skrifuð þannig að maður sér ekkert nema bréf milli...

Spegill hugans (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég sest niður til að tjá tilfinningar mínar á blað Allt sem endar á blaðinu eru lýsingar á vonleysi og leiða. Ég kasta því út um gluggan, ég vil skrifa ljóð um eitthvað gott. Ég reyni aftur, lít út um gluggan, sé snjó, ekkert bros, lít í kringum mig, sé drasl, ekkert bros, svo kíkji ég út í horn, bros, ég sé þær, ég brosi alltaf þegar ég sé þær, svamlandi um í búrinu sínu. Ég ákveð að reyna aftur, en allt kemur fyrir ekki, það tekst ekki. Ég stend upp á ákveð að mála, ég mála kóngulær og...

Gönguljós á Miklubraut (11 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég var eins og oft áður að keyra upp Miklubrautina fyrir stuttu síðan. Þegar ég var að koma að tónabæ urðu gönguljósin þar á móti rauð, ekkert að því, ein manneskja fór yfir ljósin og ég ætlaði bara að bíða eins og venjulega þangað til ljósin yrðu gul/græn… Svo beið ég og beið, sem og allt fullt að öðru fólk í bílum sem bæði voru að fara upp og niður Miklubrautina. EEftir MJÖG langan tíma við að bíða eftir að ljósin urðu græn, voru flestir augljóslega orðnir mjög pirraðir á biðinni og fólk...

I (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
I am only I I can not be any one else For I am I I was born like this This is me Accept me as I am Do not try to change me You can not If I want to I will I am a person As good as anybody else No two persons are alike Accept that Accept that people can be white, black, gay, straight No two are alike Fat, thin, what does it matter You can be you I will not change that Let me be me For I am I I

Umferðin á Íslandi (15 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég vil nú bara byrja á að segja að ég er alls enginn engill, ég hef brotið umferðarlög, bæði viljandi og óviljandi. Eins og við kannski vitum, þá eru Íslendingar alveg hræðilegir þegar kemur að umferð, fæstir virðast muna hvað stefnuljós eru, hvernig á að nota beygju afrein, eða bara það að maður stoppar þegar ljósið er gult/rautt!! Í hvert einasta skipti þegar ég fer út, þá sér ég að minnsta kosti hundrað umferðarlagar brot, of hraðan akstur, ekkert stefnuljós, akreinasvig, hvað sem er. Er...

Gæludýr (3 álit)

í Gæludýr fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég er mjög ósammála því að gæludýr séu yfirflokkur yfir ketti og hunda af því að þá minnkar tíminn fyrir hluti sem maður sendir þangað inn. Mér findist að í staðinn mætti vera annar yfirflokkur. Ég kem hérna inn svona einu sinni á dag og í hvert einasta skipti er mynd af köttum á Gæludýr. Þó að ég rembist við að senda inn myndir af öðrum dýrum þá staldra þær ekki lengur við en nokkrar mínútur. Svo vil ég fá að vita hver admin er hér.

Gerður Kristný (0 álit)

í Bækur fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Fyrir nokkrum vikum las ég Eitruð epli eftir hana Gerði þá heillaðist ég svoleiðis af þeirri bók, sögurnar hennar eru stuttar og grípandi, ég ákvað að skrifa smá um hana og ég vonast til þess að ég geti fengið fleira fólk til að lesa sögurnar hennar því þær eru magnaðar! Gerður Kristný fæddist þann 10. júni árið 1970. Hún lauk B.A.- prófi í frönsku með almenna bókmenntafræði sem aukafag frá Háskóla Íslands í febrúar 1992. Lokaritgerðin hennar fjallaði um Fegurðina í Les fleurs du mal eftir...

Að vinna við ljósmyndun á Íslandi (3 álit)

í Ljósmyndun fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég hef ferlegan áhuga á ljósmyndun, en er blönk og á ekki góða vél. En svo var ég að spá, maður lærir ljósmyndun, þá þarf að að berjast við aðra ljósmyndara um þessar fáu stöður á blöðum og tímaritum, eða ef maður er það flinkur þá getur maður kannski gefið út ljósmyndabækur. Er eitthvað annað í boði? Svo var ég að spá hvort það væri einhver hérna til í að sitja fyrir hjá mér, frítt, og þá er ég ekki að tala um klám. :) Ég er svakalega ánægð með þessa stækkun! Go hugi.is!!

Þjófur! (23 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Um tvöleytið áðan fékk ég upphringingu frá lögreglunni. Þeir sögðu mér að brotist hefði verið inn í bílinn minn. Ég bölvaði og kíkti út um gluggan, þar var hann á bílastæðinu með mölvaða rúðu og búið að taka geislaspilarann úr. Þessi geislaspilari kostaði nú ekki nema 13.000 þannig að ég var ekkert að gera alltof mikið mál úr því, það sem verra er að nú þarf ég að vera rúðulaus fram á mánudag eða þriðjudag, og svo kostar heilan helling að setja nýja rúðu í. Löggan kom og tók skýrslu og fór...

Eldamennskan (10 álit)

í Matargerð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Jæja, þetta er flott, loksins búið að laga þetta! Nú getum við farið að tjá okkur um eldamennskuna okkar og fengið ráð! Ég var að spá í hvort einhver hérna kann að brúna kartöflur!? Ég hef margoft reynt en annað hvort brennur það eða þá að það verður bara að karamellu (sem er nú ekki svo slæmt í sjálfu sér). En ég ætla að láta fljóta með eina af mínum glæsilega þægilega, auðvelda og tekur 3 mín. uppskriftum! Hráefni: (2-3 manneskjur) 500gr. nautahakk 1 dós Hunt's Ready Tomato Sauce (til tvær...

Annað rán (11 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Muniði eftir konunni sem var rænt í hér í Reykjavík? Hvað ætli það séu liðnir margir dagar? Vika? Tvær? En hérna var að minnsta kosti betur tekið á málinu hjá lögreglu! Eyjólfi Magnússyni, kennara í Kópavogi, var rænt á Akureyri í fyrri viku þar sem hann hugðist taka sér far með leigubíl síðla kvölds fyrir utan Kaffi Akureyri. Eyjólfur dvaldi þá í sumarhúsi í Kjarnaskógi ásamt dóttur sinni og börnum hennar og þangað var förinni heitið: “Ég hélt að þetta væri leigubíll en svo reyndist ekki...

Vill deyja strax... (3 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Aileen Wuornos, einn fyrsti kvenkyns raðmorðingi í Bandaríkjunum, kom fyrir rétt á Flórída í dag og játaði sig seka. “Það er enginn tilgangur í að halda mér á lífi,” sagði Aileen, “ég er fjöldamorðingi og ég myndi drepa aftur.” Aileen vill segja upp verjendum sínum og biður um að aftöku sinni verði flýtt. Hún segist vilja koma hreint fram og sættast við guð sinn. Aileen, sem er 45 ára, hefur verið dæmd til dauða fyrir að myrða miðaldra menn á árunum 1989-1990, þegar hún vann sem vændiskona á...

To Shanshu in LA (5 álit)

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Jæja, ég var að enda að horfa á fyrstu seríu Angel á spólum og dauðlangar að horfa á númer tvö. Ég var mjög ánægð með þessa þætti, þeir eru spennandi, fyndnir og almennt bara mjög skemmtilegir. En hvað nú? Hvar get ég séð seríu tvö? Er einhver vídeóleiga í bænum sem er með hana? Vill einhver lána mér? Ég ætlaði að segja meira. En því hefur bara verið stolið úr heilanum á mér og verð þessvegna bara að segja það seinna! En A.M.K. þá er Angel frábær þáttur og mig vantar seríu tvö!

Börn sem er hvorki stelpur eða strákar (20 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Á hverju ári fæðast um 160.000 börn sem hafa ekkert kyn, þetta kallast “Ambiguous genitalia”. Ég ákvað að leita að efni um þetta og upplýsa fólk en fann því miður engar upplýsingar á íslensku og ég vildi ekki vera að þýða þetta því þá breytist oft svo mikið. En hér er grein um þetta: Considerations The genetic sex of a child is determined at conception. The egg cell (ovum) contains a chromosome called the X chromosome. Sperm cells contain either an X chromosome or one called the Y...

Er tölva karlkyns eða kvenkyns? (5 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Í Frakklandi þurftu menn að ákveða hvers kyns tölvur eru og voru því settir á fót vinnuhópar til að færa rök fyrir því af hvoru kyninu tölvan væri. Þetta eru niðurstöður vinnuhópanna (en ákvörðun um kyn hefur enn ekki verið tekin): Tölvan er karlkyns af því að: * Til þess að ná athyglinni þarf að kveikja á honum. * Hann er fullur af upplýsingum, en hefur ekkert hugmyndaflug. * Hann á að vera til hjálpar, en er helminginn af tímanum til vandræða. * Um leið og maður hefur náð sér í einn kemst...

Rómantík eða fáránleiki? (16 álit)

í Rómantík fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Bandarískt par hyggst nú ganga í hjónaband í djúpi Atlantshafs við flakið af farþegaskipinu Titanic. Hjónaleysin, þau David Leibowitz og Kimberly Miller, ráðgera að ferðast að flakinu með kafbát síðar í þessum mánuði og láta gefa sig saman þar. Athöfnin mun fara þannig fram að skipstjóri skipsins sem flytur parið á staðinn mun gefa þau saman í gegnum talstöð sem tengja mun kafbátinn við yfirborðið. Brúðkaupið verður hluti af leiðangri breska fyrirtækisins SubSea Explorer, en það voru...

Maurice de Bevere látinn (7 álit)

í Myndasögur fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Maurice de Bevere, skapari kúrekans Lukku-Láka, er látinn, 77 ára að aldri. Lukku-Láki varð til árið 1946 í 20 blaðsíðna myndasögu í teiknimyndasögublaðinu Spirou. Láki sló í gegn í heimalandi sínu Frakklandi, þar sem teiknimyndapersónurnar Tinni og Ástríkur eiga einnig rætur. Hugsanlegt er að skjótar vinsældir megi að einhverju leyti rekja til þess að Rene Gosciny, skapari Ástríks, var handritshöfundur fyrstu sagnanna um Láka. Myndasögurnar 87 um kúrekann sem er skjótari en skugginn að...

Geimverur sækja jarðvegssýni (14 álit)

í Geimvísindi fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Rússneskir embættismenn segja að undarlegir hringir, sem mynduðust á kornakri í afskekktu landbúnaðarhéraði í suðurhluta Rússlands, sýni að geimverur hafi komið til jarðar til að taka sýni úr jarðveginum. Fréttastofan Itar-Tass sagði að fimm samliggjandi hringir hefðu myndast á hveitiakri í Krasnodar-héraði. Svipaðir hringir hefðu einnig birst fyrir fjórum árum. “Embættismenn í almannavarnanefnd héraðsins segja að þetta bendi til þess að geimverur hafi komið aftur til jarðar til að sækja...

Passaðu þig hvað þú skírir köttinn þinn! (6 álit)

í Kettir fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Á heimasíðu Hvíta hússins eru kynntir fjölskyldumeðlimir Bush fjölskyldunnar, þar á meðal ,að sjálfsögðu, kötturinn þeirra “India”. Nú hefur hópur indverskra þjóðernissinna mótmælt nafni kattarins og segja það móðgandi við Indland og krefjast þess að nafn hans verði fjarlægt að heimasíðu Hvíta Hússins, ekki er þess þó krafist að nafni kattarins verði breytt. Afhenti hópurinn sendiráði Bandaríkjanna í Indlandi bréf um mál þetta sem átti að koma áleiðis til Hvíta hússins og nú er bara að bíða...

Vatnsfælinn köttur! (9 álit)

í Kettir fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Fullorðinn maður í Kanada mun vera að ná sér eftir grimmdarlega árás frá gæludýrinu sínu, en árásin varð til þess að kallaðir voru á vettvang fjórir lögreglubílar, tveir sjúkrabílar og dýraeftirlitsmaður! Fréttastofa Reuters hefur eftir kanadíska dagblaðinu The National Post að Gerard Daigle, 80 ára, hafi misst hálfan lítra af blóði og þurft að láta sauma sig saman eftir að kötturinn hans Touti, sem þýðir örsmár, réðist á hann í ofboði eftir að Daigle, sem var að aðstoða páfagaukinn sinn í...

Lág- og listflug (7 álit)

í Flug fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Flugdagur Flugskóla Íslands stóð yfir á Reykjavíkurflugvelli í dag og segir Stefán Magnússon flugkennari hátt í 1.000 manns hafi komið á kynninguna. Sýnt var listflug og lágflug auk þess sem fólki gafst kostur á að kaupa sér miða í útsýnisflug. Þá var gestum boðið upp á grillaðar pylsur og gos. Flugfélögin sáu um lágflugið. Þá sýndu Björn Thoroddsen, Arngrímur Jóhannsson, Magnús Norðdal og fleiri listflug. Svifflugfélag Íslands sýndi svifflugvél og þá var einnig framlag frá Þyrluþjónustunni....
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok