Um tvöleytið áðan fékk ég upphringingu frá lögreglunni. Þeir sögðu mér að brotist hefði verið inn í bílinn minn. Ég bölvaði og kíkti út um gluggan, þar var hann á bílastæðinu með mölvaða rúðu og búið að taka geislaspilarann úr. Þessi geislaspilari kostaði nú ekki nema 13.000 þannig að ég var ekkert að gera alltof mikið mál úr því, það sem verra er að nú þarf ég að vera rúðulaus fram á mánudag eða þriðjudag, og svo kostar heilan helling að setja nýja rúðu í. Löggan kom og tók skýrslu og fór svo sína leið. Þá þurfti ég að eyða löngum tíma í að ná glerbrotum úr bílnum og slíkt. Mér finnst alveg hreint óþolandi að maður geti ekki haft geislaspilara í bílnum sínum án þess að hafa þetta hangandi yfir höfðinu á sér!
Hættið að stela (sem eru að því) og ekki kaupa græjur sem vantar bæklinga með og slíkt, ef það er engin eftirspurn þá minnkar þetta strax.
Just ask yourself: WWCD!