Maurice de Bevere látinn Maurice de Bevere, skapari kúrekans Lukku-Láka, er látinn, 77 ára að aldri.
Lukku-Láki varð til árið 1946 í 20 blaðsíðna myndasögu í teiknimyndasögublaðinu Spirou. Láki sló í gegn í heimalandi sínu Frakklandi, þar sem teiknimyndapersónurnar Tinni og Ástríkur eiga einnig rætur.
Hugsanlegt er að skjótar vinsældir megi að einhverju leyti rekja til þess að Rene Gosciny, skapari Ástríks, var handritshöfundur fyrstu sagnanna um Láka.
Myndasögurnar 87 um kúrekann sem er skjótari en skugginn að skjóta hafa verið gefnar út á 30 tungumálum og hafa selst í yfir 300 milljónum eintaka á heimsvísu.
Sögurnar gerast í Arizona í Bandaríkjunum árið 1880. Þær segja frá afrekum Lukku-Láka og klársins hans, Léttfeta. Þeir félagar eru iðnir við að góma Dalton-bræðurna við vafasama iðju þeirra og koma þeim bak við lás og slá.
Láki hefur hitt fyrir margar af þekktustu sögupersónum villta-vestursins, þar á meðal Billy the Kid, Jesse James og Calamity Jane.
De Bevere var fæddur 1. desember árið 1923 í Courtrai í Frakklandi. Hann tók sín fyrstu spor hjá belgísku teiknimyndafyrirtæki, þá tuttugu ára að aldri. Að seinni heimsstyrjöldinni lokinni gekk hann til liðs við myndasögublaðið Spirou þar sem Lukku-Láki leit dagsins ljós.
Mikill missir þar.
Just ask yourself: WWCD!