Vill deyja strax... Aileen Wuornos, einn fyrsti kvenkyns raðmorðingi í Bandaríkjunum, kom fyrir rétt á Flórída í dag og játaði sig seka. “Það er enginn tilgangur í að halda mér á lífi,” sagði Aileen, “ég er fjöldamorðingi og ég myndi drepa aftur.”
Aileen vill segja upp verjendum sínum og biður um að aftöku sinni verði flýtt. Hún segist vilja koma hreint fram og sættast við guð sinn.
Aileen, sem er 45 ára, hefur verið dæmd til dauða fyrir að myrða miðaldra menn á árunum 1989-1990, þegar hún vann sem vændiskona á þjóðvegum Flórída. Hún hefur dvalið á dauðagangi fangelsisins í bráðum áratug, en hefur hingað til haldið því fram að hún hafi drepið mennina í nauðvörn. Í dag breytti hún hins vegar framburði sínum og sagði morðin af fyrstu gráðu.
Aileen bað aðstandendur fórnarlambanna fyrirgefningar og sagði ekkert vit í að sóa skattpeningum í vörn í málinu. Lífið væri sér einskis virði hvort eð væri. Einn verjendanna, Richard Kiley, sagði Aileen ekki sjálfrátt og hegðun hennar vekja upp spurningar um hvort hún væri heil á geði.
Útaf þessu er mjög líklegt að greyið konun verði dæmd geðveik og ekki drepin, hvort sem það sé hennar ætlunarverk eða hún vilji bara deyja.
Just ask yourself: WWCD!