Ég mæli með þeim öllum, en munið, farið alltaf varlega þegar um kjúkling er að ræða, látið hann snerta sem minnst og eldið hann vel!

Hvítlaukskjúklingur fyrir fjóra

1 stór kjúklingur, ca. 1 kg
2-3 msk smjör eða smjörlíki
2 laukar, saxaðir
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
salt og pipar
1 tsk taragon
½ tsk timjan
1-1½ tsk sinnep
½ dl kryddað edik
1 dl vatn
3 dl rjómi
Skolið kjúklinginn í köldu vatni og þerrið. Höggvið í hæfilega stóra bita og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Hitið þykkbotna pönnu og bræðið smjörið. Brúnið kjúklingabitana vel á öllum hliðum. Bætið lauknum og hvítlauknum á pönnuna og kraumið með örlitla stund. Bætið þá timjaninu og taragoninu saman við ásamt sinnepinu, edikinu, vatninu og rjómanum. Setjið lok á pönnuna og sjóðið við vægan hita í u.þ.b. 15 mín. Takið þá lokið af og veiðið kjúklinginn upp úr og haldið heitum. Sigtið sósuna og sjóðið þar til hún fer að þykkna. Bragðbætið ef þurfa þykir, bætið kjötbitunum aftur út í og látið suðuna koma upp. Berið fram með soðnum hrísgrjónum og brauði.


Kreólakjúklingur fyrir fjóra

1 kjúklingur, u.þ.b. 1 kg
6-7 beikonsneiðar
1 dl hveiti
½ dl ólífuolía
1 stór laukur, saxaður
1 hvítlauksgeiri, saxaður
2-3 sellerístilkar
1 græn paprika í ræmum
400 g niðursoðnir tómatar
2 tsk timjan
1 tsk salt
½ tsk svartur piparcayennapipar á hnífsoddi
1 lárviðarlauf
safinn úr ½ sítrónu
Hlutið kjúklinginn niður í átta hluta, þvoið og þerrið. Steikið beikonsneiðarnar brúnar og stökkar í stórum potti. Leggið þær á eldhúspappír til þerris. Veltið kjúklingabitunum upp úr hveitinu og setjið í pottinn. Veltið þeim upp úr beikonfeitinni og steikið gulbrúna á öllum hliðum. Fjarlægið bitana úr pottinum. Hellið ólífuolíunni í pottinn og bætið lauknum og hvítlauknum í hann og síðan paprikunni og selleríinu í bitum. Látið þetta krauma í 3 mín. En þá er dósatómötunum bætt í pottinn ásamt kryddinu. Látið suðuna koma upp, minnkið hitann og leggið kjúklingabitana ofan á grænmetið. Setjið lok á pottinn og látið krauma í 30 mín. bætið vatni í pottinn ef með þarf. Áður en rétturinn er borinn fram er sítrónusafanum dreift yfir ásamt muldum beikonsneiðum. Berið fram með soðnum hrísgrjónum og brauði.


Hunangs- og sinnepshjúpaðir kjúklingavængir
10 vængir, skornir í bita
2 msk hunang
2 msk dijon sinnep
2 msk soya sósa
2 msk sítrónusafi
4 msk olíasalt og pipar
Blandið öllu, sem á að fara í hjúpinn, vel saman í skál. Setjið vængbitana í skálina og marínerið yfir nótt í kæli. Bakið síðan á grind í ofni við 180°c í 30-35 mín. Berið fram ýmist heitt eða kalt.
Just ask yourself: WWCD!