Eldamennskan Jæja, þetta er flott, loksins búið að laga þetta!
Nú getum við farið að tjá okkur um eldamennskuna okkar og fengið ráð!
Ég var að spá í hvort einhver hérna kann að brúna kartöflur!? Ég hef margoft reynt en annað hvort brennur það eða þá að það verður bara að karamellu (sem er nú ekki svo slæmt í sjálfu sér).
En ég ætla að láta fljóta með eina af mínum glæsilega þægilega, auðvelda og tekur 3 mín. uppskriftum!

Hráefni: (2-3 manneskjur)
500gr. nautahakk
1 dós Hunt's Ready Tomato Sauce (til tvær bragðtegundir)
Pasta, t.d. spaghetti, farfalle.

Aðferð:
(Ef hvítlauksbrauð með, þá setja það inn í ofn.)
Settu pastað í pott.
Brúnaðu svo hakkið (um.þ.b. 5 mín.)
Helltu sósunni yfir og láttu malla.
Það stendur tímasetning á öllum þessum vörum þannig að maður fer bara eftir því og reynir að miða af því að allt verði tilbúið á svipuðum tíma!
Gjöriði svo vel!
Just ask yourself: WWCD!