Umferðin á Íslandi Ég vil nú bara byrja á að segja að ég er alls enginn engill, ég hef brotið umferðarlög, bæði viljandi og óviljandi.
Eins og við kannski vitum, þá eru Íslendingar alveg hræðilegir þegar kemur að umferð, fæstir virðast muna hvað stefnuljós eru, hvernig á að nota beygju afrein, eða bara það að maður stoppar þegar ljósið er gult/rautt!!
Í hvert einasta skipti þegar ég fer út, þá sér ég að minnsta kosti hundrað umferðarlagar brot, of hraðan akstur, ekkert stefnuljós, akreinasvig, hvað sem er.
Er fólki alveg sama, gerir það sér virkilega ekki grein fyrir því að þetta getur verið hættulegt? Langar flestum kannski bara að drepast í umferðinni? Það mætti halda það, eða er þetta kannski löngun í sekt, eða leti, er svona erfitt að setja stefnuljósin á?
Það hlýtur að vera…
Ég vildi að fólk áttaði sig á því að vegurinn er stórhættulegur, og hvað sem við getum gert til að koma í veg fyrir slys, eigum við að gera!! Ekkert nöldur um að það komi ykkur ekkert við, það sé asnalegt að gefa stefnuljós eða eitthvað! Verum vakandi í umferðinni eða tökum ands. strætó! (Þó þeir séu nú ekki sem bestir sjálfir)
Just ask yourself: WWCD!