Ég var eins og oft áður að keyra upp Miklubrautina fyrir stuttu síðan. Þegar ég var að koma að tónabæ urðu gönguljósin þar á móti rauð, ekkert að því, ein manneskja fór yfir ljósin og ég ætlaði bara að bíða eins og venjulega þangað til ljósin yrðu gul/græn…
Svo beið ég og beið, sem og allt fullt að öðru fólk í bílum sem bæði voru að fara upp og niður Miklubrautina.
EEftir MJÖG langan tíma við að bíða eftir að ljósin urðu græn, voru flestir augljóslega orðnir mjög pirraðir á biðinni og fólk fór að flauta, nokkrir fóru bara yfir, aðrir biðu, ég ákvað að bíða, eða að minnsta kosti hélt ég að ég mundi gera það, en eftir ennþá meiri tíma fór ég bara yfir, en akkurat þá urðu ljósin loksins gul.
Ég varð svosem ekkert svaka hissa, en það var röð að bílum alveg upp að mótum Kringlumýrarbrautar/Miklubrautar útaf þessum ljósum.
Ég er viss um að þessi ljós séu rauð í að minnsta kosti fimm mínútur, eins og sé búist við því að hjörð af smákrökkum eða farlama gamalmönnum séu að labba yfir. Þessi ljós verða ekki eins og flest önnur gulblikkandi, sjálfsagt vegna þess að mjög fáir virða það að maður á að stoppa þegar það er gulblikkandi og manneskja að labba yfir.
Ég var nú bara að spá hvort fólk gæti ekki farið að fara að lögum og bíða við gulblikkandi ljós svo ekki sé nauðsynlegt að hafa þessi fjandans ljós svona lengi rauð!!
Just ask yourself: WWCD!