Ég rakst á þessa bók fyrir um það bil mánuði á bókasafninu og fyrir forvitni ákvað ég að taka hana.
Bókin er byggð á sjö póstkortum sem Regine Deforges höfundur hennar, fann á skransölu. Þessi póstkort sem voru frá árunum 1903 og 1904 voru öll stíluð á Marie Salat og augljóst að verið var að tala um ástarsamband á milli þessarar Marie og annarrar konu, Margaret eða Margo. Úr þessum póstkortum skrifaði hún þessa yndislegu bók, bókin er skrifuð þannig að maður sér ekkert nema bréf milli þessarra tveggja kvenna, þar sem þær tala um samband sitt og hvað þeim langi til að vera saman án fordóma, en báðar áttu þær eiginmenn og á þessum tíma var samkynhneigð sko aldeilis ekki viðurkennd. Þessi bók er yndisleg, því miður virðast örfáir kannast við hana en ég vona að það breytist núna! Enda á hún það sko skilið!
Just ask yourself: WWCD!