Ég sest niður til að tjá tilfinningar mínar á blað
Allt sem endar á blaðinu eru lýsingar á vonleysi og leiða.
Ég kasta því út um gluggan, ég vil skrifa ljóð um eitthvað gott.
Ég reyni aftur, lít út um gluggan, sé snjó, ekkert bros, lít í kringum mig, sé drasl, ekkert bros, svo kíkji ég út í horn, bros, ég sé þær, ég brosi alltaf þegar ég sé þær, svamlandi um í búrinu sínu.
Ég ákveð að reyna aftur, en allt kemur fyrir ekki, það tekst ekki.

Ég stend upp á ákveð að mála, ég mála kóngulær og nótt.
Allt sem ég geri speglar hugann minn, spilltan og svartan,
Ég vildi að ég gæti málað hugann minn, með blómum og skjaldbökum.
Ég vildi að ég gæti þvegið allar slæmar hugsanir og hugsað einungis um góða, bjarta og fallega hluti.
Just ask yourself: WWCD!