Ég hef fengið nokkur skilaboð þar sem fólk er að spurja um skjaldbökur, núna er ég með auglýsingu hérna og býst við svörum, en mig langaði aðeins að segja frá því hversu erfitt það er að sjá um skjaldbökur.
Mínar eru Red eared sliders, þær verða ekkert svakalega stórar á endanum, en alveg nógu stórar (man ekki töluna).
Maður þarf helst að vera með mjög stórt búr, 300 l minnst, með dælu, því ef vatnið verður of skítugt geta bæði þær orðið veikar, sem og aðrir á heimilinu, t.d. salmonellu. Þær þurfa sólbaðsaðstöðu, pall eða tré sem stendur upp úr vatninu svo þær geti þornað, þær þurfa líka annan pall sem er ofan í vatninu en þær geti samt teygt höfuðið upp á yfirborðið, svo þær þurfi ekki alltaf að vera á sundi, þær þurfa “sól” helst innrautt ljós, útfjólublátt og líka venjulega kastaraperu, inn og út þurfa ekki að vera nema smá tíma á dag. Þegar þær eru litlar þurfa þær að fá að borða einu sinni á dag, best er að gera það ekki í búrinu því það gerir of mikinn skít. þegar þær eru eldri þarf að gefa þeim þriðja hvern dag. (þær verða að borða í vatni) Maturinn þeirra er dýr, mjög dýr, í dýrabúðum er hægt að fá þurran mat (endist tvo mánuði) á 1800 og aðra tegund á 2500. Það þarf alltaf að vera eitthvað yfir búrina þar sem skjaldbökur eru mjög næmar gegn kulda og gegnumtrekki. Einnig þarf náttúrulega að vera hitari í búrin til að bökurnar krókni ekki, hugsið um þetta áður en þið hugsið um að fá ykkur skjaldböku.
Skjaldbökur lifa í allt að 60 ár, þetta er lífstíðar skuldbinding.
Just ask yourself: WWCD!