Hérna á Íslandi geta samkynhneigðir ekki heldur gengið í hjónaband, en þeir geta fengið svokallaða “staðfesta samvist” sem veitir þeim nokkurn veginn öll sömu réttindi og gagnkynhneigðu fólki, nema kannski eins og hvað varðar ættleiðingar barna og álíka. Persónulega finnst mér það fín lausn, a.m.k. á meðan samfélagið er ekki enn búið að sætta sig við tilhugsunina um að börn séu alin upp af samkynhneigðum. Ég er samt ekki á móti því, get ekki ímyndað mér að það sé neitt verra en hitt, þó ég...