Jæja ég byrjaði með strák fyrir sex árum(er 25ára) og allt gekk mjög vel.
Við erum alltaf bestu vinir,getur trúað hvor öðru fyrir öllu.
En þó er nú eitt vandarmál….

Það byrjaði fyrir 1 og hálfu ári, ég varð mjög þunglynd og hann flutti inn til mín alveg(ekkert svona hálfkák) til að styðja mig.
Svo byrjaði ég að þyngjast,hann varaði mig að hann myndi sko ekki vera með feitri stelpu! ég náði að grenna mig en það var þó erfitt því ég var að einblína mér að losna úr þunglyndinu og var í stífum meðferðum þ.á.m á lyfjum sem þyngdu mig.
Svo sökk ég virkilega djúpt og fitnaði um tæp 20 kíló og þá fór hann.
Hann sagði að ég myndi fá hann aftur þegar ég væri orðin grönn! Jæja ég sá hann ekkert því hann fór heim til mömmu sinnar til Akureyrar.
Eftir 3 mánuði fæ ég sms…“ertu orðin grönn”? ég bara mátti ekki við þessu halda og bara vildi fá hann aftur og ég lofaði öllu fögru (þetta var rétt fyrir jólin). Hann kom aftur og var rosa góður við mig.
Nema hvað að hann neitar að hafa samfarir við mig og segir að ég sé ógeðsleg og hann geri ekkert fyrr enn ég grennist….
Ég þarfnast hans svo líkamlega til að losa spennu og bara finna ást.
Sjálfsálitið mitt er í molum. Ég skil hann eiginlega að vilja mig ekki kynferðislega þegar ég lít svona út en skiptir hugurinn minn engu máli, ég myndi vilja hann kynferðislega þótt hann myndi fitna um 50 kg bara því ég elska hann! Er ég bara eins dæmi með það?

Ég ætla auðvita að grenna mig og er að passa mataræðið en þetta þunglyndi er að aftra mér mjög. En ég er að gera mitt besta!

Á ég að láta mig hafa þetta? Ég veit ég verð grönn aftur en þá þarf ég alltaf að hafa áhyggjur um að ef ég myndi lenda í slysi eða fitna þá væri hann bara rokinn í burt.

Er 6 ára samband þess virði að yfirgefa makann sinn út af útliti?

Er líkaminn meira virði en sálin?

plís enginn skítaköst.