Ég beið þín langa, dimma daga,
daufum yljaði vonarneista,
sorg og ótti vildu saga
sundir þráðinn, fá gátu leysta.
Viltu mig eða viltu mig ekki,
vonarlítil spyr ég þig,
ástarálögum ég þá hnekki
ef ekki viltu eiga mig.
Sé svarið annað þá mér segðu
og sýndu í verki vilja þinn.
Komdu hingað og hjá mér legðu
hjarta við hjarta og sláttinn finn.
Vilt' ekki sjá hvort við hljómum saman,
sénsinn taka á hjartasorg?
Annars fáum við aldrei að finna
hvort falli eða standi sú spilaborg.
Er lífs míns elska nú loksins fundin
eða liggur mín leið enn um einmana göng?
Dagana styttir og líður skjótt stundin,
syngur brátt von mín sinn síðasta söng.
Svarið mér gefðu og óttastu eigi
skilið ég á að fá vissuna þá.
Þiggirðu ást mína sannast ég segi
sjá alltaf mun ég þér vera hjá.