Algent nöldur - hvað mér finnst..... Ég er búin að vera koma hérna inn á þessa síðu í nokkurn tíma, og hef orðið vör við svolítið mikið nöldur, og var að lesa greinina “orðin þreytt á þessu væli” sem ég var frekar sammála. En hér ætla ég að telja upp nokkur nöldur-topic og svör mín við þeim.

“Danska er leiðinleg og ég vil læra sænsku/norsku í staðinn”

Ok þetta er svona týpískt sem fólk nöldrar yfir bara til að nöldra yfir einhverju. Ef þið skiljið orðtakið “maður vill alltaf það sem maður getur ekki fengið” þá skýrir það skoðun mína á þessu vel. Ef við myndum læra sænsku þá væru flestir að væla yfir að þeir myndu vilja læra dönsku og myndu eflaust styðja það með að við vorum undir stjórn Dana í nokkurn langan tíma. Auðvitað er danska ekkert skemmtileg, og hún verður enn leiðinlegri ef fólk er með eitthvað svona viðhorf til hennar. Það er nauðsynlegt að kunna eitthvað norðurlandamál, ef þú ætlar í frekari framhaldsnám, og þar sem það er mjög ódýrt fyrir Íslendinga að læra á Norðulöndunum heldur en í Bandaríkjunum eða Englandi, þá er bara mjög sjálfsagt að læra málið. Nú gæti einhver sagt; ég ætla ekki í háskóla eða eitthvað, þá bara æjæj, en leyfið hinum að læra í friði en munið að mennt er máttur.

“Smíðar eiga að vera fyrir stráka og saumar fyrir stelpur. Eða nei annars, þetta er allt saman leiðinlegt.”

Ok, lifiði ennþá á 18. öldinni. Nú er til svolítið sem heitir jafnrétti kynjanna, s.s. bæði kyn eiga að hafa jafnan rétt til náms. Svo strákar læriði bara að sauma, þið gætuð þurft að stoppa í sokkana ykkar eða föt, haldiði virkilega að á 21. öldinni að einhver stelpa myndi bjóðast til þess? Og stelpur, þið eigið að heita sjálfstæðar verur, viljiði virkilega þurfa að reiða ykkur á karlmenn þegar þarf að festa lista eða laga brotin stól. Jú ok kannski finnst ykkur þetta hundleiðinlegt, en þetta eykur bara greind, nákvæmisvinna, saga og sauma, þetta er best fyrir ykkur sjálf.

“Stærðfræði er svo tilgangslaus”

Ég hef nú sagt þetta þegar ég er að deyja úr leiðindum á stærðfræði. Við eigum eflaust aldrei eftir að nota vigra eða hornasummu þríhyrnings í okkar daglega lífi, en þetta æfir svolítið sem heitir rökhugsun, sem er mikilvæg. Ef ykkur finnst hún virkilega erfið þá bara fariði á mála- eða félagsbraut í menntaskóla, en lítið hægt að breyta henni í grunnskóla.

“Kennarinn er alltaf svo fúll ef ég tala í tíma”

NÚ ER ÞAÐ? afhverju skildi það vera. kannski því það truflar tímann. hmmm…..

Þetta er það helsta sem mér dettur í hug í augnablikinu, en auðvitað er fullt fleira sem fólk nöldrar yfir. Krakkar mínir þegar þið eruð búin með tíunda bekk getiði þið valið ykkur skóla og braut eftir því hverju þið eruð góð í finnst skemmtilegt. Þið getið meira að segja bara hætt. En í grunnskóla skulið þið bara gera ykkar besta og svo ef það dugir ekki til að komast í þann skóla sem þið viljið, þá verður bara að hafa það. En í guðanna bænum hættið að vera svona rosalega óánægð með allt. Takið lífinu bara létt eða réttar sagt skólanum. Væri ekki annars miklu betra að vera að vinna verkamannavinnu úti í kuldanum, einhverjum finnst það kannski meira heillandi en danska…..