Grein hérna á Huga vakti mig til umhugsunar um afhverju sum áhugamál þykja flottari en önnur og jafnvel fordómar fólks á ákveðna hópa.

Til dæmis má nefna áhugafólk um tölvur, spil, skák, bókmenntir og listir en þetta fólk er oft kallað orðinu ‘nördar’.

Margir vilja meina að þetta tengist því að það sé engin hreyfing innifalin í þessum áhugamálum, því sé þetta óholt og þar eftir götunum.

Svo eru hinsvegar annarskonar áhugamál eins og til dæmis akstursíþróttir, pool, íþróttaáhorf í sjónvarpi og golf sem einnig innihalda minniháttar hreyfingu en þú heyrir þetta fólk ekki kallað ‘nörda’.

Mér finnst þetta stórskrýtið og vel þessi virði að ræða. Er þetta vegna þess að þessi áhugamál eru svo fjarri því að fólk geti sokkið sér í þau eins auðveldlega eða er þetta eitthvað sem fólk hefur verið matað á í gegnum æskuna.

Í barnaskóla var fólk kallað ‘nördar’ ef það var duglegt að læra í skólanum. Hvort sem það hefur einhver áhrif á námslöngun barna eða ekki veit ég ekki.

Ég til að mynda starfa við tölvur, það kannski skortir skýrari starfsheiti innan þessa geira en mér þykir leitt þegar fólk biður ‘tölvunördinn’ um hjálp. Eitthvað yrði nú sagt ef ég myndi biðja ‘bílanördinn’ hann bróðir minn að hjálpa mér með bílinn.

Svo þykir mér afskaplega spauglegt þegar stelpur spyrja stráka hvað þeir gera og fá svarið ‘vinn við tölvur’. Hef ósjaldan séð fordóma í augum fólks og eflaust sjá flestir fyrir sér rauðhærðan, bólugrafinn, feitann ungling með spangargleraugu og teina.

Ég vill sjá jafna meðferð áhugamála í þjóðfélaginu. Ekki dæmi ég þann sem eyðir allri vikunni í að glápa á Evrópumeistaramót í Handbolta. Hvar liggur munurinn?

Svo má eflaust deila um hvað orðið þýðir. Mér þykir þetta afar neikvætt en aðrir tala um þetta í stolti. Finnst ykkur ‘nördinn’ eiga rétt á sér sem orð eða væri kannski rétt að finna betra orð fyrir þetta?