Verzlunarskólinn er með mjög góða leið til að meta sína kennara, en nemendur taka þátt í könnun á námsvefnum og gefa þeim einkunnir. Þar er metið ýmislegt sem skiptir máli. Svo fá kennararnir að sjá hvað þeir fengu í einkunn á hverju sviði (en ekki hverjir gáfu þeim einkunnirnar) og geta þar af leiðandi bætt sig. Á sama tíma geta skólayfirvöld séð hvaða kennarar eiga þarna heima og hverjir ekki. Kveðja, Divaa