Ég er búin að vera að lesa hérna nokkrar greinar og mér finnst ég sjá of oft það sama. 14-16 ára krakkar að segjast elska kærasta/kærustuna sína. Hvernig geta svona ungir krakkað elskað? (ég er 14 að verða 15 og mér finnst það OF ungt fyrir ástina ) og ég hef ýkt oft verið að pæla í þessu. Erum við ekki of ung til þess að skilja ástina og vita hvað hún í raun og veru er? Það er ekki það sama að þykja vænt um manneskju og vera ekki sama um manneskjuna, en að elska, að elska er sterkt orð og ég held að of margir séu gjörsamlega að ,,nauðga“ því orði =s.

Og svo líka fyrir þá sem eiga þessi vandamál, ég er alls ekki að setja út á ykkur eða neitt, alls ekki. En eigiði ekki vini/ættingja sem þið getið frekar talað við heldur en ókunnugt fólk á netinu? Já, það getur verið gott að tala við ókunnugt fólk en oftast betra við eitthvern sem maður þekkir og treystir.

Og svo hvað er dæmið með konur og að finna riddarann á hvíta hestinum? (Veit ekki hvort að þetta sé á huga eða eitthvað ég er bara alltaf að sjá þetta í TV og veit að það eru svo margar konur að leita af honum). En mig langar bara að fá skoðun ykkar á þessu. Afhverju eru þær að leita af hvíta riddaranum? Hann er ekki til. Það eru engir hvítir riddara til að bjarga okkur. Við erum riddararnir og eigum að bjarga okkur sjálfar, eigum að geta bjargað okkur sjálfar án karlsins. En já það er gott að eiga kærasta og gaman EN það er enginn einn sem er til fyrir okkur. Það er enginn ,,the one” fyrir okkur mér finnst það vera svo ,,örvættningafullt(hvernig sem það er skrifað).

En þetta eru bara mínar skoðanir og ég vildi fá að vita ykkar. Hvað finnst ykkur?

Erum við of ung fyrir ástina?

Eigum við ekki trausta vini sem geta hjálpað okkur?

Er nokkuð einhver EINN þarna fyrir okkur?