Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

JFK (12 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Hver skaut Kennedy? Hverjir aðstoðuðu? Afhverju var hann skotinn? Þetta er spurningarnar sem Oliver Stone vildi reyna að svara árið 1991 þegar hann pungaði út stórmyndinni JFK. 22.mars árið 1963 var forseti Bandaríkjanna John Fitzgerald Kennedy skotinn í skrúðgöngu á Álmstræti í Dallas,Texas. Saksóknari í New Orleans að nafni Jim Garrison(Kevin Costner) fylgist með í fréttum og fylgist með mismunandi viðbrögðum manna við morðinu. Hann grunar þjóðina um græsku og þegar hin grunaði morðingi...

Slatti af fróðleiksmolum um Friends (20 álit)

í Gamanþættir fyrir 22 árum
Mér þykir það leiðinlegt að sjá hvað það koma lítið af greinum hér á þessu ágæta áhugamáli. Þar af leiðandi vil ég skella hér inn samantekt af öllum fróðleiksmolum sem ég hef fundið um Friends á netinu. Ég hef sent þetta inn áður en það er orðið talsvert langt síðan og kannski að nýbakaðir hugarar séu ekki búin að kíkja á þetta. Þetta er ekki gert í stigahóru hugleiðingum heldur eingöngu til að lífga upp á áhugamálið. Ég vona að fólk fari ekki að hrækja yfir mig ókvæðisorðum og fagni frekar...

Næsta mynd James Cameron (3 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Nú er LOKSINS deginum ljósar hvaða mynd James Cameron ætlar að gera næst. Ruslframleiðandinn Dean Devlin(Independence Day og Godzilla) sagði í viðtali við Sci-Fi Wire að hann og Roland Emmerich höfðu í langan tíma viljað gera endurgerð af myndinni Fantastic Voyage. Nú er hinsvegar James Cameron búinn að næla sér í verkefnið fyrir 20th Century Fox. “Cameron ætlar að gera Fantastic Voyage” segir Devlin og heldur svo áfram “Því miður fyrir okkur, en ég held að hann eigi eftir að gera myndina...

Sérþáttur um Joey????? (21 álit)

í Gamanþættir fyrir 22 árum, 1 mánuði
Breska dagblaðið sagði frá því á dögunum að NBC sé að íhuga möguleika á sérþætti bara um karakterinn hans Matt LeBlanc, Joey. Þetta á auðvitað að gerast þegar Friends þættirnir hætta(ef þeir hætta). Ekki fylgir sögunni hvort Matt mun leika Joey áfram í þessum þáttum. Persónulega finnst mér enginn Joey vera án Matt LeBlanc og ef hann samþykkir ekki að taka þátt í þessu þá er þetta dauðadæmt frá upphafi til enda. Það hefur komið áður hér upp umræða um það hvort Friends yrði jafnskemmtilegt ef...

187 (4 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 1 mánuði
Myndin 187 kom út árið 1997 og var leikstýrð af Kevin Reynolds, sem er hvað frægastur fyrir að gera hörmungina Waterworld. Hann hefur greinilega lært að peningarnir gera ekki mynd góða heldur sagan. Frá því að gera stórmynd, sem var á þeim tíma dýrasta mynd sögunnar, kemur hann sterkur til baka með mynd sem er miklu ódýrari í framleiðslu og margfalt betri. 187 fjallar um Trevor Garfield(Samuel L. Jackson), sem er metnaðarfullur kennari í Brooklyn high school í New York. Hann er þarf að fara...

Ný ofurhetja ??? (10 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 1 mánuði
Það er ný ofurhetja á leiðinni í kvikmyndaheiminum. Það hefur vantað svona nýja seríu af ævintýramyndum eins og Indiana Jones og James Bond. Þessi nýja hetja heitir Dirk Pitt(já ég veit að þetta hljómar eins og klámleikari). Þessi karakter er samblanda af Indiana Jones og James Bond. Þessi karaker kemur úr bókaseríu sem rithöfundur að nafni Clive Cussler hefur skrifað í gegnum árin. Bækurnar hafa selst í yfir 120 milljónum eintaka og eru gífurlega vinsælar um allan heim. Það var fyrirtækið...

Harvey Keitel (3 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 1 mánuði
Harvey Keitel er nafn sem allir,sem fylgjast með kvikmyndum, þekkja og virða. Hann hefur leikið í ótal mörgum myndum og er hvað þekktastur fyrir að vera óhræddur við að prófa nýja hluti. Hann á það líka til að leika í ódýrum og sjálfstæðum myndum og hefur þannig hjálpað mörgum efnilegum leikstjórum að fanga athygli áhorfenda og framleiðanda. Harvey Keitel er ekki þessi týpíski Hollywood leikari og hann passar sig alltaf að festast ekki í sama farinu of lengi. Mig langar aðeins að rifja upp...

Dark City (10 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 1 mánuði
Þegar maður hugsar um hina fullkomnu sci-fi film noir mynd þá hugsar maður um tvær myndir. Í fyrsta lagi Blade Runner og í öðru lagi Dark City. Í þetta sinn ætla ég að fjalla um seinni kostinn. Dark City er stórfenglegt,súrealískt og magnað kvikmyndaafrek sem leikstjórinn Alex Proyas(The Crow) gerði árið 1998. John Murdoch(Rufus Sewell) vaknar á miðnæti í baðkeri, ofsóknaróður og minnislaus. Á gólfinu er eitthvað frumstætt tæki, á borðinu er blóðugur hnífur og bak við rúmið er lík af konu....

Romper Stomper (12 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 1 mánuði
Romper Stomper kom út árið 1992 og var gerð í Ástralíu. Myndin er frægust fyrir að gera Russell Crowe að stjörnu í Ástralíu og fleyta honum áfram til Hollywood. Ég sá þessa mynd fyrir mörgum árum síðan og þarf eiginlega að fara að sjá hana aftur. Myndin er óvæginn og tekur hreinskilnislega og harkalega á rasisma. Romper Stomper fjallar um hóp af skinnhausum í Melbourne sem leiddir eru af félögunum Hando(Crowe) og Davey. Líf þeirra snýst um að safna nasistaminjagripum og ráðast á asíubúa sem...

Deliverance (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 1 mánuði
Deliverance kom út árið 1972 og var tilnefnd til 3 óskarsverðlauna þar á meðal besta myndin og besti leikstjórinn. Myndin er byggð á samnefndri metsöluskáldsögu sem James Dickey skrifaði. Dickey þessi skrifaði handritið sjálfur og John Boorman leikstýrði. Dickey kemur fyrir í myndinni(hann leikur lögreglufógeta). Í aðalhlutverkum eru Burt Reynolds,Jon Voight,Ned Beatty og Ronnie Cox. Deliverance fjallar um fjóra félaga sem fara í kanóhelgarferð á Cahulawassee fljótinu í Georgíufylki í...

The Right Stuff (8 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Það er skylda fyrir alla þá sem höfðu gaman af Apollo 13 að sjá The Right Stuff. Apollo 13 fjallaði um Apollo geimáætlunina en The Right Stuff fjallar um hvernig geimáætlunin byrjaði og hvaða menn byggðu grunninn að henni. Philip Kaufman(Quills,Rising Sun) leikstýrði þessu þriggja tíma meistaraverki árið 1983. Hún er byggð á bók eftir Tom Wolfe um geimáætlun Bandaríkjamanna. Í aðalhlutverkum eru Sam Shepard,Ed Harris,Dennis Quaid,Fred Ward, Scott Glenn,Lance Henriksen og Barbara Hershey....

Innerspace (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Innerspace er vísinda-ævintýramynd sem kom út árið 1987. Leikstjóri er Joe Dante(Gremlins,The Burbs,Gremlins 2, Small Soldiers) og í aðalhlutverkum eru Dennis Quaid,Meg Ryan og Martin Short. Ég veit ekki hvað ég sá þessa mynd oft í gamla daga. Hún var allavega mjög vinsæl í gömlu afmælisveislurnar, þar horfði maður á þessa mynd með súkkulaðiköku í einni hendi og kók í gleri í hinni:). Ég sá hana síðast fyrir í fyrra og þar var hún aðeins farinn að eldast en samt fín skemmtun. Innerspace...

Tímaflakksmyndir (27 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég hef mjög gaman af öllum sci-fi byggðu efni og ég hef sérstaklega gaman af tímaflakksbyggðum hugmyndum. Þetta efni hefur verið vinsælt hjá rithöfundum og handritshöfundum í gegnum árin. Ég horfði alltaf á gömlu Quantum Leap þættina og sakna þeirra sárt. Vinsælustu tímaflakks hugmyndirnar innihalda kenningar um svarthol sem virka sem hlið að svokölluðum ormagöngum. Oftast í þessum myndum er hinsvegar notast við einhvers konar tæki sem knýr manneskjuna aftur í tímann eða áfram með gífurlegri...

Tremors (11 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Það eru fáar myndir sem hafa komið jafn mikið á óvart og Tremors. Hún lítur út og hljómar eins og argasta B-mynd en hún á ekki skilið að vera í þeim flokk. Ef hún er talinn vera B-mynd þá myndi ég segja að hún sé með betri B-myndum sem ég hef séð. Þetta er mjög skemmtileg grínhryllingsmynd sem nær að halda góðu tempói út alla myndina. Tremors gerist í litlum bæ í Bandaríkjunum sem heitir Perfection. Þar eru félagarnir Val og Earl eru verkamenn. Þeir eiga sér þó draum um að meika það og í...

Film Noir myndir (10 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Það er oft sem maður hefur heyrt fjallað um myndir sem falla undir film noir stílinn. Þá spyrja örugglega margir “hvað er film noir?”. Film noir er ekki beint tegund af mynd heldur meira svona stemmning í mynd. Film noir þýðir svört mynd(noir þýðir svart,drungalegt,dökkt á frönsku). Franskir kvikmyndagagnrýnendur tóku eftir því hversu drungalegar og dökkar myndir voru í Ameríku bæði á stríðsárunum og eftir þau. Þeir gáfu því þessum myndum þetta nafn. Blómaskeið film noir myndanna var á milli...

Happiness (19 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég man vel eftir því þegar ég fór að sjá þessa mynd á kvikmyndahátíðinni í Reykjavík fyrir nokkrum árum síðan. Ég var ekki að búast við miklu og hafði lítið um hana heyrt. Tók hálfgerða áhættu með því að fara á hana. Ég sé ekki eftir því í dag. Ef maður ætti að lýsa þessari mynd í einu orði þá myndi maður segja “óþægileg”. Ef maður ætti að lýsa henni í tveimur orðum þá yrði það “óþægileg og andstyggileg”. Strax frá fyrstu mínútu finnur maður fyrir því hversu svartur húmorinn í þessari mynd...

Endurgerðir (17 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Það er sorglegt að sjá hvað það ríkir mikil ófrumlegheit í Hollywood um þessar mundir. Ef að það er ekki verið að gera myndir eftir einhverjum hasarmyndablöðum þá er líka verið að endurgera gamlar myndir. Þá á Hollywood það einnig til að endurgera evrópskar myndir svo að hamborgararassarnir geta notið sögunnar betur. Stundum er skiljanlegt að menn vilja endurgera myndir sem náðu ekki settu markmiði á sínum tíma, t.d. vegna þess að tæknibrellurnar voru ekki nógu þróaðar á þeim tíma eða það...

Hvaða ár er skemmtilegast í menntaskóla? (0 álit)

í Skóli fyrir 22 árum, 2 mánuðum

Sean Penn (5 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Sean Penn fæddist 17 ágúst 1960 í Burbank,Californiu. Hann á einn yngri og einn eldri bróðir. Yngri bróðir hans er Chris Penn sem hefur leikið í Reservoir Dogs til dæmis en eldri bróðir hans er söngvari og heitir Michael. Faðir Sean´s heitir Leo Penn og er sjónvarps og kvikmyndaleikstjóri. Móðir hans er fyrrverandi leikkona og heitir Eileen Ryan. Það er því greinilegt að leiklistin er í blóðinu hans. Fyrstu tíu árin bjó fjölskyldan í San Fernando Valley í Hollywood. Síðan fluttu þau til...

T3 update (12 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Nú er ýmislegt nýtt komið í ljós um væntanlega Terminator 3 myndina. Eins og flestir vita nú þegar þá er James Cameron ekki leikstjórinn og Edward Furlong verður ekki með. Arnold er náttúrulega á sínum stað og Linda Hamilton verður með. Hún verður hinsvegar einungis í flash-back senum, vegna þess að hún á að vera dauð á þeim tíma sem myndin gerist. John Connor er núna u.þ.b. 22-23 ára og það er verið að reyna að finna leikara á aldrinum 20-24 í það hlutverk. Hlutverkið er nokkuð flókið því...

Equilibrium (5 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Leikstjóri/handrit:Kurt Wimmer(skrifaði The Thomas Crown Affair,Sphere og The Farm,sem er væntanleg með Al Pacino). Aðalhlutverk:Christian Bale(American Phsyco),Emily Watson(Gosford Park),Sean Bean(LOTR:FOTR),William Fichtner(The Perfect Storm,Black Hawk Down). Kemur út í mars 2002. Equilibrium gerist í framtíð þar sem allir eru á lyfjum sem eyða tilfinningum t.d. librium(myndin átti að heita það fyrst) og Prozium. Fólk snertir ekki einu sinni hvort annað alúðlega lengur. Stríð heyra sögunni...

Gates of fire (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Nú hefur sá ágæti leikstjóri Michael Mann ákveðið að gera stórmyndina Gates of fire eftir samnefndri bók sem Steven Pressfield skrifaði árið 1998. Þessi mynd fjallar um 300 spartverja sem ásamt 7000 grískum bandamönnum börðust við 2 milljónir Persa í nokkra daga í stríðinu við Thermopylae-stíginn 480 f.Kr. Myndin er sýnd frá sjónarhorni Zeones, sem var þræll(helot), og var sá eini af spartverjunum sem lifði þetta stríð af. Myndin fylgir sögu hans frá æskuárum hans,hernaðaræfingum Spartverja...

Predator 3????? (11 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Sögusagnir um Predator 3 hafa verið í gangi í mörg ár en núna nýlega hefur verið gefin upp úgáfudagurinn 1 júní 2003 fyrir hana á countingdown.com. Robert Rodriguez, sem hefur gert myndir eins og El Mariachi,Desperado,From Dusk Till Dawn,The Faculty og núna síðast Spy kids, skrifaði handrit að myndinni í apríl 1996 og þá var hugmyndin að láta karakterinn hans Arnold Schwarzenegger í fyrstu myndinni eiga einhvern þátt í henni. Samkvæmt því handriti byrjar myndin á spænskri freigátu einhvers...

Tommy Lee Jones (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Þegar maður hugsar um nafnið Tommy Lee Jones þá hugsar maður gæðaleikari. Hann setur alltaf gæðastimpil á myndir með þáttöku sinni. Hann er kannski þekktastur fyrir leika oft vonda kallinn en hann getur leikið nánast allt annað líka. Tommy Lee Jones fæddist 15 september 1946 í San Saba, Texas. Hann er 3/4 hvítur og 1/4 cheroke indíáni. Faðir hans var olíuverkamaður og móðir hans lögreglumaður. Tommy átti erfiða æsku því faðir hans var fyllibytta og foreldrar hans skiptust á að skilja og...

Young Guns 1 og 2 (2 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Fyrir nokkrum árum síðan voru þessar myndir uppáhaldsmyndir mínar. Ég átti þær á spólu og horfði á þær milljón sinnum. Þetta eru skemmtilegar vestramyndir með ungum en góðum leikurum sem sýna hér sínar bestu hliðar. Young Guns var gerð árið 1988 af Cristopher Cain. Höfundur myndarinnar heitir John Fusco. Hún fær 6.3 hjá imdb.com sem er ágætis einkunn. Myndin fjallar um hóp af ungum mönnum sem vinna hjá kaupsýslumanninum John Tunstall á búgarðinum hans. Þetta eru allt menn sem koma af götunni...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok