Equilibrium Leikstjóri/handrit:Kurt Wimmer(skrifaði The Thomas Crown Affair,Sphere og The Farm,sem er væntanleg með Al Pacino).
Aðalhlutverk:Christian Bale(American Phsyco),Emily Watson(Gosford Park),Sean Bean(LOTR:FOTR),William Fichtner(The Perfect Storm,Black Hawk Down).
Kemur út í mars 2002.

Equilibrium gerist í framtíð þar sem allir eru á lyfjum sem eyða tilfinningum t.d. librium(myndin átti að heita það fyrst) og Prozium. Fólk snertir ekki einu sinni hvort annað alúðlega lengur. Stríð heyra sögunni til og bækur,listir og tónlist er stranglega bannað og tilfinningar eru refsaðar með dauða. John Preston(Bale) er háttsetur löggæslumaður hjá ríkinu sem er ábyrgur fyrir því að drepa þá sem sýna einhverja tilfinningar. Hann gleymir eitt sinn að taka inn Prozium og fer í yfirheyrslu þar sem hann talar við svokallaðan “sense offender”, það er nafnbót þeirra sem sýna tilfinningar. Sense offender-inn spyr hann afhverju hann er lifandi í yfirheyrslunni og John á erfitt með að gleyma spurningunni og fer að efast um reglur og heimspekina sem hann hefur farið eftir í svo mörg ár. Hann fer að safna litlum,ólöglegum nostalgíu safngripum og þá í fyrsta sinn á ævi hans fer hann að finna tilfinningar. Hann ákveður því að byrja uppreisn gegn fasistaríkinu sem hann hefur unnið hjá. Hann kynnist hóp af “sense offenders” sem er leiddur af foringjanum Jurgen. Þar með er baráttan hafin gegn ríkisstjórninni og foringjanum Father um tilfinningafrelsi.

Ég hef mjög gaman af öllum svona útópíu/distópíu myndum. Þessi hljómar nokkuð svipuð og klassísku sögurnar 1984 og Fahrenheit 451. Það gæti samt verið gaman að sjá Christian Bale í byrjun myndarinnar sem tilfinningalaus drápsvél, svipað og hann var í American Phsyco. Það er alltaf gaman að heyra nýjar hugmyndir þó þær séu fjarstæðukenndar en maður verður að vera svoldið víðsýnn þegar kemur að svona myndum. Þetta gæti orðið cult-sci-fi mynd ef hún er vel gerð og það verður trúlegast mikið um hasar í henni. Það er samt skrítið hvað það hefur lítið verið fjallað um þessa mynd. Hún er að koma bara núna í mars, kannski er það vegna lélegra gæða. Ég vona samt að hún verði góð, því það er alltaf gaman að sjá góða sci-fi mynd.

Hvernig líst ykkur á þessa mynd? Vitið þið eitthvað meira um hana?

-cactuz