Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Edward Norton (25 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Edward Norton er nafn sem allir kvikmyndaunnendur þekkja og dást af. Það er ekki til sá maður held ég sem finnst Edward Norton lélegur leikari, það er einfaldlega ekki hægt að segja svoleiðis um manninn. Hann hefur einstaka leiklistarhæfileika og aðlögunarhæfileika sem lyfta honum upp á annað stig leikarans sem fáir búa nú þegar yfir. Það setur alltaf ákveðin gæðastimpil á kvikmynd þegar nafnið hans birtist í byrjun myndarinnar sem mjög sjaldgæft fyrir svona ungan leikara, það er frekar nöfn...

Quentin Tarantino (32 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Frægðarferill Quentin Tarantino er ekki í lengri kantinum en einhvern veginn tókst þó þessum 40 ára kvikmyndagerðamanni að verða goðsögn í Hollywood ungur að árum líkt og Orson Welles og Steven Spielberg á undan honum. Hann er án nokkurs vafa einn mikilvægasti kvikmyndagerðamaður okkar tíma. Hann hefur sett gífurlega stóran stimpil á kvikmyndagerð um allan heim og verður eflaust metinn í sögunni sem einn af áhrifamestu leikstjórum frá upphafi. Það er ekki slæmt fyrir mann sem ákvað að hætta...

Below(2002) (7 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég hef ætlað að kíkja á Below í nokkurn tíma núna en alltaf frestað því. Á sínum tíma beið ég heillengi eftir því að hún kæmi í bíó hérlendis en ég varð ekki af ósk minni því hún var aldrei tekin til sýninga hér á stóra tjaldinu. Loksins kom hún svo út á video og þá hlakkaði í mínum en eins og fyrr hefur komið var aldrei tími til að kíkja á hana fyrr en í gær. Ástæðan fyrir því að ég var svona spenntur fyrir þessari mynd eru tveir heiðursmenn að nafni David Twohy og Darren Aronofsky. Twohy...

Robert Rodriguez og Once Upon A Time In Mexico (28 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Robert Rodriguez er hetja óháðra kvikmyndagerðamanna. Hann öðlaðist þann titil þegar hann gerði árið 1992 óháða hasamynd fyrir aðeins 7000 dollara sem er rétt yfir hálfri milljón íslenskar króna. Þetta tókst honum með því að skrapa saman peningum sjálfur, sem komu aðallega frá þáttöku hans í tilraunum fyrir læknavísindin. Hann lækkaði svo kostnaði með því að gera nánast allt sjálfur, m.ö.o. hann skrifaði,skaut, klippti og framleiddi myndina ásamt því að sjá um flesta eftirvinnsluna sjálfur....

Cube 2: Hypercube (16 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ég var einn af fjölmörgum sem voru hrifnir af fyrstu Cube myndinni. Ég man þegar ég sá hana á einhverri kvikmyndahátíð í Regnboganum. Hún kom svo skemmtilega á óvart með frumlegheitum sínum og einfaldleika. Það var því ekki umflúið að hafa smá væntingar þegar ég fékk loksins að sjá Cube 2: Hypercube eftir langa og stranga bið. Því miður varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum því Cube 2 reynir á köflum að herma of mikið eftir fyrstu myndinni. Fyrsta myndin var gerð fyrir litla peninga, sem bitnaði...

Illmenni og hetjur (10 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Bandaríska kvikmyndastofnunin valdi 100 verstu illmennin og 100 mestu hetjurnar í bandarískum kvikmyndum í tilefni af 100 ára afmæli kvikmynda nú á dögunum. Það sem vakti athygli var að í fyrsta sæti yfir hetjurnar var Atticus Finch úr kvikmyndinni To Kill A Mockingbird frá árinu 1962, sem Gregory Peck lék. Atticus var heiðarlegur lögrfræðingur sem ver svartan mann sem sakaður er um að hafa banað hvítri konu. Það kom ekkert á óvart í valinu á mesta illmenninu, þar trónir sjálfur Hannibal...

Ed Harris (13 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ed Harris er leikari sem mætti fá meiri athygli í Hollywood. Hann er kannski ekki jafn myndarlegur og Tom Cruise eða Brad Pitt en hann er frábær leikari sem ræður við öll hlutverk. Hann er alltaf traustur og setur gæðastimpil á myndirnar sem hann heiðrar með nærveru sinni. Vafalaust með þeim betri karakterleikurum kvikmyndasögunnar. Það sem gerir hann líka svo viðkunnalegan er að hann virkar sem ósköp venjulegur gaur sem kann að leika. Hann hefur það orðspor á sér að hann sé mjög þægilegur í...

Identity(2003) (18 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég var einn af fjölmörgum sem fóru á þessa mynd í boði Framsóknarflokksins núna rétt fyrir kosningarnar síðast, það fylgir ekki sögunni hvort ég hafi kosið þann flokk:). Ég hafði lítið frétt af þessari mynd áður en í kvikmyndasalinn var gengið nema að hún hafði fengið ágætis dóma erlendis. Identity segir frá 10 mismunandi persónum sem hittast fyrir sakir tilviljanna á vegamóteli í hellirigningu í eyðimörk. Þau eru föst þar vegna þess að flóð af völdum rigningarinnar hafa lokað af báðar...

The Matrix Reloaded umfjöllun (70 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég hef núna loksins séð The Matrix Reloaded eftir 4 ára bið og mikla eftirvæntingu. Margir gagnrýnendur á netinu og í blöðum hafa sagt að myndin sé ekki nógu góð. Ég gæti ekki verið meira ósammála þessum gagnrýnendum. The Matrix Reloaded finnst mér vera rökrétt skref frá The Matrix. Hún er á mörgum stigum ólík fyrstu myndinni og mér finnst fólk hafa verið að búast við því að sjá nákvæmlega eins mynd og The Matrix. Ég vildi sjá öðruvísi sjónarhorn á Matrixheiminn og það er það sem ég fékk. Ég...

Laurence Fishburne (13 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Laurence Fishburne fæddist árið 1961 í bænum Augusta í Georgíufylki. Foreldrar hans skildu og hann var alinn upp af móður sinni í Brooklyn í New York. Hann þótti viðkvæmur ungur maður og hafði mikla náttúruhæfileika í leiklist. Móðir hans hvatti hann til að taka leiklist sér fyrir hendur. Hann sótti um út um allt í New York og fór í fjöldann allan af prufum. Hann fékk sitt fyrsta atvinnuhlutverk í leikhúsi aðeins 10 ára gamall. Tveimur árum síðar fékk hann sitt fyrsta kvikmyndahlutverk. Það...

Hvar er Below???? (17 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Þú verð ég að segja það að ég er nokkuð ósáttur við kvikmyndahúsin hér á landi. Þeir eru að sleppa því að sýna fullt af góðum myndum sem eru fyrir löngu búið að sýna í USA. Ætlast þeir til þess að maður fari bara á stórmyndirnar og fari þar af leiðandi bara í bíó kannski 1 sinni á mánuði. Fyrir ekki svo löngu síðan var umræða um myndina Equilibrium, sem ekki rataði í kvikmyndahúsin hér á klakanum. Það var, eins og flestir sem hana hafa séð, fyrirtaksmynd og hefði vel mátt sýna hana hér í...

Carrie-Anne Moss og Hugo Weaving (9 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Carrie-Anne Moss er fædd og uppalin í Vancouver, Canada. Hún fæddist 21 ágúst árið 1967 í bresku Columbiu í Vancouver. Leið hennar að frægð og frama byrjaði 11 ára því komst þá inn í Leiklistar og tónlistarskóla fyrir börn í Vancouver. Hún var í mörg ár í kór og var valinn í sérstakan leiklistarhóp sem túraði um Evrópu. Henni líkaði greinilega vel við Evrópu því hún ákvað að flytja þangað ung og reyndi fyrir sér í fyrirsætubransanum. Hún starfaði sem fyrirsæta á Spáni og seinna meir fór hún...

Keanu Reeves (28 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Það var árið 1966 í Beirút í Líbanon af öllum stöðum sem Keanu Charles Reeves fæddist í september mánuði. Faðir hans Samuel var jarðfræðingur sem var hálfur kínverji og hálfur Hawai-búi en móðir hans Patricia var ensk. Keanu þýðir á Hawai kaldur gustur yfir fjöllum. Kaldur gustur hefur hann ekki verið í kvikmyndaheiminum og virðist vera að vinna sér inn meiri virðingu með hverri kvikmynd sem hann leikur í. Foreldrar hans skildu og hann fór með móður sinni og tveim systrum sínum til New York...

Wachowski bræðurnir (15 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Mér datt núna svona í hug að koma með grein um Wachowskibræðurna í tilefni þess að nú styttist í The Matrix framhöldin. Það er ekki mikið hægt að grafa upp varðandi fortíð þessara furðufugla, sem hafa breytt kvikmyndaheiminum. Þeim er mjög illa við að vera í kastljósinu og veita enginn viðtöl. Larry Wachowski fæddist 21 júní árið 1965 og yngri bróður hans Andy Wachowski fæddist 29 desember árið 1967. Þeir fæddust báðir í Chicago og ólust upp þar í bæ. Þeir byrjuðu snemma að vinna saman og...

Murder in the first(1995) (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 12 mánuðum
Ég var að sjá þessa mynd aftur núna um daginn og hún hefur alltaf virkað á mig sem gífurlega sterk kvikmynd um magnaða atburði. Í byrjun myndarinnar er sagt að myndin sé byggð á sannsögulegum atburðum. Það er samt ýmislegt ekki með feldu hvað sannsögulegt gildi myndarinnar varðar en ég kem síðar að því. Murder in the first fjallar um Henry Young(Kevin Bacon) sem var stungið inn í hið alræmda fangelsi Alcatraz árið 1936 fyrir að stela einungis 5 dollurum, sem átti að vera fyrir mat handa sér...

Jack Nicholson (21 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum
Eftir rúma fjóra áratugi í kvikmyndum og þar af 3 áratugi á toppnum er Jack Nicholson óneitanlega orðinn goðsögn í kvikmyndaheiminum. Hann er í dag frægasti kvikmyndaleikari sögunnar og þykir vera stjarna á meðal stjarnanna. Þegar leikarar eru spurðir út í það hvaða kvikmyndaleikari er sá sem þau líta upp til eða sá sem þau finna fyrir hvað mestri lotningu þá segja langflestir einfaldlega Jack. Með sitt hákarlaglott og sólgleraugun að sjálfsögðu hefur Jack staðið á toppnum í Hollywood í...

Coen-bræður (7 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum
Joel og Ethan Coen eru bræður í kvikmyndaheiminum sem flest allir kannast við. Þeir eru hausarnir á bak við nokkrum af fyndnustu,frumlegustu,furðulegustu og ánægjulegustu stundum sem hvíta tjaldið hefur endurvarpað. Þótt þeir vinni alltaf saman er Joel Coen alltaf titlaður sem leikstjóri en Ethan er alltaf til staðar til að aðstoða bróður sinn. Þeir skrifa allar sínar myndir sjálfir og klippa þær en þeir nota skemmtilegt leyninafn þegar nafnalistinn birtist í lok myndanna. Þar nota þeir...

Umdeildar myndir- seinni hluti (14 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum
Hér með ætla ég að halda áfram upptalningu minni á umdeildum myndum sem mér þykir minnistæðar eða góðar. Priest: Þessi mynd frá 1994 segir frá prest að nafni Greg Pilkington sem lifir tvöföldu lífi. Hann er kaþólskur prestur sem elskar Guð sinn en hann er einnig samkynhneigður maður sem felur kynhneigð sína fyrir kirkjunni. Þessi mynd tekur á atriðum innan kaþólsku kirkjunnar líkt og Dogma og fjallar einnig um hommafóbíu. Presturinn á erfitt með að viðhalda ástarsambandi sínu við annan mann...

Umdeildar myndir- fyrri hluti (27 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum
Það er ekkert jafn leiðinlegt og dapurlegt en að fara á mynd og gleyma henni svo á sömu sekúndu þegar creditlistinn kemur upp. Það er samt sem áður allt yfirfullt af svokölluðum afþreyingarmyndum sem eingöngu skemmta manni/eða ekki á meðan myndin gengur og svo er ekkert skilið eftir fyrir heilafrumurnar að melta að mynd lokinni. Vissulega getur verið fínt að fara stundum í bíó, helst þunnur á sunnudagskveldi, horfa á flottar hasarsenur með mikinn hávaða og gleyma sér í smá stund. Þessi hluti...

The Eye(2002) (25 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Asíubúar eru farnir að minna heldur betur á sig í hryllingsmyndageiranum og vert er að minnast Ringu-myndanna sem kaninn þurfti endilega að endurgera og það illa. The Eye er mynd sem ég var búinn að lesa mikið um á erlendum kvikmyndasíðum og var ég því spenntur að kíkja á hana. Hún kom mér svo sannarlega á óvart og svei mér þá ef ég var ekki hræddari en þegar ég sá Ringu á sínum tíma. Eftir endalausa leit að henni fann ég hana að sjálfsögðu hjá snillingunum í Laugarásvideo og á DVD og allt....

25th Hour- besta mynd Spike Lee (12 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Spike Lee er leikstjóri sem ég hef alltaf haft mikla trú á en út af einhverjum ástæðum hefur hann ekki sýnt sínar bestu hliðar frá árum Do The Right Thing og Jungle Fever í síðustu myndum. Í 25th Hour er þessi gamli kraftur kominn aftur og vel það. Ég fer ekki langt frá því að segja að hér með er kominn besta mynd Spike Lee hingað til. Hann fær allt rétta fólkið í hlutverkin og fær frekar þétt handrit og spilar rétt úr þessum spilum og býr hér til “instant klassík”. Ég var svo djúpt snortinn...

Equilibrium(2002) (16 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Þá er maður loksins búinn að sjá Equilibrium, ég hef beðið eftir henni í talsverðan tíma eins og eflaust margir aðrir. Ég verð nú bara að segja það að mér þykir það fáránlegt að þessi mynd sé ekki kominn í bíó hér á landi. Ég hafði passlegar væntingar þegar ég sá þessa á VCD en hún kom mér samt sem áður skemmtilega á óvart og leyfi ég mér að segja það að hún er verður örugglega valinn óvæntasta mynd ársins þegar hún kemur á video(vonandi). Equilibrium fjallar um distópíusamfélag sem hefur...

The Hard Way(1991) (7 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég tók þessa mynd á leigu nýlega. Ég hafði séð hana síðast fyrir mörgum árum síðan og hún var alltaf skemmtileg í minningunni. Hún stendur ennþá fyrir sínu á sinn hátt. Þetta er fínasta buddy-löggumynd. Michael J. Fox, sem mér þykir vera mjög hæfileikaríkur grínleikari, leikur hér Hollywood-leikarann Nick Lang. Nick er orðinn þreyttur á því að leika löggur alltaf eins í myndum sínum og vill fá að kynnast alvöru löggu sem er harður í horn að taka. Hann uppgötvar lögreglumanninn John...

Saturn Awards tilnefningar (8 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Hin árlegu Saturn Awards, sem einblína á vísinda-,fantasíu-, og hryllingsmyndir, fara fram bráðlega. Tilnefningar til verðlaunanna í boði hafa verið tilkynntar. Það eru tvær myndir sem yfirgnæfa aðrar myndir í þessum geira og eru tilnefndar í 10 flokkum, það er The Two Towers og Minority Report. Þar rétt á eftir er Attack Of The Clones(6 tilnefningar) og Harry Potter and the chamber of secrets og Spiderman(báðar með 5 tilnefningar). Hér er allur listinn svo, ég merkti við þær sem mér þykir...

To End All Wars (3 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég var að fikra mig áfram á netinu þegar ég fann mynd sem ég kannast ekki við að hafa séð hér á landi. Þetta er mynd sem heitir To End All Wars og skartar tveimur þungarvigtarleikurum. Það eru þeir Kiefer Sutherland og Robert Carlyle. Myndin kom út árið 2001 og er leikstýrð af frekar óþekktum leikstjóra. Hún fær nú samt frábæra einkun á imdb.com eða 7.7 en það eru einungis 141 sem hafa gefið henni einkunn, þannig að mig grunar að þessi mynd sé nokkurn veginn týnd fyrir sjónum evrópubúa. To...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok