Dark City Þegar maður hugsar um hina fullkomnu sci-fi film noir mynd þá hugsar maður um tvær myndir. Í fyrsta lagi Blade Runner og í öðru lagi Dark City. Í þetta sinn ætla ég að fjalla um seinni kostinn.

Dark City er stórfenglegt,súrealískt og magnað kvikmyndaafrek sem leikstjórinn Alex Proyas(The Crow) gerði árið 1998. John Murdoch(Rufus Sewell) vaknar á miðnæti í baðkeri, ofsóknaróður og minnislaus. Á gólfinu er eitthvað frumstætt tæki, á borðinu er blóðugur hnífur og bak við rúmið er lík af konu. Síminn hringir og á hinum enda línunnar er Dr.Schreber(Kiefer Sutherland) að vara hann við og segja honum að fara út úr húsinu strax. Einhverjir dökkklæddir menn nálgast hann. Í leit sinni að vísbendingum um hver hann er finnur hann konu sína, Emmu(Jennifer Connelly), sem útskýrir fyrir honum afhverju hann hefur ekki hitt hana í langan tíma og afhverju það er svona stirrt á milli þeirra. Áður var hún búin að fara til lögreglunar og skrá Murdoch sem týndan. Henni var þar vísað til rannsóknarlögreglumannsins Bumstead(William Hurt), sem grunar að Murdoch sé fjöldamorðingi. Murdoch reynir að púsla saman gömlum minningum sem meðal annars innihalda stað sem kallast Shell Beach. Í leit sinni að fortíðinni uppgötvar hann hverjir dökkklæddu mennirnir eru og hvað vakir fyrir þeim.

Þessi mynd er með flottustu sviðshönnun sem ég hef séð og myndatakan er stórfengleg og gífurlega falleg á köflum. Það heppnast gífurlega vel að blanda saman útliti 5 áratugarins við framtíðarútlitið. Myndin er dularfull allan tíman og leiðir mann í gegnum myrkrið að sannleikanum. Hún er nokkuð vel leikin og fer þar Kiefer Sutherland fremstur í flokki jafningja. Aðrar eins pælingar hafa ekki sést í kvikmynd og er ég nokkuð viss um að enginn verður svikinn af Dark City ef sá aðili er í leit að “öðruvísi” mynd. Alex Proyas er greinilega einn af myndrænu snillingunum í kvikmyndaheiminum því The Crow var einnig áhugaverð hvað myndvinnslu snertir og mér fannst gaman af henni. Dark City er metnaðarfull tilraun sem heppnast að öllu leyti og gefur von um betri kvikmyndagerð í Hollywood. Allgjört must að sjá þessa ef þú ert sci-fi aðdáandi. Hún fær 7.5 á imdb en ég myndi gefa henni hiklaust a.m.k 9 í einkunn.

-cactuz