Innerspace Innerspace er vísinda-ævintýramynd sem kom út árið 1987. Leikstjóri er Joe Dante(Gremlins,The Burbs,Gremlins 2, Small Soldiers) og í aðalhlutverkum eru Dennis Quaid,Meg Ryan og Martin Short.
Ég veit ekki hvað ég sá þessa mynd oft í gamla daga. Hún var allavega mjög vinsæl í gömlu afmælisveislurnar, þar horfði maður á þessa mynd með súkkulaðiköku í einni hendi og kók í gleri í hinni:).
Ég sá hana síðast fyrir í fyrra og þar var hún aðeins farinn að eldast en samt fín skemmtun.

Innerspace fjallar um herflugmanninn Tuck Pendelton sem tekur þátt í leynilegri tilraun. Tilraunin felst í því að hann er settur í hálfgerðan kafbát og hann er síðan minnkaður ásamt bátnum. Samkvæmt áætlun á honum að vera sprautað inn í kanínu. Þegar minnkuninni er lokið ráðast hryðjuverkamenn inn á tilraunstofuna. Einn vísindamannanna flýr með Tuck og kafbátinn í sprautunni. Visindamaðurinn kemst ekki langt en nær að sprauta Tuck inn í mann rétt áður en hann er drepinn. Maðurinn sem Tuck var sprautaður í heitir Jack Putter og það gæti varla verið hægt að finna verri mann til að sprauta Tuck inn í. Jack þjáist af sjúkdómi sem kallast “hypochondriac” sem er hálfgert ofsóknaræði sem lýsir sér þannig að Jack heldur að hann sé sífellt veikur eða með einhvern sjúkdóm. Tuck gerir sér fljótlega grein fyrir því að hann er ekki inn í kanínu og “siglir” því bát sínum að eyrum Jacks. Þar byrjar hann að reyna að tala við Jack og komast að því hvað fór úrskeiðis. Jack heldur að hann sé að tapa vitinu þegar hann fer að heyra raddir í hausnum. Þegar hann loksins fattar það að hann er með tilraunfarartæki og flugmann inn í sér byrjar hann að hjálpa Tuck að komast að því hverjir réðust á tilraunastofuna.

Myndin er stútfull af skemmtilegum brellum og bröndurum. Martin Short er alltaf jafn klikkaður og Dennis Quaid er þessi týpíski tough-guy flugmaður. Inn í söguna kemur svo kærasta Tuck sem Meg Ryan leikur. Jack fellur hinsvegar fyrir henni og það flækir málin enn frekar. Mannslíkaminn verður að hálfgerðum furðuheim og örugglega mjög fróðlegt fyrir fólk að sjá hvað leynist inn í okkur.
Ágætis ævintýramynd sem allir ættu að hafa gaman af.

-cactuz