Nú hefur sá ágæti leikstjóri Michael Mann ákveðið að gera stórmyndina Gates of fire eftir samnefndri bók sem Steven Pressfield skrifaði árið 1998. Þessi mynd fjallar um 300 spartverja sem ásamt 7000 grískum bandamönnum börðust við 2 milljónir Persa í nokkra daga í stríðinu við Thermopylae-stíginn 480 f.Kr.

Myndin er sýnd frá sjónarhorni Zeones, sem var þræll(helot), og var sá eini af spartverjunum sem lifði þetta stríð af. Myndin fylgir sögu hans frá æskuárum hans,hernaðaræfingum Spartverja og svo loks þetta sögulega stríð. Spartverjarnir vissu að þeir myndu tapa þessu stríði en þeir héldu Persum það lengi í skefjum að Grikkir gátu safnað liði á meðan. Ef Spartverjarnir hefðu ekki tafið þá svona lengi þá hefðu þeir valtað yfir Grikkina og ef þeir hefðu unnið Grikkland svona snemma í sögunni þá hefði vestræn menning jafnvel verið allt öðruvísi í daga(vilja sumir fræðingar meina).

Þessi mynd gæti komið sér í flokk með myndum eins og Braveheart og Gladiator ef rétt er haldið á spilunum. Michael Mann ætlar sem sagt að leikstýra og leikararnir George Clooney og Bruce Willis hafa víst mikinn áhuga á því að leika í þessari mynd. Clooney ætlar líka að framleiða. Handritshöfundurinn er David Self,sem hefur skrifað myndir eins og t.d. 13 Days,The Haunting,Road to Perdition og núna síðast The Bourne Identity. Þessi mynd gæti orðið stórmynd eða allgjör Hollywood della en þegar Michael Mann er við stjórnvölin þá er líklegra að það sé fyrri valkosturinn sem á við. Það er mikið af hetjum í myndinni(u.þ.b. 7300) þannig að hún má ekki fara út í of mikla væmni, sem betur fer gerðist þetta stríð ekki nálægt Bandaríkjunum:)

Ég reyndi að finna eitthvað meira um þessa mynd á netinu(ég hafði lítið heyrt um þessa mynd og veit því takmarkað mikið um hana) og ég fann umsögn um handritið hennar. Ég ákvað því að þýða smá hluta úr þeirri umsögn til að reyna að gefa skýra mynd af því hvers konar mynd er um að ræða.

“Aukakarakterarnir eru eiginlega áhugaverðari heldur en sögumaðurinn(þrællinn Zeon). Af því Zeon er þræll þá er hann frekar þögull og persónuleiki hans kemst ekki nógu vel til skila. Sagan fjallar mikið um agann og heimspeki Spartverjanna. Það er ekki mikil spenna um hvernig bardaginn fer því það kemur strax fram að Zeon er sá eini sem lifir hann af. Vinir Zeon eru Alexandros og Rooster. Þótt hann sé sonur hershöfðingja er Alexandros enginn bardagamaður. Hann fær hinsvegar leiðsögn frá Dienekes(sem Bruce Willis mun trúlegast leika). Dienekes er harðjaxl og hetja sem hefur mikinn virðugleika og heiðarleika. Hann ber mikla virðingu fyrir fjölskyldu sinni og hermönnum sem berjast með honum. Hann er líka heimsklassabardagamaður sem lætur Maximus úr Gladiator líta út eins meðalmann. Willis gæti verið réttur maður í hlutverkið ef hann talar trúverðuglega sem Spartverji og talar ekki í andstæðum. Hann er samt líkamlega maðurinn í djobbið og gæti gert Dienekes stærri en lífið.

Leonidas konungur er viðkunnalegur eins og Marcus Aurileus í Gladiator eða William Wallace í Braveheart. Hann berst með mönnum sínum og nýtur gífurlegrar virðingar á meðal mann sinna. Minnistæður er líka Polynikes, sem er frægur stríðsmaður. Hann er blanda af íþróttahetju og herþjálfa. Hann er jafnvel færari stríðsmaður en Dienekes og harður í horn að taka.
Bardaginn í lokinn er samt það sem gerir þessa mynd að stórmynd. Hún nær yfir 40 síður og er jafn tilkomumikil og byrjunin í Gladiator ef ekki tilkomumeiri. Hún er 3 sinnum lengri og tilgjörðin gífurleg. Það er nokkuð ljóst að þessi mynd verður mjög dýr ef þeir ætla að gera bardagaatriðin svona. T.d að láta þúsundir mann berjast á klettabrún. Michael Mann hefur gert flott bardagaatriði í bæði Heat og Last of the Mohicans þannig að það ætti að vera forvitnilegt að sjá útkomuna af þessu bardagaatriði”.

Sá sem skrifaði þessa umsögn kallar sig STAX og skrifar hann fyrir Film Force IGN. Ég get varla beðið eftir þessari mynd og lofar hún mjög góðu. Ég ætla allavega að kynna mér betur þetta stríða Spartverjanna og jafnvel reyna að komast yfir bók Frank´s Miller um stríðið sem heitir 300.
Hvernig líst ykkur á þessa mynd? Ég veit ekki hvenær hún kemur út en það ætti að vera annaðhvort seint á þessu ári eða snemma árið 2003 annars dey ég úr spenningi.

p.s. ef það er eitthvað vitlaust hjá mér þá leiðréttið þig mig bara, ég veit ekki mikið um þetta stríð(en ætla að breyta því:)

-cactuz