Young Guns 1 og 2 Fyrir nokkrum árum síðan voru þessar myndir uppáhaldsmyndir mínar. Ég átti þær á spólu og horfði á þær milljón sinnum. Þetta eru skemmtilegar vestramyndir með ungum en góðum leikurum sem sýna hér sínar bestu hliðar.

Young Guns var gerð árið 1988 af Cristopher Cain. Höfundur myndarinnar heitir John Fusco. Hún fær 6.3 hjá imdb.com sem er ágætis einkunn.
Myndin fjallar um hóp af ungum mönnum sem vinna hjá kaupsýslumanninum John Tunstall á búgarðinum hans. Þetta eru allt menn sem koma af götunni og John er að hjálpa þeim að bæta ráð sitt. Einn daginn hjálpar hann ungum manni að nafni William H Bonney að flýja frá laganna vörðum. William slæst þá í hópinn með hinum. John stundar nautgripasölu og erkióvinur hans Murphy er að reyna að kaupa af honum búgarð hans. John neitar að selja og fyrir vikið er honum komið fyrir kattarnef fyrir framan William og hina piltanna. Lögfræðingurinn Alex, sem er vinur John, fær þá lögreglustjórann Brady til að útnefna mennina sem lögreglumenn og þeir byrja þá eltingarleikinn við Murphy og menn hans. Ungu mennirnir eru fyrrnefndur William öðru nafni Billy the kid,friðarsinninn og ljóðskáldið Doc,indíánin Chavez,boxarinn Charley,sóðakjafturinn Dirty Steve og svo loksins Richard eða Dick sem heldur að hann sé foringinn. Þetta er skemmtilega blandaður hópur sem leikinn er af góðum leikurum. Í aðalhlutverkum eru:
Emilio Estevez- Billy the kid
Kiefer Sutherland- Doc
Lou Diamond Phillips- Chavez
Dermot Mulroney- Dirty Steve
Casey Siemasko- Charlie
Charlie Sheen- Richard(Dick)
Terence Stamp- John Tunstall
Jack Palance- Murphy

Þettar er hröð og skemmtileg mynd um eina af frægustu persónum í villta vestrinu Billy the kid. Emilio leikur Billy allveg yndislega klikkaðan og Kiefer er einnig pottþéttur. Myndin er samt ekkert 100% sögulega rétt en samt fínasta mynd.


Young Guns II: Blaze of Glory var gerð af Geoff Murphy og aftur skrifaði John Fusco handritið. Þótt þessi mynd sé ekki jafn góð og hin þá er hún samt fínasta skemmtun. Hún fær 5.7 á imdb.com hún fékk óskarsverðlaun fyrir tónlistina sem Jon Bon Jovi bjó til fyrir myndina.
Myndin byrjar á því að blaðamaður hittir gamlan mann sem segist heita Bill Roberts. Gamli maðurinn segist hins vegar vera hinn eini sanni Billy the Kid sem átti að hafa verið skotinn af Pat Garrett 1881. Blaðamaðurinn trúir honum varla en hlustar samt á sögu gamla mannsins. Gamli maðurinn segir sannfærandi frá því hvernig Billy og félagar urðu eftirlýstir og hvernig þeir urðu að flýja til Mexíkó. Í hóp þeirra bættist Dave Rudabaugh en sá sem eltir þá er fyrrverandi félagi Billy sem kallast Pat Garrett sem nautgripakóngurinn John Chisum færi til að svíkja Billy og gerast lögreglustjóri. Á flóttanum fara vinaböndin að slitna eitthvað og þeir eiga erfitt með að halda hópinn en Billy er ekki búinn að gleyma svikum Pat´s og vill ólmur halda áfram.

Báðar myndirnar eru hraðar og mikið af tilkomumiklum skotbardögum en það sem einkennir báðar myndirnar eru sterkir karakterar og góður leikur. Mér finnst þessar myndir vera gífurlega vanmetnar og mæli ég með því að fólk kíkji á þær ef þið hafið ekki séð þær. Þó mæli ég frekar með fyrri myndinni. Emilio hefur aldrei verið betri en sem Billy the kid og það virðist sem hann sé fæddur í þetta hlutverk. Í helstu hutverkum eru:
Emilio Estevez- Billy the kid
Kiefer Sutherland- Doc
Lou Diamond Phillips- Chavez
Christian Slater- Dave Rudabaugh
William L Petersen- Pat Garrett
Alan Ruck- Hendry
R.D Call- D.A Rynerson
James Coburn- John Chisum
Balthazar Getty- Tom
Viggo Mortensen- John W Poe

Ef þið fílið vestra þá verðið þið að sjá Young Guns myndirnar.

-cactuz