Romper Stomper Romper Stomper kom út árið 1992 og var gerð í Ástralíu. Myndin er frægust fyrir að gera Russell Crowe að stjörnu í Ástralíu og fleyta honum áfram til Hollywood. Ég sá þessa mynd fyrir mörgum árum síðan og þarf eiginlega að fara að sjá hana aftur. Myndin er óvæginn og tekur hreinskilnislega og harkalega á rasisma.

Romper Stomper fjallar um hóp af skinnhausum í Melbourne sem leiddir eru af félögunum Hando(Crowe) og Davey. Líf þeirra snýst um að safna nasistaminjagripum og ráðast á asíubúa sem “smita” Ástralíu eins og þeir líta á það. Þeir eru mjög harðir í þeirri trú að losa Ástralíu við alla asíubúa. Inn í hópinn bætist svo stelpa sem þjáist af flogaveiki. Hando fellur fyrir henni og vinátta Davey og Hando fer að ókyrrast. Davey finnst Hando vera að breytast og finnst hann vera aumari í trú sinni. Hando fer í gegnum breytingaskeið þar sem hann fer að líta á allt ofbeldið í kringum rasismann sem heimskulegt ofbeldi. Myndin er hlaðin ofbeldi en hún er ekki gerð einungis út á ofbeldið. Ofbeldið hefur tilgang í myndinni og það er einfaldlega að sýna hversu heimskulegt það er. Á sama hátt og Fight Club var gagnrýnt fyrir ofbeldisdýrkun fékk þessi einnig sama stimpil í Ástralíu. Hún var gífurlega umdeild og var bönnuð um tíma þar í landi. Skilaboðin í þessari mynd eru skýr og þau sömu og í Fight Club og líka auðvitað American History X og það er “grow up!”. Ef maður ætti að líkja þessari mynd við American History X þá myndi maður bara taka eftir budget mismun. Þessi mynd hefur reyndar ekki þetta foreldravald sem var í AHX og hafa karakterarnir í þessari mynd ekkert aðhald að er virðist. Þetta getur verið galli eða kostur við myndina. Það skilur eftir stórt gat í karaktersköpun myndarinnar að sjá ekki aðstæður heima hjá þessum skinnhausum. Það kemur samt vel fram hvernig múgæsingur á stóran þátt í ofbeldinu og hvað fáviska getur verið hættuleg ef henni er stjórnað af greindari og geðveikari aðila. Asíubúarnir eru ekki gerðir að englum því rasismi fer í allar áttir, enda rugl að halda öðru fram.

Myndin er kröftug og hröð og skilur heilmikið eftir sig. Crowe er magnaður sem Hando og skiljanlegt að hann hafi vakið athygli Hollywoodmanna. Myndatakan er gróf og raunveruleg og þungarokkið bætir á bálið sem þessi mynd er. Þótt American History X sé “flottari” þá er hún samt ekkert langt á undan Romper Stomper hvað gæði varða. Romper Stomper er skylduáhorf fyrir þá sem finnst Hitler vera coolkall og þeim sem finna fyrir löngun í að lesa Mein Kampf. Við hin ættum líka að kíkja á þessa mynd til áminningar og lærdóms. Myndin fær 7.2 á imdb.com

“Elskum friðinn og strjúkum kviðinn”

-cactuz