Tímaflakksmyndir Ég hef mjög gaman af öllum sci-fi byggðu efni og ég hef sérstaklega gaman af tímaflakksbyggðum hugmyndum. Þetta efni hefur verið vinsælt hjá rithöfundum og handritshöfundum í gegnum árin. Ég horfði alltaf á gömlu Quantum Leap þættina og sakna þeirra sárt.

Vinsælustu tímaflakks hugmyndirnar innihalda kenningar um svarthol sem virka sem hlið að svokölluðum ormagöngum. Oftast í þessum myndum er hinsvegar notast við einhvers konar tæki sem knýr manneskjuna aftur í tímann eða áfram með gífurlegri orku. Svo vilja aðrir styðjast við samliggjandi víddir. Tímaflakks hugmyndir í dag eru eingöngu byggðar á kenningum þannig að það er ekki enn raunhæfur möguleiki á því að tímaflakk verði nokkurn tímann mögulegt en það er alltaf gaman að láta hugann reika í þessum sci-fi kvikmyndum. Mig langar því aðeins að taka saman nokkrar tímaflakksbyggðar kvikmyndir í engri sérstakri röð.

1.Terminator 1 og 2: Skemmtileg pæling hjá meistara James Cameron um vélmenni sem er kemur úr framtíðinni til að ráða móður frelsishetju af dögunum. Vélmennið kemur aftur til fortíðar með hjálp tækis sem ekki er frekar útskýrt nema þá að enginn dauður hlutur fer í gegn(kannski svoldið asnalegt). Í seinni myndinni kemur annað vélmenni til að drepa sjálfa frelsishetjuna á unglingsárum.

Back To The Future 1,2 og 3: Tvímælalaust ein af skemmtilegustu trílógíum kvikmyndanna. Tekur öðruvísi á tímaflakki og hugsar meira um afleiðingar hennar á fólkið sjálft. Gefur líka skemmtilegt innsýn í framtíðina. Hverjum langaði ekki í svona svifbretti eftir að hafa séð mynd nr 2. Ferðatækið sjálft er gamall Delorean bíll.

Time Bandits: Mjög súr en skemmtileg mynd frá snillingnum Terry Gilliam(Brazil) um ungan strák sem hefur fjörugt ímyndunarafl. Hann fer í tímaflakksferð með dvergum sem koma út úr fatnaði af honum. Þessi dvergar eru með kort af öllum tímaholum í heiminum,sem þeir fengu að láni frá “æðri veru”. Ein af þessum tímaholum er í einum fatnaði stráksins. Þeir skoða allt frá tíma Napóleons að miðöldum og til byrjunar 20.aldar.

Highlander trílógían: Þó þessar myndir fjalla ekki beint um tímaflakk þá finnst mér þær samt vera um svipað efni. Connor McCloud er ódauðlegur maður sem við fylgjum gegnum miðaldir í Skotlandi og allt til New York árið 1986. Hann hefur þurft að horfa á alla í kringum sig eldast og deyja. Hann er einn af útvöldum sem lifa að eilífu en þegar þeir hittast þá berjast þeir. Eina leiðin til að drepa þá er að höggva hausinn af þeim. Síðan fylgdi lélegt framhald og ennþá verri þriðja mynd.

Bill & Ted myndirnar: Þetta er svona unglina útgáfa af tímaflakksmynd þar sem “dude” er notað óspart. Myndin fjallar um Bill og Ted sem eru að falla í skóla vegna þess að þeim gengur heldur illa í sögu. Þeir hitta því mann að nafni Rufus sem bíður þeim í ógleymanlega ferð um mannkynssöguna í símaklefa. Síðan fylgdi annað álíka heimskt framhald þar sem vélmenni sem líta út eins og Bill og Ted eru send úr framtíðinni til að drepa þá, þannig að þeir þurfa að flýja úr helvíti til að losa sig við þessi vélmenni sem komu í stað þeirra. Eini ljósi punkturinn í þessari er mjög fyndinn William Sadler sem Grim Reaper.

Timecop: Jean Claude Van Damme leikur lögreglumann sem er partur af löggæslu sem gætir þess að enginn misnoti tímaflakkstæknina í framtíðinni. Hann þarf að fara sjálfur til fortíðarinnar þegar í ljós kemur að einhver ætlar að drepa hann þar. Crapmynd.

Freejack: Kappaksturmaðurinn Alex Furlong(Emilio Estevez) er rænt rétt áður en hann deyr í hræðilegu kappaksturslysi. Þá meina ég sekúndubroti áður. Honum er ætlað að vera nýr líkami fyrir gamlan og voldugan kaupsýslumann(Anthony Hopkins) sem hefur þróað tækni sem flytur minni á milli líkama. Það var skemmtilegast að sjá gamla brýnið Mick Jegger í aukahlutverki í þessari mynd.

Army of Darkness eða stundum kölluð Evil Dead 3: Þetta er framhald af Evil Dead 2. Ash er fer í tímaferð til miðalda með haglabyssu,vélsög og bílinn sinn. Hann setur óvart af stað bylgju af beinagrindum sem er stjórnað af Evil Ash sem er hálfgert klón af honum. Hann beitir því öllum sínum vitsmunum og reynslu úr 20 öldinni til að berjast gegn þessum myrkravöldum.

12 Monkeys:Önnur tímaflakksmynd frá meistara Terry Gilliam. Árið 1996 eyðir plága 5 milljörðum manna. Árið 2035 eru aðeins 1% af upprunalega fólksfjöldanum eftir og þarf að búa neðanjarðar. Fanginn James Cole er sendur aftur í tímann til ársins 1996 til að reyna að afla upplýsinga um hvaðan vírusinn er. Hann er óvart sendur til 1990 og endar á geðsjúkrahúsi. Þetta er örugglega ein besta tímaflakksmyndin. Snilldarmynd með góðum leikurum eins og t.d. Bruce Willis og Brad Pitt.

Time after Time: Skemmtileg hugmynd þar sem maður að nafni H.G. Wells(heitir sama nafni og höfundurinn frægi sem skrifaði söguna Timemachine) býr til tímavél. Þegar í ljós kemur að einn af vinum hans er Jack The Ripper flýr sá maður í gegnum tímavél Herberts. Herbert eltir Jack til seinni hluta sjöunda áratugarinns. Hann kynnist þar bankakonunni Amy sem segir honum allt um sjöunda áratuginn á meðan hann leitar að Jack. Jack er hinsvegar himinlifandi yfir því hve ofbeldisfullt samfélagið er og hann heldur áfram morðæði sínu.

Peggy Sue got married: Þessi mynd er fjallar um 43 ára húsmóðir sem er í miðjum skilnaði og er að skipuleggja high school reunion. Það líður yfir hana og þegar hún vaknar aftur er hún komin aftur í menntaskóla. Myndin er mannlegri en flestar aðrar tímaflakksmyndir og fjallar um hverju maður vildi helst breyta. Á endanum breytir Peggy Sue ekki eins miklu og hún hélt. Leikstjóri er enginn annar en Francis Ford Coppola og Kathleen Turner leikur Peggy. Aðrir leikara eru t.d. frændi Francis, Nicholas Cage(Coppola) og þetta var líka fyrsta myndina hans Jim Carrey.

Frequency: Þó enginn í þessari mynd fari í gegnum tímann þá geta söguhetjurnar tvær talað saman í gegnum tímann. Myndin fjallar um feðga sem geta talað saman vegna einhverra óútskýranlegra bylgjutruflanna í himinhvolfinu. Málið er það bara að þeir tala á milli sjöunda áratugarinns og tíunda áratugarinns. Faðirinn sem er slökkviliðsmaður deyr og sonur hans gerist lögreglumaður. Sonurinn er orðinn fullorðinn og getur nú talað við föður sinn áður en hann dó. Hann varar hann við dauðsfalli hans en þar með er ekki vandamálin leyst.

Event Horizon: Þessi mynd hefði getað verið allgjör snilld en hún er bara mjög fín eins og hún er. Hún fjallar um það hvort það sé hægt að beisla þessa gífurlegu orku sem býr í svartholum. Geimskipið Event Horizon hverfur en finnst svo mörgum árum seinna. Í þessu skipi er beislað svarthol. Hvar hefur skipið verið öll þessi ár. Svo missir myndin marks þegar útskýringar á því hvar það var koma.

Sphere: Hópur af vísindamönnum fara niður að hafsbotni til að skoða 300 ára geimskip. Þeir halda að skipið komi frá geimverum en annað kemur á daginn. Þessi mynd tekur einnig að hluta til á möguleikanum á tímaflakki í gegnum svarthol en það er ekki aðalatriði myndarinnar.

Austin Powers myndirnar: Njósnarinn Austin Powers er einungis frystur í fyrstu myndinni en í seinni myndinni þarf hann að fara aftur til 1969 til að koma í veg fyrir að Dr. Evil steli sjarma hans. Ég veit ekkert hvernig söguþráðurinn er í þriðju myndinni.

The Time Machine: Byggð á vísindaskáldsögu H.G. Wells og fjallar um mann sem býr til tímavél og skoðar framtíðina. Þar búa aðeins tvær tegundir af mannverum Morlokkar og Eilojar(það var vísað í þessar tegundir í myndinni Ransom þar sem Gary Sinise var að útskýra muninn á sér og Mel Gibson). Myndin var gerð 1960 en það kemur endurgerð á þessu ári með Guy Pierce í aðalhlutverki.

Groundhog Day: Þessa tel ég vissulega vera tímaflakksmynd því aðalsöguhetjan Phil upplifir sama daginn aftur og aftur. Mjög sniðug mynd um þessa martröð að þurfa að vera fastur í sama bænum og tala við sama fólkið og gera sömu hlutina að eilífu.

Minority Report: Þessi mynd er ekki ennþá komin út en hún fjallar um nýjar löggæsluaðferðir þar sem glæpamenn eru handteknir áður en þeir fremja glæpinn. Þetta geta þeir með hjálp einhvers konar tækni sem sér inn í framtíðina.

Just Visiting: Þessi mynd er nýkomin út hér á landi og fjallar um riddara sem ásamt þjóni sínum er sendur óvart til ársins 2000. Þar kynnast þeir því hvernig heimurinn hefur breyst frá miðöldunum og þeir reyna að finna leið til að komast aftur til 13.aldar.

Ég man ekki eftir fleiri tímaflakksmyndum.

Hér listi af mínum uppáhaldstímaflakksmyndum:
1.Terminator 1 og 2
2.12 Monkeys
3.Back to the future 1 og 2 (3 fannst mér ekki nógu góð)
4.Highlander
5.Event Horizon

Síðan er ég nokkuð viss um að Minority Report eigi eftir að komast á þennan lista þegar ég er búinn að sjá hana.

-cactuz