Ég man vel eftir því þegar ég fór að sjá þessa mynd á kvikmyndahátíðinni í Reykjavík fyrir nokkrum árum síðan. Ég var ekki að búast við miklu og hafði lítið um hana heyrt. Tók hálfgerða áhættu með því að fara á hana. Ég sé ekki eftir því í dag. Ef maður ætti að lýsa þessari mynd í einu orði þá myndi maður segja “óþægileg”. Ef maður ætti að lýsa henni í tveimur orðum þá yrði það “óþægileg og andstyggileg”. Strax frá fyrstu mínútu finnur maður fyrir því hversu svartur húmorinn í þessari mynd er og maður verður heltekinn af honum strax. Þetta er fjölskyldumyndin sem white-trash fólk á að horfa á saman á þakkagjörðardaginn í Bandaríkjunum.

Myndin fjallar um þrjár systur og fjölskyldur þeirra. Í upphafi myndarinnar er ein af systrunum að segja feitum kærasta sínum upp, sem Jon Lovits leikur yndislega meðaumkunarverðan. Elsta systirin er hamingjusamlega gift með börn. Gallinn er sá að eiginmaður hennar(Dylan Baker), sem er sálfræðingur, er efnilegur barnaníðingur sem á sér dagdrauma um að drepa fólk í almenningsgarðinum með hríðskotabyssu. Hann á það líka til að rúnka sér yfir barnablöðum og hann girnist besta vin sonar síns. Það er mjög minnistætt atriði þar sem þessi sálfræðingur er að hlusta á raunir sjúklings og fer að hugsa um hvað hann þarf að gera um daginn, t.d. hvað hann þarf að kaupa í matinn og er engan veginn að hlusta á greyið konuna sem er að segja honum leyndarmál sín. Einn af sjúklingum hans er maður sem hefur áhuga á þriðju systrinni. Hann býr í sama húsi og hún en þorir ekki að tala við hana. Hann á það hinsvegar til að gera símaat þar sem hann hótar að ríða henni og fá það yfir hana. Þennan ljúfa mann leikur Philip Seymour Hoffman af stakri snilld. Fyrsta systirin sem sagði upp feita manninum kynnist svo rússneskum manni sem heillar hana upp úr skónum en á það til að stela hlutum frá henni. Í örvæntingu sinni horfir hún framhjá því að hann er að stela frá henni og þau byrja saman. Foreldrar systranna eru í eigin vandræðum og ætla að fara að skilja. Móðirin hefur áhyggjur af útliti sínu. Það er allgjör gullmoli atriðið þar sem þessi gamla kona ætlar að keyra aftan á unga stúlku sem er að skokka en hættir við á seinustu stundu(brilliant).

Það sem er áhugaverðast við þessa mynd er það að maður hlær að ótrúlega nasty hlutum. Til dæmis hlær maður þegar sálfræðingurinn/barnaníðingurinn setur svefnpillu í túnfisksamloku hjá vin sonar síns. Vinurinn er í heimsókn og faðirinn getur ekki hamið sig. Þetta er náttúrulega efni í hryllingsmynd en í þessari mynd er það sprenghlægilegt. Einnig eru samtölin á milli sálfræðingsins og sonar hans um sjálfsfróun endalaust fyndin. Ég hef ekki ennþá séð mynd sem er með tærnar þar sem Happiness hefur hælana hvað svartan húmor varðar. Maður veit eiginlega ekki hvort maður á að skammast sín fyrir að fíla þessa mynd sem grínmynd eða ekki. Snillingurinn sem gerði þessa mynd heitir Todd Solondz og hann er búinn að gera aðra mynd sem heitir Storytelling. Ég er búinn að sjá hana og hún olli mér vonbrigðum og er ekki jafn góð og Happiness. Þetta er brilliant grínmynd um hluti sem enginn vill hugsa um. Það að geta gert þessa fjölskyldu hlægilega er náttúrulega snilld út af fyrir sig.

Ég mæli eindregið með því að fólk skoði þessa mynd og ekki skammast ykkar fyrir að hlægja að henni. Hún fær 7.8 á imdb en ég myndi helst vilja gefa henni fullt hús.

Coach: What do you think would happen if I got him a professional… you know…
Bill: A professional?
Coach: Hooker. You know, the kind that can teach things… first-timers, you know… break him in.
Bill: But Joe, he's 11.
Coach: You're right, you're right. It's too late.

-cactuz