Tremors Það eru fáar myndir sem hafa komið jafn mikið á óvart og Tremors. Hún lítur út og hljómar eins og argasta B-mynd en hún á ekki skilið að vera í þeim flokk. Ef hún er talinn vera B-mynd þá myndi ég segja að hún sé með betri B-myndum sem ég hef séð. Þetta er mjög skemmtileg grínhryllingsmynd sem nær að halda góðu tempói út alla myndina.

Tremors gerist í litlum bæ í Bandaríkjunum sem heitir Perfection. Þar eru félagarnir Val og Earl eru verkamenn. Þeir eiga sér þó draum um að meika það og í þeirri trú ákveða þeir að yfirgefa þessa eyðimörk í Nevada-ríki. Þeir ná ekki langt því eini vegurinn sem hleypir þeim út úr þessum rykdal er lokaður vegna grjóthruns. Þeir skoða staðinn betur og finna þar lík af vegaverkamönnum. Fljótlega fara þeir að finna dauð dýr og aðra skrýtna hluti. Þeir hitta einnig skjálftafræðing sem segir þeim frá skrýtnum skjálftum á svæðinu. Þeir félagar snúa aftur í til bæjarins og reyna að komast að því hvað er á seyði. Þeir fá svar við því fljótlega og í ljós kemur að þeir eiga í höggi við risastórt skrímsli sem lifir neðanjarðar og minnir talsvert á orm. Þessi skrímsli sjá um að fækka fólksfjölda bæjarins.Val og Earl leiða hóp af fólki gegn þessum skrímslum. Í þeim hópi eru meðal annars mjög skemmtilegt par sem hefur “dálitla” byssudellu sem er tilbúið í hvaða stríð sem er. Upp á þökum og ofan á bílum og öðrum hlutum reyna þau að flýja þessi skrímsli sem finna fyrir öllum hreyfingum á jörðunni.

Myndin er fyrst og fremst grínmynd og verður aldrei beint ógnvænleg enda er varla hægt að gera svona orma eitthvað rosalega scary. Það er líka ágætt að það er ekkert verið að reyna að koma með einhverja útskýringu á því hvaðan þessi skrímsli koma, enda allveg óþarfi. Kevin Bacon og Fred Ward eru skemmtilegt tvíeyki sem hetjurnar Val og Earl og þeir halda myndinni allgjörlega uppi. Ásamt nokkrum “öðruvísi” hasaratriðum og mikilli keyrslu út allar 96 mínúturnar verður Tremors að fínustu skemmtun og toppklassa afþreyingarmynd sem maður horfir á þegar maður vill ekki nota toppstykkið of mikið.

Það fylgdu síðan seinna Tremors 2 sem var engan veginn jafn skemmtileg og frekar þunn og svo held ég að það hafi komið þriðja myndin en hún náði ekki lengra en í sjónvarpið.
Ég mæli allavega með því að fólk skoði fyrstu myndina. Hún fær 6.8 á imdb sem er bara nokkuð gott miðað við svona skrímslamynd.

“Stay of the ground!!!!!”

-cactuz