Sean Penn Sean Penn fæddist 17 ágúst 1960 í Burbank,Californiu. Hann á einn yngri og einn eldri bróðir. Yngri bróðir hans er Chris Penn sem hefur leikið í Reservoir Dogs til dæmis en eldri bróðir hans er söngvari og heitir Michael. Faðir Sean´s heitir Leo Penn og er sjónvarps og kvikmyndaleikstjóri. Móðir hans er fyrrverandi leikkona og heitir Eileen Ryan. Það er því greinilegt að leiklistin er í blóðinu hans. Fyrstu tíu árin bjó fjölskyldan í San Fernando Valley í Hollywood. Síðan fluttu þau til Malibu og þá fékk Sean brimbrettadellu. Hann eignaðist vini í hverfinu sem eru frægir leikarar í dag. Það voru bræðurnir Emilio Estevez og Charlie Sheen(sem heitir í rauninni Carlos Estevez) og Rob Lowe. Hann fór snemma að fikta í 8mm kvikmyndum með þeim en brimbrettið var samt aðaláhugamálið hans á þessum tíma. Eftir að hann kláraði Santa Monicu High School þá sleppti hann því að fara í háskóla og fór frekar að leika strax með LA Group Repertory Theater hópnum. Hann lék fyrst í sjónvarpi 19 ára og lék í nokkrum þáttum á næstu árum.

Hann fékk svo leið á sjónvarpi og keypti sér því one-way miða til New York til freista gæfunnar í kvikmyndum. Hann fékk nokkur hlutverk á Braodway áður en hann fékk sitt fyrsta kvikmyndahlutverk í myndinni Taps(1981). Hún gerist í herskóla þar sem Timothy Hutton leikur uppreisnarsegg sem fær aðstoð frá Sean Penn og Tom Cruise. Sean skyggði á mótleikara sína og fékk góða dóma og þótti mikið efni þar á ferðinni. Hann lék svo í skólagrínmyndinni Fast Times at Ridgemont High(1982). Þar sýndi Penn góðan gamanleik og myndin sló í gegn. Hann sneri sér að alvarlegri hlutum í myndinni Bad Boys(1983). Hann rannsakaði mikið fyrir það hlutverk og fékk að fara með sérdeild lögreglunnar í Chicago sem einblínir á götugengi. Penn var það ákafur að hann fékk sér alvöru tattú fyrir hlutverkið. Myndin þótti mjög vel leikinn og enginn betri en Sean sjálfur. Hann lék í annarri grínmynd á móti Donald Sutherland sem hét Crackers(1984) og sama ár lék hann í mynd John Schlesinger´s The Falcon and The Snowman sem fjallaði um tvo menn sem ákveða að selja ríkisleyndarmál til Rússanna. Hann lék svo á móti bróður sínum Chris í At Close Range(1986) þar sem Sean lék táning sem lendir í hörðu við glæpamanninn/föður hans(Christopher Walken).

Á þessum tíma byrjaði hann með poppgyðjunni Madonnu og hann fór núna að kynnast sirkúsnum í kringum papparazzi-ana. Meira að segja þegar þau giftu sig á ströndinni í Malibu voru þyrlur svífandi yfir vígslunni og orðrómur var á kreiki um það að Sean hefði skotið úr byssu í loftið til að hrekja þá burt. Hann gerði svo mynd með Madonnu sem kallaðist Shanghai Surprise(1986) og var það eina myndin sem hann gerði á meðan hann var giftur henni. Þau skildu nokkru seinna og voru blöðin óvægin við Penn og sökuðu hann um að hafa lamið Madonnu með hafnaboltakylfu. Penn vildi aldrei tjá sig um málið en hann fór í fangelsi svo í 32 daga fyrir að ráðast á fréttamann. Hann var komin með bad-boy orðstír á sig en hann svaraði fyrir sig með því að leika í góðri glæpamynd um glæpaklíkur. Hann kom sjálfur með handritið í Orion Pictures og bað þá um að ráða Dennis Hopper til að leikstýra henni. Útkoman var Colors(1988), þar sem hann lék löggu ásamt Robert Duvall. Hann lék í umdeildri mynd Brian DePalma Casualties of War þar sem Víetnam stríðið var tekið harkalega fyrir. Hann lék svo á móti Robert DeNiro í endurgerð myndarinnar Where No Angels sem var áður gerð 1955. Þá kom snilldarglæpamyndinni State of Grace(1990) þar sem fjallað er um baráttu í írsku-mafíunni í New York. Á móti honum léku þungarvigtarmenn eins og Ed Harris og Gary Oldman. Það var líka við gerð myndarinnar sem hann kynntist núverandi eiginkonu hans sem hét þá Robin Wright en heitir núna Robin Wright Penn.

Honum var farið að leiðast svoldið og vildi helst skrifa og leikstýra sinni eigin mynd. Hann gerði það og myndin heitir The Indian Runner og fjallar hún um tvo bræður sem eru allgjörar andstæður. Einn þeirra er heiðvirð lögga(David Morse) og hinn er fyrrverandi fangi(Viggo Mortensen). Myndin er mjög góð og fékk frábæra dóma. Penn var búinn að segja það að hann væri hættur að leika og hann gerði það í 3 ár þar til Brian DePalma bað hann um að leika í glæpamyndinni Carlito´s Way(1993) á móti goðsögninni Al Pacino. Penn leikur lögfræðing fyrrverandi glæpamannsins Carlito(Pacino). Sean lék það vel í henni að hann var tilnefndur til bæði Golden Globe og óskarsverðlauna. Hann hélt svo áfram að leikstýra og núna vildi hann fá átrúnaðargoðið sitt Jack Nicholson til að leika í myndinni hans. Það tókst og útkomunni var misjafnlega vel tekið og myndin heitir The Crossing Guard(1995). Jack sýndi allar sínar bestu hliðar en myndin þótti of þunglynd og dökk. Sean lék síðan snilldarlega í mynd Tim Robbins Dead Man Walking(sem mér finnst vera langbesta myndin hans). Þar leikur hann vægðarlausan morðingja/nauðgara sem bíður eftir dauðarefsingu sinni með nunnuna(Susan Sarandon) sér til aðstoðar. Susan og Sean voru bæði tilnefnd en Susan vann bara. Þrátt fyrir magnaðan leik þá fangaði hann ekki athygli akademíunnar nógu vel til að fá verðlaunin(skandall). Hann lék á móti Robin eiginkonu sinni í myndinni She´s so lovely(1997). Hann fékk verðlaun á Cannes hátíðinni fyrir að leika brjálæðinginn Eddie Quinn í þeirri mynd. Sama ár lék hann í vegamynd Olivers Stone, U-Turn og sýndi þar afbragðsleik. Hann lauk svo árinu 1997 með því að leika lítið en mikilvægt hlutverk í mynd David Finher, The Game.

Hann lék svo árið 1998 í Hollywood ádeilumyndinni Hurlyburly á móti Kevin Spacey og Meg Ryan og sama ár hljóp hann til, eins og fleiri leikarar, svo hann gæti tekið þátt í mynd Terrence Malick sem gerir svo fáar myndir að það er jafn sjaldgæft að sjá sólmyrkva og Malick-mynd. Myndin heitir náttúrulega The Thin Red Line og olli hún mér vonbrigðum. Hún átti marga góða spretti en hún var alltof löng og hæg fyrir stríðsmynd. Sean fór svo á kostum sem jassgítaristinn Emmet Ray í Woody Allen myndinni Sweet and Lowdown(1999).Hann leikstýrði svo þriðju mynd sinni sem heitir The Pledge og er nýhætt í bíói hér á landi. Þar fékk hann aftur Jack Nicholson til að leika og nú er það lögga sem leitar að morðingja litlar stelpu. Mjög dökk mynd en mér fannst hún nokkuð góð og vel leikin og óhefðbundin að öllu leiti. Hann er svo nýlega búinn að leika í mynd Kathryn Bigelow, The Weight of Water, sem fjallar um aldargamalt morðmál. Nýjasta myndin hans er I Am Sam þar sem Penn leikur mann sem hefur þroska á við 7 ára strák og er brjálaður bítlaaðdáandi. Hann er að missa dóttur sína í hendur yfirvalda vegna vangetu sinnar sem föður og ræður því lögfræðing til að hjálpa sér.
Það er allavega nokkuð ljóst að þessi frábæri leikari er búinn að leika í mörgum gæðamyndum og hann gefur sig 100% fram í allar myndir sínar.

Svo fylgir hér með useless info um Sean Penn:)
Bílar:BMW og Jeep Cherokee
Músík:Bruce Springsteen,Leonard Cohen,Jewel og U2
Íþróttir:brimbretti,körfuubolti,skokka og lyftingar
Drykkir:Viský,Vodka,Gin,Guiness,Budweiser og íste
Vinir Sean´s eru t.d. Jack Nicholson,Dennis Hopper,Timothy Hutton,Charlie Sheen og Bono
Rithöfundar:Charles Bukowski,David Rabe,Allen Ginsberg og William Faulkner

Dennis Hopper: “Sean is a much more disciplined actor than I was at his age. I'm not gonna say he's more talented than I was, but my fight was a different fight. I wasn't punching out photographers, I was pouching out directors”.

Gary Oldman: “We were shooting in Times Square and all these newspaper photographers showed up, and they wouldn't stop. They took flash photographs while we were doing takes. I said, ‘I don’t mind you taking photographs, but don't do it while I'm working! ‘Cause it ruins the film’. and they just wouldn't stop. There was this one particular guy, and I said to Sean, ‘I’m gonna go whack this guy out!' And Sean was just…he waved it all aside. What a life!”.

Tim Robbins: “I didn't find him far removed from us at all. From the first day he laughed, he joked. In between takes, he'd break character. I'd heard stories about him, but they were totally unfounded - that bullshit about having to refer to him as his character's name. That stuff usually comes from a source that has a personal vengeance involved. I asked him about it, and it came from a particular director or producer who he'd gotton into a difficult situation with. Total bullshit. One word that I would say is real key to understanding Sean is honesty”.

Oliver Stone: “Not everyone hates Mr. Cool (Sean). Not across the board. People respect him. Sean is excellent on performance.”


“If too many people like you, you're doing something wrong.”
-Sean Penn


-cactuz