Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Bruce Willis (27 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 1 mánuði
Mér finnst að það ætti að vera mynd af Bruce Willis hliðin á orðinu svalur í orðabók. Hann leikur nánast alltaf ótrúlega svala karaktera og er þar náttúrulega John McClane fremstur meðal jafningja. Mig langar til að fara yfir ferilinn hjá þessum ofursvala leikara. Bruce Willis fæddist á herstöð í Idar-Oberstein Þýskalandi 19.mars 1955. Þegar faðir hans lauk herskyldu 1957 og þá flutti hann með fjölskylduna til Carney´s Point í New Jersey þar sem Bruce ólst upp. Bruce var mjög atorkumikill og...

Mel Gibson (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Mel Columcille Gerard Gibson fæddist 3 janúar 1956 í Peekskill,New York. Hann er ekki fæddur í Ástralíu eins og margir halda. Hann ólst upp í New York þar til hann var 12 ára. Hann er sjötti elstur af systkinum sínum sem eru 11 samtals. Pabbi hans Hutton sem vann við lestarteina tók þátt í Jeopardy leikjaþættinum og vann stóran pott. Í kjölfarið ákvað hann að flytja með fjölskylduna til Ástralíu aðallega vegna þess að hann var hræddur um að synir hans yrðu kallaðir í herinn(í...

Arnold Schwarzenegger (27 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Það er ekki til sá maður sem hefur ekki séð mynd með Arnold Schwarzenegger. Arnold hefur leikið í nokkrum af vinsælustu myndum sögunnar sem hafa rakað inn “milljarða” dollara. Mig langaði því aðeins að rifja upp söguna á bak við þetta undur með svakalega nafnið Arnold Schwarzenegger. Arnold fæddist 30 júlí 1947 í Thal rétt hjá Graz í Austurríki. Hann ólst upp á annarri hæð í 300 ára byggingu sem hafði engar pípulagningar,síma,teppi,hitamiðstöð og aðeins örfá ljós. Þar bjó ásamt föður...

David Cronenberg (4 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Í kjölfar þess að ég skrifaði hérna grein um James Woods þá ákvað ég að skrifa líka grein um David Cronenberg. Kveikjan að þessum greinum er sú að ég er nýbúinn að sjá myndina Videodrome þar sem þessir snillingar leiða saman hesta sína. David Cronenberg er löngu orðin cult hryllingsmyndaleikstjóri. Hann hefur gefið út nokkrar af frumlegustu myndum kvikmyndasögunnar og allar eru þær innsýn í einhvern skrýtin heim sem býr í kollinum á þessum snillingi. Þegar hann var að gera stuttmyndir á...

James Woods (8 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Þeir eru ekki margir leikararnir í Hollywood sem státa af jafn mögnuðum ferilslista og James Woods. Hann er einn af þessum leikurum sem þora að velja hlutverkin sem eru vafasöm. Hann velur hlutverkin eftir sínu eigin höfði og þær myndir, sem hann velur að leika í, eru oftar en ekki byggðar á ögrandi hugmyndum. Það mætti segja að hann hræðist enga karaktera(þ.e.a.s. að leika þá) og er ég viss um að hann myndi ekki vera lengi að samþykkja að leika Hitler eða aðra hrotta. Þótt hann sé oftast...

Panic room trailer (0 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Það er kominn teaser trailer af Panic Room, nýjustu mynd David Fincher(Se7en,fight club), á bæði aintitcool.com og davidfincher.net. Mæli með því að fólk tjekki á því

Kvikmyndir byggðar á teiknimyndasögum (21 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Nú er teiknimyndasögubylgja gjörsamlega að tröllríða kvikmyndaheiminum. Stóru kvikmyndaverin slást um kvikmyndaréttinn á þessum teiknimyndasögum. Mig langaði þá aðeins að rifja upp eldri myndir sem eru byggðar á teiknimyndasögum sem ég man eftir og kannski að reyna að sjá hvort það borgi sig eitthvað að gera kvikmyndir úr þessum sögum. 1.Batman: Örugglega ein besta kvikmynd sem byggð er á teiknimyndasögu. Á eftir fylgdi ágæt framhaldsmynd(Batman Returns) en svo fór þetta í rugl í 3 og 4...

James Cameron (10 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 3 mánuðum
James Cameron er án efa einn skemmtilegasti leikstjóri í heiminum í dag og hefur hann búið til margar minnistæðar myndir og atriði í kvikmyndaheiminum. Hann hefur verið kallaður fullkomnunarsinni af samstarfsfólki sínu og er hann víst gífurlega kröfuharður. Ég ætla að rifja aðeins upp feril snillingsins James Cameron. Hann fæddist í Ontario, Kanada 16 ágúst 1954. Hann flutti til USA árið 1971. Hann hafði gífurlegan áhuga á kvikmyndum á skólaárum. Hann heillaðist sérstaklega af 2001: A Space...

Fyrsti fjórðungur 2002 (12 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Nú er að koma að áramótum og 2001 búið að vera bara svona lala kvikmyndaár. Það var samt ekki jafn slæmt og 2000. Mér líst nokkuð vel á 2002 sem kvikmyndaár það ber náttúrulega að nefna það að Star Wars attack of the clones kemur ásamt mynd nr. 2 í LOTR trílógíunni. Ég rakst á lista yfir myndir sem eru að koma núna fyrsta fjórðung ársins og þær eru: (ath að útgáfudagarnir eru miðaðir við USA) 1. Blade 2: Eftir mjög góða fyrri mynd er maður frekar spenntur að sjá hvað Guillermo Del...

Fróðleiksmolar um nokkra leikstjóra (9 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Það er ýmislegt sem maður tekur ekki eftir í myndum sem leikstjórarnir setja inn af persónulegum ástæðum. Hér eru nokkur dæmi um svona atriði: 1. Í öllum myndum Tim Burtons er einhver í svart/hvítu röndóttum fötum. Í Nightmare before christmas var það skrýtin krakki. Í batman returns var það aðstoðarmenn mörgæsarinnar og í Sleepy Hollow var það Christina Ricci. Ég er ekki viss hvort þetta sé rétt en þetta las ég samt á netinu. Ég veit ekki hvort þetta á við hinar myndirnar. 2. Í...

Batman/Superman???? (11 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Ég sá á aintitcool.com um daginn að warner brothers fyrirtækið er búið að fá í hendurnar first draft af handriti um Batman og Superman. Nú er líka verið að reyna að gera myndir eins og Alien vs Predator og Freddie vs Jason. Þetta hljómar allt eins og einhver viðbjóðsleg peningaplokkandi þvæla. Það sem gerði þessa frétt áhugaverða er hver skrifaði þetta handrit. Það er engin annar en Andrew Kevin Walker(höfundur se7en,8 mm og Sleepy Hollow). Þessi mikli snillingur er greinilega að reyna að...

Sundance Film Festival 2002 (2 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Nú er komið í ljós hvaða myndir verða á Sundance Film Festival 2002. Þessi hátíð verður stærri og stærri með árunum. Hún hefur komið myndum á markað eins og t.d. Pí eftir Aranofsky og í fyrra Memento eftir Christopher Nolan. Ég ákvað að taka saman þær myndir sem verða sýndar á hátíðinni á næsta ári. Þær eru: 1. 13 Conversations about One Thing: Leikstýrt af Jill Sprecher. Fjallar um mismunandi aðstæður og atburði hjá mismunandi fólki séð frá mismunandi sjónarhornum.Myndin er í brotum sem...

Fahreinheit 451 (5 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Það hefur lengi staðið til að gera þessa mynd eftir samnefndri bók sem Ray Bradbury skrifaði. Hún hefur einu sinni verið kvikmynduð áður árið 1966. Mel Gibson ætlaði að leikstýra þessari mynd og leika í henni líkt og í Braveheart. Hann hætti samt við vegna þess að sagðist vera of gamall til að leika aðalhlutverkið. Margir aðrir leikarar hafa verið nefndir sem líklegir til að leika aðalhlutverkið eins og t.d. Brad Pitt og Tom Cruise. Síðan gerðist ekkert í langan tíma þar til núna nýlega að...

Solaris (5 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Nú keppast Hollywoodverin við að koma með endurgerðir á markaðinn. Sumar endurgerðir hafa heppnast og aðrar ekki. Nú er í bígerð endurgerð myndarinnar Solaris frá 1971 sem var leikstýrð af Andrei Tarkovsky. Sá sem ætlar að leikstýra þessari endurgerð er Steven Soderbergh(Traffic,Out of Sight). Þess má einnig geta að James nokkur Cameron ætlar að framleiða þessa mynd í samvinnu við 20th Century Fox. Ég hef ekki séð þessa mynd frá 1971 en hún var víst ekkert neitt rosalega góð sökum þess að...

20.öldin í kvikmyndum (22 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Nú er náttúrulega komin ný öld og sú tuttugasta að baki okkar. Mig langaði því aðeins að taka saman 20. öldina í nokkrum brotum sem ég myndi raða saman einhvern veginn svona. 1. Fyrst kæmi smá mynd af Chaplin að sjálfsögðu trúlegast úr Gullæðinu eða jafnvel Einræðisherranum. 2.Síðan kæmi “Rosebud” úr Citizen Kane 3.Sturtusenan úr Pshyco 4.Bonnie og Clyde skotinn í tætlur 5.Robert De Niro að segja “You talking to me” 6.Byrjunin á Star Wars 7.Fæðingin á geimverunni í Alien 8.Tunglatriðið í...

Brad Pitt í Friends (30 álit)

í Gamanþættir fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Já það hlaut að koma að því að pitturinn kæmi sér í Friends. NBC hefur gefið út þá tilkynningu að Brad Pitt eigi að leika í einum þætti í næstu seríu. Hann á að vera gamall æskuvinur Monicu og verður hluti af þættinum í flashback senum. Þar er Monica feit og já já Brad Pitt verður feitur dömur mínar og herrar. Það verður sett á hann þetta frábæra fitugervi sem er búið að gera við Monicu og líka Joey í einum þætti. Það ætti að vera forvitnilegt að sjá Brad Pitt feitan. Monica og Pitt hittast...

Ghost in the shell (15 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég var búinn að heyra mikið um þessa mynd áður en ég sá hana þannig að væntingarnar voru gífurlegar. Ég verð bara að segja að þessi mynd sprengdi allar þær væntingar í öreindir. Þessi teiknimynd er svo mikil snilld að orð fá varla lýst. Hún setur nýjan standard í teiknimyndir sem engin átti von á frá teiknimynd. Ghost in the shell gerist í framtíðinni þar sem tölvuvírus(project 2501) verður sjálfmeðvitað og verður ágengt í að öðlast eiginleika sem gera hann lifandi samkvæmt skilgreiningunni....

Darren Aranofsky (7 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég hef aldrei farið á neina mynd sem kom jafn mikið á óvart eins og Pí. Þegar ég fór á hana var hún að ég held á kvikmyndahátíð Reykjavíkur og ég var eiginlega dreginn á hana. Ég sá svo sannarlega ekki eftir því að hafa farið á hana. Maðurinn á bak við þessa snilldarmynd er Darren Aranofsky. Mig langar til að rifja aðeins upp þennan stutta en brilliant feril hans. Aranofsky fæddist í Brooklyn, New York þann 12 febrúar 1969. Hann hafði ávallt áhuga á listum hann horfði mikið á klassískar...

Sneakers (7 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Þetta er ein uppáhaldsmyndin mín sem ég get horft á aftur og aftur. Sneakers er dæmi um virkilega vel heppnaða njósnamynd sem hefur hraða atburðarás og skemmtilega fléttu. Það eru líka frábærir leikarar í aðalhlutverkum eins og t.d. Robert Redford,Sidney Poitier,Dan Akroyd,River Phoenix(RIP),Mary McDonnell og Ben Kingsley. Myndin fjallar um hóp af fyrrverandi leyniþjónustumönnum,hökkurum og tæknimönnum sem vinna við það að brjótast inn í banka til að segja svo bönkunum hvað er að hjá þeim...

Paul Thomas Anderson (3 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Paul Thomas Anderson er talinn vera einn efnilegasti leikstjórinn í Hollywood um þessar mundir. Hann á að baki sér nokkrar frumlegar og skemmtilegar myndir eins og Hard Eight,Boogie Nights og nú síðast Magnolia. En hvernig lá leiðin hans á toppinn? Paul Thomas Anderson fæddist 1 janúar 1970 í Studio City Los Angeles. Hann ólst upp í dalnum( The Valley) og átti tvo bræður og fjórar systur. Faðir hans, Ernie Anderson, var frægur raddleikari sem meðal annars las inn fyrir American funniest home...

voodoo bölvun (1 álit)

í Dulspeki fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ef þú vilt senda einhverjum voodoo bölvun í gegnum email þá skaltu skoða www.pinstruck.com og senda einhverjum óþokka bölvun.

framhald af Willow??? (5 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ég rakst á frétt um daginn sem gladdi mitt litla hjarta. Þar stóð að það væri líklegt að George Lucas ætli að koma með framhald af Willow( hann var framleiðandi hennar). Hann mun að sjálfsögðu gera þetta eftir að hann klárar SW episode 3. Þetta er samt ekki allveg staðfest en leikarinn Warwick Davis(dvergurinn í Willow) tjáði einhverjum fréttamanni að hann og Lucas væru að skoða málið. Willow var uppáhaldsmyndin mín þegar ég var polli og ég sá hana trilljón sinnum. Kannski finnst Lucas að...

Fire In The Sky (9 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Mér langaði aðeins að fjalla um þessa mynd sem kom út árið 1993. Hún er að mínu mati ein besta apductionmynd sem ég hef séð.Þess má geta að hún er byggð á sannsögulegum atburðum(ja allavega persónum). Ég man ekki hvort hún fékk eitthvað rosalega dóma en þegar ég fór á hana á sínum tíma í Háskólabíó þá vissi ég ekkert um hana og var eiginlega ekki að búast við miklu. Í byrjun myndarinnar eru nokkrir timburmenn(ekki þynnka) heldur alvöru skógarhöggsmenn að koma niður af fjöllum í pallbíl á...

Það sem þú lærir af kvikmyndum (21 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Það er ýmislegt sem maður lærir þegar maður horfir á kvikmyndir. Hér er listi yfir nokkur atriði sem þú lærir af kvikmyndum. 1. Það er auðvelt að eignast þakíbúð í New York. Þú getur jafnvel átt þannig íbúð þegar þú ert atvinnulaus. 2. Það er alltaf einn slæmur eineggja tvíburi 3. Þegar þú þarft að aftengja sprengju skaltu ekki hafa áhyggjur af því hvaða vír á að klippa þú velur alltaf þann rétta 4. Flestar laptop tölvur eru nógu öflugar til að yfirtaka samskiptanet þróaðra...

The Phone Booth (10 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Maður labbar framhjá almenningssíma og síminn hringir. Maðurinn svarar og röddin í símanum segir við hann að leggja ekki á annars verður hann skotinn. Maðurinn er því fastur í þessum símaklefa með rauðan punkt á sér. Er hægt að gera mynd sem gerist eingöngu í litlum símaklefa? Það heldur Joel Schumacher greinilega því hann er að vinna að mynd sem kallast The Phone Booth og hún gerist í einum símaklefa. Það hafa margir sýnt þessari mynd áhuga þar á meðal Will Smith(ojjj),Brad Pitt og Jim...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok