T3 update Nú er ýmislegt nýtt komið í ljós um væntanlega Terminator 3 myndina. Eins og flestir vita nú þegar þá er James Cameron ekki leikstjórinn og Edward Furlong verður ekki með. Arnold er náttúrulega á sínum stað og Linda Hamilton verður með. Hún verður hinsvegar einungis í flash-back senum, vegna þess að hún á að vera dauð á þeim tíma sem myndin gerist. John Connor er núna u.þ.b. 22-23 ára og það er verið að reyna að finna leikara á aldrinum 20-24 í það hlutverk. Hlutverkið er nokkuð flókið því John er mjög paraniod og trúir því ekki að það sé búið að laga framtíðina fullkomnlega. Það er bætast við þrír nýir karakterar.

1.Kate,er á sama aldri og John og er uppreisnamaður með læknisfræði bakgrunn,hún er klár og hörð af sér.
2.Brewster, er háttsettur herforingi á fimmtugsaldri með vísindabakgrunn,hann er mjög virtur hann mun væntanlega vera í eldlínunni þegar tölvukerfi hersins verður meðvitað og hann mun reyna að laga það.
3.Scott, 25 ára myndarlegur og sjarmerandi uppreisnarmaður sem er að reyna að hjálpa til að gera stabíla framtíð fyrir sig og kærustuna hans.

Síðan á að vera kvenkynsvélmenni sem á að vera falleg, kynþokkafull, samhæfð og banvæn samkvæmt fólkinu sem velur í hlutverkin(casting). Þeir eru að leita að konu á milli 20-30 í hlutverkið. Hún á að vera íþróttamannsleg í útliti, helst með reynslu af bardagaaðferðum. Það skiptir ekki máli af hvaða kynþætti hún er eða frá hvaða landi hún er. Þetta vélmenni á að hafa eiginleika/hæfileika sem gera eiginleika T-1000 að engu. T-1000 gat morphað sig í allskonar eggvopn og gat hermt eftir öllu sem hann snerti sem var í svipaðri stærð t.d. manneskjur. Þetta kvenkynsvélmenni getur látið sig hverfa,hún getur farið inn í fólk og hluti og stundum er hún einungis orka(sem sagt engin sjáanlegur líkami bara orka).

Síðan er það náttúrulega Tortímandinn sjálfur Arnold en vandamálið með hann er að hann bilar. Hann skiptir því um varnar og árásarmode í gegnum alla myndina. Leikstjórinn er eins og flestir vita Jonathan Mostow(Breakedown,U-571)

Jæja meira hef ég ekki frétt en mér líst ekkert alltof vel á sumar af þessum hugmyndum. Ég veit ekki hvernig það mun koma út að láta Tortímandann skipta á milli liða(þeas milli manna og vélanna) í gegnum myndina. Gæti verið flott en gæti farið út allgjört kjaftæði líka. Kvenkynsvélmennið finnst mér líka vera eitthvað too much. Ég meina að láta hana verka orkuflæði(það gæti nú samt verið fyndið að sjá Arnold berjast við einhverja orku:)

-cactuz