Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

bls
bls Notandi frá fornöld 710 stig

Palindrome (12 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég sit inni í æfingarhúsnæðinu hjá Fræbbblunum en þar er hljómsveitin Palindrome að æfa. Hljómsveitin er skipuð þeim Guðjóni en hann spilar á gítar og syngur, Magga sem spilar á trommur og Valdísi sem er á bassa. Þau spila eðal rokk að mínu mati, svolítið mikið í anda Placebo en í mínum heimi er það ekkert nema hrós. Palindrome hefur staðið í allnokkrum mannabreytingum síðustu mánuði, hljómsveitin byrjaði eiginlega þannig að Gunnar (söngvari og gítarleikar Coral) var á trommum, Frikki...

Til allra! (138 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 12 mánuðum
Já, ég er svo sannarlega búin að fá nóg af þessum öfgakenndu feministum sem eru gjörsamlega að kaffæra þjóðfélaginu í sjó reiðinnar. Þessir ögakenndu feministar eru að taka burtu málfrelsi og skoðanafrelsi okkar hinna sem trúum á jafnrétti og viljum beita okkur á baráttu milli kynjana. Mér finnst þetta rosalega óþolandi því að sjá er ég feministi, ég er hinsvegar feministi sem að hlustar á og virðir skoðanir annarra. Vegna aukinnar feminista-umræðu í þjóðfélaginu á síðustu vikum þá get ég...

Enn ein greinin í þessum dúr.. :) (60 álit)

í Rokk fyrir 21 árum
Það er allt að drukkna í svona greinum hérna á tónlistaráhugamálinu.. en ég hef gaman af þeim svo að ég ákvað að skrifa aðra :) Það er grein á www.hugi.is/tonlist þar sem greinahöfundurinn talar umm uppáhalds lögin sín og biður aðra um að gera slíkt hið sama.. ég hins vegar lagði ekki í það að gera lista um uppáhalds lögin mín, ég hef það bara fyrir mig því að mér finnst það of stórt verk að koma því frá mér á einhvern lista.. ég geri það eflaust einhverntíman en ekki núna. Mig langaði samt...

5 bestu hljómsveitir allra tíma (að mínu mati) (137 álit)

í Rokk fyrir 21 árum
Það er grein á Gullöldinni um 5 bestu rokklög allra tíma.. Tónlist er náttúrulega svo mikið smekksatriði að það er ekkert hægt að segja hvað er best og hvað ekki.. það er í rauninni bara hægt að segja til um hvað var/er vinsælast og dæmt eftir því.. Mér datt núna eftir að hafa lesið þessa grein á Gullöldinni að skrifa niður þær 5 hljómsveitir sem að mér finnst bestar, auðvitað elska ég alveg fullt af hljómsveitum ..svo að þetta er ansi erfitt. Þetta eru svona hljómsveitir sem að hafa haft...

Niðurdrepandi.. (22 álit)

í Tilveran fyrir 21 árum, 1 mánuði
Af hverju eru fólk orðið svona heiladautt og forritað? Af hverju hefur enginn sínar eigin skoðanir? Ég er orðin svo alltof þreytt á fólki sem hefur ekkert að segja. Fólki sem lifir lífinu rosalega hratt, má ekki missa af neinu. Áhugamál fólks nú tildags er djamm, tónlist, vinirnir og útivera. Mér finnst í fínu lagi að fólki finnist gaman að fara út og skemmta sér en ég get ekki tekið það með sem áhugamál. Það eru rosalega margir sem segjast hafa áhuga á tónlist en vita ekkert um tónlist,...

Placebo (25 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Mig langaði að skrifa grein um eina af uppáhalds hljómsveitunum mínum! Sú hljómsveit heitir Placebo og það er þeirri hljómsveit að þakka að ég hef komist hingað í lífinu =) ..eða svona næstum þvi. Placebo var stofnuð út frá hljómsveit sem kallaðist “Ashtray Heart”, en hún samanstóð af Brian Molko og Stefan Olsdal og var stofunuð árið 1994. Þeir Brian og Stefan hittust af algjörri tilviljun á lestarstöð í London, þeir höfðu verið saman í barnaskóla fyrir Ameríkana í Lúxemborg en voru samt...

Ofurhljómsveitin Ensími (7 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Meðlimir hljómsveitarinnar eru: Hrafn Thoroddsen - Söngur/gítar Franz Gunnarsson - Gítar/Söngur Kristinn Gunnar Blöndal - Hljómborð Guðni Finnsson - Bassi Jón Örn Arnarson - Trommur Áður en Ensími var stofnuð voru báður þeir Hrafn og Jón Örn starfandi með Jet Black Joe.. Guðni var í Lhooq að ég veit og Franz var í einhverjum hljómsveitum sem að ég man ekki hvað heita.. (já léleg rannsóknarvinna hjá mér..) Ensími var stofnuð í kringum árið 1996 af Hrafni og Jóni Erni. Fyrsti diskurinn þeirra...

FB - Borgó (Sjálfsvíg) - MORFÍS - (31 álit)

í Skóli fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Landlæknisembættið er samansafn af heiladauðum, asnalegum og tillitslausum hálfvitum. Þeir ætla að banna ræðukeppnina FB - Borgó, vegna þess að hún sníst um sjálfsvíg. Þeir segja að í hvert skipti og sjálfsvíg koma í umræðuna þá drepi einhver sjálfan sig. Kemst þetta samt ekki miklu meira í umræðuna ef að keppnin verður bönnuð? eða fer fram í lokuðu umhverfi án áhorfenda? - Það er engin að fara að sannfæra neinn um að drepa sig í þessari keppni, þetta er bara ræðukeppni og ekkert annað. Fólk...

Placebo - Nýr diskur "Sleeping With Ghosts" (17 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Nýji Placebo diskurinn “Sleeping With Ghosts” kemur út 24.mars. Hann er pródúseraður af Jim Abbiss (UNKLE & DJ SHADOW). Ég er svo ótrúlega heppin að vera búin að verða mér út um þennan disk og ég get sagt ykkur það kæru hugarar að þetta er einn frábærasti diskur sem að ég hef hlustað á. Reyndar finnst mér Without you I´m nothing ennþá besti Placebo diskurinn.. en samt ég er ekki alveg viss, ég hef náttúrlega hlustað á Without you I´m nothing miklu lengur þannig að ég veit alveg...

Air (19 álit)

í Músík almennt fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Air er svo ógeðslega flott hljómsveit. Ég sit núna við tölvuna og er að hlusta á Moon safari sem var gefin út 1998. Þetta er án efa ein allra fallegasta plata sem gefin hefur verið út, það hljómar einhvern veginn enginn annar svona. Bæði ferskt og skemmtilegt. Ef að ég ætti samt að líka Air við einhvern þá væri það eiginlega The doors, þið megið vera ósammála.. þetta er líka bara mín skoðun. Ég held bara að ef að Doors hefði verið í essinu sínu á okkar tíma, þá myndu þeir hljóma líkt Air.....

Massive attack (19 álit)

í Raftónlist fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Massive attack eru frumkvöðlar trip-hopsins, það er enginn sem að getur neitað því.. og ekki einu sinni reyna að segja að Portishead séu það því að það veit hver maður (nei ekki hver maður, en sumir sem hafa kynnt sér þetta) að það voru Massive attack sem að komu Portishead á kortið, eða í gang.. eða þið vitið. Þetta er rosalega hæfileikarík hljómsveit, ná algjörlega að blanda saman hip-hop töktum saman við þungar, djúpar bassalínur og dulanfullann gítar. Árið 1991gáfu þeir út fyrstu plötuna...

Sigur Rós (67 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Sveitin var stofnuð árið 1994, meðlimir hljómsveitarinnar var þá skipuð þeim Jónsa (söngur og gítar), Ágúst (trommur) og Gorge (bassi), þetta var um það leyti sem að systir Jónsa, Sigurrós fæddist - og skírðu þeir hljómsveitina sína Victory Rose. Þeir spiluðu hippasýru tónlist þar sem að söngur Jónsa var í aðalhlutverki. Smekkleysa tók þá upp á sína arma eftir að hafa heyrt einhverja upptöku frá þeim, nokrru seinna breyttu þeir svo nafninu í Sigur rós og hófu svo upptökur á fyrstu breiðskífu...

Náttfari (14 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Fjögurra manna rokkhljómsveit, meðlimir eru Nói, Andri, Rúnar og Halli ( trommur, hljómborð, gítar, bassi). Þetta er hljómsveit sem að hefur látið lítið á sér bera en er gjörsamlega uppfull af hæfileikum. Það eru kannski ekki margir sem að hafa hlutað á þá en þeir sem hafa hlustað hafa heillast. Það er mikið um tilfinningar í þessari tónlist og flottar pælingar.. það er reyndar svolítið um endurtekningar en það verður samt ekkert pirrandi eða leiðinlegt. Það er mikið um hraðabreytingar,...

Múm (21 álit)

í Raftónlist fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Það eru fáir sem hafa ekkert heyrt um hljómsveitina múm, enda frábært hljómsveit. Tónlistin þeirra er svolítið furðuleg en ógeðslega falleg. Tónlistin þeirra minnir mig einna helst á Belle & Sebastian, Lali Puna, Boards of Canada og Autechre. Hún byggist einna helst á tölvutöktum, sem þó er nokkur leið að dansa við, þau eru rosalega dugleg að safna að sér hljóðum alls staðar að, greinilega alltaf með mini disk spilara á sér, og þau nota það óspart í lögunum sínum og mér finnst það koma alveg...

Portishead (7 álit)

í Músík almennt fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Portishead var stofnuð í Bristol, Englandi 1991 og var eitt af fyrstu böndunum til þess að gera trip-hop vinsælt. Fyrsta platan þeirra, Dummy kom þeim algjörlega á kortið og gerði triphopið mjög vinsælt meðal breskra hlustenda og varð seinna meir mjög vinsælt í Bandaríkjunum. Stofnandi bandsins hann Geoff Barrow skírði hljómsveitina eftir heimabæ sínum, eða semsagt sko bænum sem hann ólst upp í :) Áður en Barrow stofnaði bandið þá var hann að reyna sem best hann gat til þess að skapa sér...

Sigur rós = Portishead (43 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þetta á kannski meira heima sem svar við Sigur rósar greininni.. en mig langaði frekar að búa til nýja grein til þess að fleiri myndu lesa þetta.. Það eru ógeðslega margir sem eru ekkert að fíla það að þeir séu ekkert að kynna diskinn sinn, það er að segja koma ekkert fram í viðtölum og voru bara með eina útgáfu tónleika og búið.. Fólk er að segja að þetta sé líka bara leti í þeim að “nenna” ekki að leggja meiri vinnu í útlit disksins og finna nöfn á lögin.. (lögin hafa nú samt öll...

Jeff Beck (5 álit)

í Gullöldin fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Já, hann er sannkallaður gítarsnillingur, hann var samt svo þrjóskur og sjálfhverfur að það var víst stundum mjög erfitt að vinna með honum. Hann einangraði sig mikið.. en þegar hann kom svo úr skelinni var honum fagnað ákaft… Hann varð fyrst frægur í hljómsveitinni yndislegu og frábæru Yardbirds en seinna meir stofnaði hann sína eigin hljómsveit og þar söng aparassinn Rod Stewart með honum… sú hljómsveit splundaðist og þá myndaði Beck kröftugt tríó með þeim Tim Bogert og Carmine Appice,...

Hver er myndin? (73 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Hér koma vísbendingar og þið eigið að geta um hvaða mynd er að ræða: Hún er nr.2 en heitir þó ekki bara “ -eitthvað- 2” Hún er ein aðsóknarmesta mynd sem sýnd hefur verið á Íslandi. Aðalpersónan er ungur, dökkhærður strákur sem getur gert sig ósýnilegan með því að nota ákveðinn hlut. Einn af bestu vinum aðalpersónunnar er rauðhærður klaufi. Hún fjallar að mörgu leyti um galdra. Í henni er gamall hvít/grá hærður vitringur sem er svakalega góður að galdra. Í henni er einnig lítil tölvugerð...

Friðar-áramótaræðan mín (22 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Af hverju er alltaf svona mikið af rifrildum hérna um fáránlega hluti? Fólk er alveg obbosslega duglegt við það að rífast um hvað er best, veit fólk ekki að það er nokkuð til sem heitir “smekkur” og hver hefur bara sinn smekk. Auðvitað veit fólk mismikið um tónlist og pælir mismikið í tónlist, en þeir sem vita meira hafa samt engan rétt á að gera lítið úr þeim sem vita minna. Þú ákveður ekki smekk einhvers annars. Ég sjálf fæ ekki mikið úr því að spjalla við einhvern sem hlustar á “að mínu...

Jólagjafir tengdar tónlist.. (7 álit)

í Músík almennt fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég bað um milljón geisladiska í jólagjöf :) en ég fékk 6.. þetta eru þeir: Trúbrot - brot af því besta Sigur Rós - ( ) Janis Joplin - The ultimate collection Bítlarnir - Abbeu Road Led Zeppelin - Remasters (fékk tvo þannig, skipti bara örrum) Svo fékk ég tvo DVD diska, einn Jimi Hendrix og einn Janis Joplin :) Svo fékk ég líka “Bylting Bítlanna” eftir Ingólf Margeirsson (sem var með bítlanþættina) .. Þetta eru tónlistartengdu jólagjafirnar sem að ég fékk, og ég er bara mjög ánægð :) Það er...

Fræbbblarnir (7 álit)

í Músík almennt fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Meðlimir: Valgarður Guðjónsson – söngur, gítar Stefán Karl Guðjónsson – Trommur Arnór Snorrason – gítar Helgi Briem – bassi Iðunn Magnúsdóttir – söngur Brynja Arnardóttir – söngur Kristín Reynsdóttir – söngur Fræbbblarnir voru stofnaðir árið 1978 í Menntaskólanum í Kópavogi. Upphaflegir meðlimir voru: Stefán Karl Guðjónsson, Valgarður Guðjónsson, Þorsteinn Hallgrímsson, Hálfdán Þór Karlsson og Barði Valdimarsson. Hálfdan og Barði hættu fljótlega og Rikharður H. Friðriksson kom inn sem...

Bara smá fróðleikur :) (4 álit)

í Músík almennt fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Rokktónlist: Dægurlagatónlist sem kom fram í Bandaríkjunum upp úr 1950, þróaðist úr ryþmablús og sveitatónlist. Upphaflega var rokktónlist taktföst danstónlist þar sem rafmagnsgítarar og uppmagnaður söngur var áberandi, t.d. hjá Elvis Presley. Upp úr 1960 bættust við strengja og blásturshljóðfæri, t.d. hjá Bítlunum, nýjar leiðir voru reyndar í upptökurækni og frá þeim tíma er léttara rokk oft nefnt popp. Upp úr 1970 fóru hljóðgervlar að setja svip á rokk. Ýmis afbrigði hafa komið upp í...

Galdrar í evrópu 1650-1750 (kannski lokaútgáfa) (2 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Hvað eru fjölkynngi, töfrar eða galdrar? Það er athöfn sem ætlar að er að hafa áhrif á yfirskilvitslegar verur eða krafta sem ráða afburðum og örlögum manna. Í norrænum trúarbrögðum var galdur list fjölkunnugra manna og framinn með söng, þulum, rúnum og ýmsu atferli og búnaði t.d. galdrastöfum. Menn flokka galdur í tvo flokka, vondan og góðan. Svartigaldur er notaður til ills en hvíti galdur er í samræmi við hefði og reglur viðkomandi samfélgas. Hvítigaldur: Var í því fólginn að ná valdi...

Galdrar 1650-1750 (10 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Samtímis því að grundvöllur var lagður að náttúruvísindum nútímans, var fjöldi manna í Evrópu brenndur á báli fyrir galdur og þjónustu við djöfulinn. Galdrafárið hófst um 1480 og stóð fram yfir 1700, og var mest um það í Norður Evrópu. Ekki var lengur gerður greinarmunur á svartagaldri (sem var vondur) og hvítagaldri (sem var góður), hvort heldur sem þú stundaðir eða trúðir á var það talið villutrú og hafði í för með sér dauðarefsingu. Ástæðan fyrir öllu þessu ófsóknaræði var sú að...

Jimi Hendrix :) (32 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Hin goðsagnakennda súperstjarna Jimi Hendrix er viðurkenndur sem byltingarmaður rokktónlistarinnar, hann náði gjörsamlega að breyta andliti rokksins með sínum sérstaka, frábæra og ólýsanlega gítarleik. Pabbi hans gaf honum kassagítar þegar hann var ellefu ára gamall og hann spilaði á hann öllum stundum. Eftir nokkra mánuði fékk hann sér þó rafmagnsgítar og vakti athygli þegar hann byrjaði að spila með nokkrum unglingarokksveitum úr hverfinu. Árið 1964, eftir 14 mánaða veru í hernum fékk hann...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok