Placebo Mig langaði að skrifa grein um eina af uppáhalds hljómsveitunum mínum! Sú hljómsveit heitir Placebo og það er þeirri hljómsveit að þakka að ég hef komist hingað í lífinu =) ..eða svona næstum þvi.

Placebo var stofnuð út frá hljómsveit sem kallaðist “Ashtray Heart”, en hún samanstóð af Brian Molko og Stefan Olsdal og var stofunuð árið 1994. Þeir Brian og Stefan hittust af algjörri tilviljun á lestarstöð í London, þeir höfðu verið saman í barnaskóla fyrir Ameríkana í Lúxemborg en voru samt engir vinir þá. Brian Molko nebblega ekki mikið fyrir það að vera eitthvað að vinsælast, honum þótti bara best að vera útaf fyrir sjálfan sig í rólegheitum.. ekkert að því.

En eftir að þeir hittust þarna á lestastöðinni ákvað Stefan að koma og horfa á Brian spila á gítarinn sinn á einhverjum bar í London. Eftir það ákváðu þeir að stofna saman band.. en þeir höfðu engan trommara. Eins ótrúlega og það hljómar þá leystist það vandamál með annari stórkostlegri tilviljun.. þeir hittu trommuleikaran Steve Hewitt fyrir framan Burger King í Lewinsham. Steve var í hljómsveit sem kallaðist “Breed” og Brian var mikill aðdáandi þeirrar hljómsveitar. Brian hikaði ekki við það að bjóða honum stöðu í hljómsveitinni og Steve tók vel í það.

Eftir einhvern tíma þegar að þeir voru farnir að spá í að taka upp demó þá breyttu þeir nafninu í Placebo. Þrátt fyrir að Steve hafi spilað á nokkrum demóunum þeirra þá varð hann að hætta í Placebo því að hann vildi fókusa á Breed.. hélt að þeir myndu ná langt enda búnir að vera starfandi lengur.. Placebo þyrftu þá að finna sér nýja trommara og ákváðu að leita til vinar Stefans… Robert Schultzburg að nafni. Hljómsveitin hélt þessari skipan þangað til árið 1996.. en þá kom Steve Hewitt aftur, jibbí!

Fyrsta platan þeirra kom svo út árið 1996 en hún hét því einfalda nafni “Placebo”. Það er alveg stórgóð plata og vakti mikla athygli um allan heim, enda meðlimir hljómsveitarinnar frá hinum ýmsu löndum.. Brian er fæddur í Belgíu en alin upp í Lúxemburg, annað foreldrið hans er skoskt og hitt er amerískt.. Stefan er sænskur og Steve er enskur..
Þeir fengu líka mikla athygli því að Brian Molko söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar hefur mjög gaman af því að klæðast kjólum og mála sig.. Hljómsveitin er líka 50% samkynhneigð.. Þið spurjið kannski hvernig það sé hægt fyrst að þeir eru bara þrí í bandinu.. Svarið er það að Stefan er samkynhneiður.. Brian er tvíkynhneigður og Steve er gagnkynhneigður.. prittí ameisíng eihh?

Önnur platan þeirra “Without you I´m nothing” kom svo út árið 1998. Þetta er að mínu mati besta plata í ever! Ég fæ aldrei nóg af henni, ég er búin að eiga hana í 5 ár núna og ég er ekki komin með leið á neinu lagi, reyndar í hvert skipti sem ég hlusta á hana verður hún betri og betri og betri og betri.. alveg endalaust góð. Uppáhalds lagið mitt í heiminum er líka á henni, en það er lag númer 12 og heitir “Burger Queen”
Líka skemmtilegt við það lag að ég kynntist kærastanum mínum eiginlega í gegnum það, þetta er nebblega líka uppáhalds lagið hans í heiminum.. og æj þið nennið ekki að heyra þessa sögu, ég er hvort eð er líka að tala um Placebo.. ég sendi hitt bara inn á rómantík einhverntíman ven æm fílíng friskí!! En já, þess má einnig geta að David Bowie söng með Placebo titillag plötunar wituout you I´m nothing..
Þriðja plata Placebo heitir “Black market music” og hún kom út árið 2001. Mér finnst sú plata fín en náttúrulega ekki jafn góð og Without you I´m nothing.. erfitt að gera betur en það. En hún fékk rosa góða dóma og er að margra mati besta plata sveitarinnar. Mér finnst þeir vera að fara svolítið aðra leið á henni þótt að platan sé byggð svipað upp og Without you I´m nothing..

Núna 24.mars kemur svo út ný plata með hljómsveitinni og heitir hún “Sleeping with ghosts”. Ég er búin að skrifa grein um þennan disk.. svo að þið getið bara flett því upp ef að þið hafið áhuga. Þessi diskur er alveg frábær, ég er alltaf hlustandi á hann og ég hef komist að því að ég elska hann.. Hann er allt öðruvísi en það sem að placebo hafa sent frá sér áður, miklu tölvulegra og svoleiðis..


Ein besta hljómsveit í heimi að mínu mati! =)